Læknablaðið - 01.03.2023, Síða 27
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 143
S J Ú K R A T I L F E L L I
Í aðgerðinni var lagður skurður undir vinstri rifjaboga og kom-
ið inn í frítt kviðarhol. Æxlið var staðsett þétt upp við nýrnaslag-
æð og -bláæð og þótti strax ljóst að róttæku brottnámi æxlis varð
aðeins náð með því að fjarlægja einnig vinstra nýrað. Þegar verið
var að eiga við nýrnabláæðina fór að blæða frá nýrnahettu og því
tekin ákvörðun um að fjarlægja einnig nýrnahettuna. Nýrað var
losað úr nýrnabeðnum og nýrað, nýrnahettan og æxlið send sem
ein heild til vefjagreiningar.
Aðgerðin gekk vel og var sjúklingurinn innlagður á gjörgæslu
til sólarhringseftirlits. Í aðgerðinni bar á sveiflum í blóðþrýstingi
sem héldu áfram við komu á gjörgæslu. Á öðrum degi eftir að-
gerð sagðist sjúklingur ekki hafa sofið eins vel í mörg ár, fannst
hann loksins geta slakað á. Á þriðja degi útskrifaðist sjúklingur á
sjúkrahótel Landspítala, til einnar nætur, við góða líðan. Fastandi
normetanefrín eftir aðgerðina reyndist eðlilegt, sjá töflu I.
Tafla I. Niðurbrotsefni hormóna í blóði og þvagi.
Niðurbrotsefni (frí) 1. Koma* 2. Koma* Eftir aðgerð Viðmiðunarmörk
P-3-Methoxýtýramín 533 757 <88 <110 pmól/L
P-Metanefrín 185 207 <124 <450 pmól/L
P-Normetanefrín 4502 4663 341 <900 pmól/L
sÞ-Normetanefrín 2325** <280 nmól/klst
1975** <280 nmól/klst
*Koma til innkirtlalæknis
**Mælt tvívegis eftir aðra komu
Mynd 2.a Tölvusneiðmynd af kvið-
arholi, coronal sneið. Slagæð gengur
beint frá ósæð og liggur aftan við
fyrirferðina. Þessi æð er illa skugga-
efnisfyllt milli fyrirferðar og nýrans,
mögulega vegna blóðsega. Æðin
bungar undan fyrirferðinni.
b Tölvusneiðmynd af kviðarholi, axial
sneið. Milli ósæðar og nýra er fyrirferð
sem mælist um 3,1 x 2,8 x 2,6 cm. Ekki
greinist áberandi slagæðafylling í fyr-
irferðinni þó hún hlaði að því er virðist
randstætt upp.
Vefjagreining sýndi hjáhnoðuæxli í vinstra nýrnaporti. Vinstri
nýrnahetta var án greinanlegra sjúklegra breytinga og vinstra
nýra með nýrnahersli, mynd 3.
Fjölgenarannsókn meingena framkvæmd með tilliti til
króm fíkla- og hjáhnoðuheilkenna (Hereditary Paraganglioma -
Pheochromocytoma Panel Plus), þar sem 11 tengd gen voru skoðuð,
skilaði neikvæðri niðurstöðu. Í framhaldi var gerð stökk-
breytingaleit í útröðum en engin erfðaorsök fannst.
Eftir útskrift leitaði sjúklingur í fjórgang á bráðamóttöku
Landspítala sem leiddi að lokum til greiningar á garnastíflu
vegna lokaðrar þarmalykkju og innvortis þarmahauls í efri
vinstri fjórðungi. Var sjúklingurinn því tekinn til aðgerðar í sam-
vaxtarlosun og útskrifaðist við góða líðan.
Í eftirfylgd hjá innkirtlalækni nokkrum vikum eftir aðgerð
var sjúklingurinn lyfja- og einkennalaus. Sjúklingur sagði sér
Mynd 3.a H/E litun, 2,5x stækkun. Í
neðra vinstra horni sést æxlisvöxtur og
hægra megin sést stór æð sem tengdi
æxlið við nýra. Í æxlisvexti sjást hópar
af frumum með ríkulegt granulert
umfrymi og kjarna sem hafa lítil kjarna-
korn. Ekki sést greinileg mítósuaukning.
b Chromogranin ónæmislitun. Sýnir
jákvæði í æxlisfrumum.