Læknablaðið - 01.03.2023, Qupperneq 15
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 131
R A N N S Ó K N
að skaðleg áhrif kvikasilfurs geri fyrst mælanlega vart við sig
við gildi sem liggja ofar en 11,0 µg/g í hári, sem er um það bil
sjöfalt hærra en hæsta gildi kvikasilfurs í hári sem mældist í
þessari rannsókn. Notkun ólíkra óvissuþátta, sem er ástæða þess
að mörk EFSA og US-EPA eru misjöfn, er sjaldan byggð á áreið-
anlegum gögnum. Notkun óvissuþátta er einfaldlega tæki til að
lágmarka þá áhættu sem efninu fylgir þegar tekið er tillit til vafa
í gögnunum sem áhættumatið er byggt á. Ekki er óalgengt að
stofnanir meti slíka óvissu á ólíkan hátt.
Til samanburðar við áþekkar rannsóknir í öðrum löndum
má nefna samhæft eftirlit með kvikasilfri í hári sem fór fram í
17 Evrópulöndum árið 2015, þar sem kvikasilfur í hári kvenna
(n=60/land) og barna þeirra var mælt.15 Á mynd 4 má sjá sam-
anburð niðurstaða þessarar rannsóknar og okkar. Þar sést að af
þessum 17 Evrópulöndum er styrkur kvikasilfurs í hári aðeins
yfir meðaltali í okkar rannsókn, en svipaður og í Danmörku,
Belgíu, Kýpur og Litháen. Athyglisvert er að kvikasilfursgildi á
Spáni og Portúgal eru meira en tvöfalt hærri, sem gæti skýrst af
því að fiskneysla kvenna þar er heldur meiri (~450g/viku)20 en
hér á landi (~300g/viku)21 og neysla tegunda sem innihalda mikið
magn kvikasilfurs líklega meiri.22
Það að fiskneysla hafi sterk tengsl við styrk kvikasilfurs í hári
er vel þekkt2 og það að sérstök tengsl séu við tegundir eins og
lúðu, steinbít, skötusel og túnfisk (jafnvel þó þeirra sé neytt sjald-
an) skýrist sennilega af því að þær innihalda meira af kvikasilfri
en algengari neyslutegundir eins og lax, þorskur og ýsa.23 Hvað
sem því líður sýna niðurstöður okkar nokkuð skýrt að kvika-
silfursgildi í hári þeirra sem segjast borða fisk þrisvar til fjórum
sinnum í viku var innan marka EFSA. Miðað við þær upplýs-
ingar sem gefnar voru í spurningalista var neysla á túnfisksteik
og búra (ráðlagt hámark einu sinni í viku), niðursoðnum túnfiski
og hrefnukjöti (ráðlagt hámark tvisvar í viku) í öllum tilvikum
innan ráðlagðra marka. Af tegundum sem ráðlagt er að forðast
sögðust 7% kvennanna hafa borðað stórlúðu og 3% hafa borð-
að hákarl nýlega. Eftir nánari samanburð við tilgreinda neyslu
á lúðu (sem smálúðu) er grunur um að sú spurning hafi valdið
misskilningi. Athyglisvert er að kvikasilfursmagn í hári þeirra
fáu kvenna sem sögðust borða hákarl var í öllum tilfellum í efri
hluta dreifingar. Hákarl er meðal fisktegundanna sem mest eru
mengaðar af kvikasilfri og geta algengar tegundir sem borðaðar
eru hér, eins og grænlandshákarl24 og gljáháfur,25 innihaldið á bil-
inu 2000-5000 ng/g miðað við sirka 5-10 ng/g í algengari neyslu-
tegundum,23 sem er allt að þúsundfaldur munur. Til að setja það
í samhengi geta tveir til þrír hákarlsbitar (~10 g) því svarað til
þess magns kvikasilfurs sem fæst úr 10 kg af venjulegum fiski og
þar sem helmingunartími methýlkvikasilfurs er ~80 dagar26 geta
áhrif slíkrar neyslu varað lengi. Sennilega mætti uppfæra núgild-
andi ráðleggingar til barnshafandi kvenna til að gera skýrari skil
á því hvers vegna forðast beri neyslu hákarls.
Konurnar voru almennt áhugasamar um þá fræðslu sem þær
fengu og við teljum jákvætt að íhlutunin virðist ekki hafa fælt
þær frá því að borða fisk, sem nær óbreytt gildi í hári við lok
rannsóknar virtist staðfesta. Sambærileg íhlutun hefur verið gerð
í Danmörku sem hafði það að markmiði að koma styrk kvika-
silfurs í hári barnshafandi kvenna niður fyrir ~0,6 µg/g í hári.27
Miðað við okkar gögn þyrfti að takmarka fiskneyslu við um það
bil eitt skipti í viku til að ná því marki. Þó tölur okkar bendi til
þess að styrkur kvikasilfurs sé innan heilsuverndarmarka, sýna
tölur frá Spáni og Portúgal að ekki má mikið út af að bera. Mik-
ilvægt er að fylgjast með þróun neyslu og halda ráðleggingum
á lofti. Hér skiptir samsetning tegunda mestu máli, en hugsan-
legt er að með breytingum á loftslagi verði fisktegundir sem eru
hærra í fæðukeðjunni (svo sem túnfiskur og makríll) algengari
neyslufiskur. Einnig ferðast fólk meira í dag en áður og getur því
óafvitandi neytt tegunda með meira magn kvikasilfurs ef það
þekkir ekki til ráðlegginga. Dæmi um kvikasilfurseitrun vegna
mikillar neyslu slíkra fisktegunda eru vel þekkt.28-30
Að lokum: Í rannsókn á kvikasilfri í hári sem var framkvæmd
árið 2021 var útsetning 120 barnshafandi kvenna undir þeim
gildum sem heilsuverndarmörk EFSA miðast við, en í nokkrum
tilfellum var styrkurinn yfir þeim mörkum sem US-EPA hefur
lagt til. Sterk tengsl fundust á milli fiskneyslu fyrir meðgöngu
og styrks kvikasilfurs í hári. Rannsóknin bendir til þess, þrátt
fyrir takmarkanir, að ráðleggja eigi þunguðum konum að forð-
ast neyslu tiltekinna tegunda sjávarfangs. Vegna þess hve helm-
Tafla III. Bakgrunnur þátttakenda við upphaf rannsóknar og samanburður
á styrk kvikasilfurs í hári, í íhlutunarhópnum og viðmiðunarhópnum, við
upphaf og lok rannsóknar. Íhlutunin fólst í ítarlegu viðtali um fæðutengdar
ráðleggingar um fiskneyslu fyrir barnshafandi konur, en viðmiðunarhópur-
inn fékk sína fræðslu eingöngu í gegnum mæðravernd.
Íhlutunarhópur
(n=62)
Viðmiðunarhópur
(n=58)
P
Bakgrunnur við upphaf rannsóknar, meðaltal (SF)
Aldur (ár) 29,1 (4.9) 30,4 (5,4) 0,171
Líkamsþyngdarstuðull
(kg/m2)
26,2 (4.3) 26,7 (5,7) 0,601
Meðgöngulengd við
skráningu (vika)
13,0 (4.7) 13,6 (3,4) 0,411
Fiskur, allar tegundir, fjöldi (%)
≤ 3 sinnum í mánuði 27 (27) 21 (21) 0,672
1-2 sinni í viku 57 (56) 65 (64)
>2 sinnum í viku 17 (17) 15 (15)
Kvikasilfur í hári (μg/g), fjöldi (%)
Við upphaf rannsóknar 0,48 (0,35) 0,48 (0.32) 0,921
Við lok rannsóknar3 0,48 (0,37) 0,44 (0.27) 0,531
1T-próf, 2Kí-kvaðrat próf, 3vegna brottfalls var fjöldi þátttakenda við lok rannsóknar 56 í
viðmiðunarhóp og 50 í íhlutandi hóp.
Mynd 4. Samanburður margfeldismeðaltals (geometric mean) kvikasilfurs í hári
(µg/g) barnshafandi kvenna frá 18 Evrópulöndum frá 201518. Niðurstöður hvers lands
eru táknaðar með tveggja stafa landskóða. Niðurstöður þessarar rannsóknar (þ.e.
frá 2021) eru merktar með skyggðum hring (HU: Ungverjaland; RO: Rúmenía; DE:
Þýskaland; SK: Slóvakía; PL: Pólland; UK: Bretland; CH: Sviss; CZ: Tékkland; IE: Ír-
land; SE: Svíþjóð; SI: Slóvenía; IS: Ísland; BE: Belgía; LU: Luxemburg; DK: Danmörk;
CY: Kýpur; PT: Portúgal; ES: Spánn)