Læknablaðið - 01.03.2023, Side 31
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 147
F R É T T I R
Mannekla meðal lækna og
annarra heilbrigðisstétta,
framtíðaráætlanir, krefj-
andi aðstæður og vaxandi
biðlistar voru meðal margra
sameiginlegra málefna sem
rædd voru á fundi Norræna
læknaráðsins. Fundurinn
fór fram í húsakynnum
Læknafélagsins þann 9.
febrúar. Steinunn Þórðar-
dóttir, formaður Læknafé-
lags Íslands, leiddi starfið að
þessu sinni. „Við ræddum
einnig afgreiðslu alvarlegra
atvika í heilbrigðisþjónustu,
en þar getum við klárlega
lært af nágrannalöndum
okkar,“ sagði Steinunn eftir
fundinn.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins, Thorben Buse, frá danska félaginu, Camilla Noelle Rathcke, formaður þess
danska, Jeppe Berggreen, frá danska, Janne Aaltonen, frá finnska félaginu, Hanna Havainen, frá sænska. Á skjánum á Teams:
Axel Rød, frá norska læknafélaginu, Niina Koivuviita, formaður finnska læknafélagsins og Mervi Kattelus, frá finnska. Hægra
megin við borðið: Dögg Pálsdóttir, frá Læknafélaginu, Siri Skumlien, frá norska, Sofia Rydgren Stale, formaður sænska lækna-
félagsins og loks fremst Anna Ingmanson, frá sænska. Mynd/Védís
samkvæmt fréttum á vefjum Lyfjastofn-
unar og Embættis landlæknis.
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir
segir fylgst með málinu því öll frekari
útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería sé
alvarlegt lýðheilsumál. Þessi baktería sé
þó ekki mjög meinvirk. „Hún er næm fyr-
ir öðrum sýklalyfjum eins og Keflex.“
Í svari Lyfjastofnunar segir að þegar
staðan hafi verið ljós hafi apótek verið
upplýst. Starfsfólk þeirra hafi verið beðið
um að taka við þeim Staklox-hylkjum sem
einstaklingar skiluðu inn og afhenda sama
fjölda af Dicloxicillin Bluefish-hylkjum
til þeirra sem voru í virkri lyfjameðferð.
„Þetta var gert til að birgðastýra því sem
til var af Dicloxacillin Bluefish í landinu.“
Alls leystu 12.190 einstaklingar út 14.851
pakkningar af lyfinu staklox á árinu
2022, sem 4970 læknar höfðu ávísað.
Sjúkratryggingar Íslands tóku tölurnar
saman fyrir Lyfjastofnun en stofnuninni
er aðeins kunnugt um þetta eina tilvik
sýkingar. Í skriflegu svari stofnunarinnar
segir að ekki sé fordæmi fyrir innköllun
lyfja vegna fjölónæmra baktería hér á
landi. „Lyfjastofnun tekur atvikinu alvar-
lega og bregst við í samræmi við það.“
Bakterían sem greindist er sú sama og
greinst hefur í nokkrum einstaklingum í
Danmörku sem fengu sýklalyfið Dicillin
í hylkjum frá september 2022 til janúar
2023. Lyfið er sambærilegt Staklox og
bæði framleidd af fyrirtækinu Sandoz,
Læknar hafi verið upplýstir og sms
send úr Heilsuveru á alla þá 1100 einstak-
linga sem höfðu fengið Staklox ávísað síð-
ustu tvær vikur. Samkvæmt upplýsingum
Lyfjastofnunar er ekki vitað hve langan
tíma rannsóknin mun taka, en allt kapp
er lagt á að finna orsök mengunarinnar.
Danmörk sé leiðandi í rannsókninni og sé
í samskiptum við framleiðanda lyfsins.
Innkalla Staklox og stöðva ávísun
á sýklalyfið vegna ónæmra baktería
Einstaklingur hér á landi sem tekið hafði lyfið Staklox í júlí 2022 hefur greinst með sýkingu af völdum
sýklalyfjaónæmra baktería. Lyfjastofnun stöðvaði sölu og ávísanir lyfið 7. febrúar og kallaði inn birgðir
„Lyfjastofnun tekur atvikinu
alvarlega og bregst við í
samræmi við það.“
Formenn norrænu
læknafélaganna funda