Læknablaðið - 01.03.2023, Qupperneq 40
156 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109
V I Ð T A L
viðurkennir þó að kröfurnar hafi verið
krefjandi.
„Sérefni er í rafmagnssnúrum. Ef það
brennur koma ekki eiturgufur frá þeim.
Varaafl er undir stiganum, sem heldur
öllu gangandi ef rafmagnið fer. Hér er allt
eins og það á að vera,“ segir hann og að
Landspítali muni á endanum setja upp
áþekka loftræstingu á nýja spítalanum.
„Skurðstofurnar eru loftþéttar og loft-
skipti 20 sinnum á klukkustund.“
Getur þetta einn en vill fleiri
En hvað ef honum tekst ekki að fá til
sín alla þessa lækna? „Þá vinn ég að-
eins meira.“ En er þá einhver hætta á að
kostnaðurinn vaxi honum yfir höfuð? „Ég
ræð við þetta sjálfur. Einn,“ segir hann.
„Ég verð ekki að fá einhvern með mér en
það yrði bara miklu skemmtilegra, léttara
og einfaldara. Ég veit að það er eftirspurn
eftir svona aðstöðu,“ segir hann og að
sviðið sé breiðara en lýtaaðgerðir einar.
Hann viti til að mynda að tannlæknar
hafi ekki aðstöðu til svæfinga.
„Ég sé fyrir mér að hér verði æða-,
þvagfæra- og kvensjúkdómalæknar. Hér
getur verið svæfingaaðstaða fyrir tann-
lækna og margt hægt að gera.“ Ágúst
segir eftirsóknarvert að vinna í svona
lítilli einingu. „Hér fáum við læknar
meiri nánd við sjúklinga og tækifæri til
að gera fleiri hluti en á stærri starfsstöðv-
um,“ segir hann.
„Hér er notalegt fyrir sjúklingana,
starfsfólkið og þetta er skilvirkt. Það er
engin yfirbygging og því hægt að reka
þetta á miklu hagkvæmari hátt,“ segir
hann. „Ég hlakka til að byrja á fullum
afköstum og sjá hvort aðrir læknar vilji
ekki nýta þessa aðstöðu með mér.“
Ég vil gjarnan minnast nokkrum orðum ágæts kollega og
samstarfsmanns, Einars Baldvinssonar, sem lést 13. janúar
2023, þá níræður að aldri.
Ég man fyrst eftir Einari sem virðulegum læknanema
gangandi um götur Hafnarfjarðar. Einar bar með sér hrein-
an Gaflarasvip en jafnframt var ekki laust við ábúðarfullan Vökusvip enda hafði
það frést að hann hefði verið kjörinn í Stúdentaráð Háskóla Íslands. Ég bar því
snemma virðingu fyrir þessum verðandi lækni og síðar formanni Læknafélags
Reykjavíkur 1972-74 meðal annars. Seinna lærðist mér að hann bæri nafn forfeðra
sinna úr merkri Hraunaætt úr Fljótum (eins og konan mín Sigríður) og ekki laust
við að nefsvipurinn kæmi þaðan.
Ég kynntist Einari þó ekki fyrr en sem sérfræðingi í hjarta- og lyflækningum
á Borgarspítala rétt fyrir 1980 þegar ég hóf störf þar. Einar byrjaði að vinna á
Borgarspítalanum eftir að hann kom heim úr framhaldsnámi í Bandaríkjunum
þegar nýr Borgarspítali opnaði í Fossvogi í árslok 1967. Hann tók því þátt í
uppbyggingu lyflækningadeildarinnar með Óskari Þórðarsyni yfirlækni og hans
fólki. Við Einar áttum síðan ánægjulegt samstarf á lyflækningadeild Borgarspítala
og síðar Sjúkrahúss Reykjavíkur næstu tvo áratugina uns Einar lét af störfum vegna
aldurs. Allan þennan tíma stóð Einar sína plikt á E-6 af einstakri samviskusemi og
vandvirkni og var alla tíð vel liðinn af sjúklingum og samstarfsfólki. Einnig var
hann dósent við læknadeild Háskóla Íslands 1974-85.
Utan vinnu var Einar jafnan kátur og brosmildur og tók virkan þátt í samkvæm-
islífi lyflækningadeildarinnar. Ég minnist með ánægju nokkurra veiðiferða í Vatns-
dalinn með þeim Einari og Rúnu konu hans (Þóra Guðrún Óskarsdóttir) í góðum
hópi lækna lyflækningadeildar ásamt gestum frá Landspítala. En þessar skemmti-
legu veiðiferðir í Vatnsdalinn lögðust síðan af vegna þess að sumir félaganna voru
svo ákafir í veiðunum og fengsælir að þeir veiddu laxa á svæði sem átti einungis
að vera silungasvæði, og ákafinn jafnvel svo mikill að veitt var af miðri umferðar-
brúnni yfir Vatnsdalsá á þjóðvegi eitt. Þetta barst til leigutaka árinnar sem hækk-
uðu veiðileyfin verulega svo að jafnvel læknum ofbauð. Nokkrir röskir unglæknar
deildarinnar stóðu fyrir þessum ferðum, reyndar sami hópur og hafði tekið að sér
að manna Neyðarbílinn sem þá var að hefja þjónustu frá Borgarspítalanum. Þessi
læknisþjónusta sem þessir unglæknar hófu var síðan rekin á vegum Borgarspítala
um langt árabil á eftir.
Svo vildi til að Einar og Rúna, kona hans, bjuggu ásamt sonum sínum þremur
(Óskari, Baldvin og Reyni) í öðrum enda raðhúsalengju í Fossvogi en ég og mín fjöl-
skylda í hinum endanum. Ég hafði ánægju af því að fylgjast með þessari myndar-
legu fjölskyldu vaxa úr grasi og þroskast.
Einar varð fyrir miklu áfalli þegar Rúna, kona hans, veiktist alvarlega fyrir
rúmum áratug og vistaðist í kjölfarið á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Fljótt mátti sjá
leigubíl koma reglubundið um þrjúleytið á hverjum degi að húsi Einars og aka hon-
um til Rúnu sinnar í kaffi. Þar dvaldist hann svo fram yfir kvöldmat og aðstoðaði
starfsfólkið af bestu getu. Þetta lýsti Einari vel sem umhyggjusömum eiginmanni
og fjölskylduföður.
Síðan flutti Einar úr Fossvoginum til að búa nær Sóltúninu þar sem hann endaði
sem vistmaður uns hann dó í svefni á sama stað og eiginkonan Rúna hafði látist
árinu áður.
Blessuð sé minning þeirra.
Gunnar Sigurðsson
Minningarorð
Einar Baldvinsson