Allt um íþróttir - 10.06.1968, Blaðsíða 5

Allt um íþróttir - 10.06.1968, Blaðsíða 5
ALLT UM IÞRÓTTIR — 5 ÞJÁLF- FRÆÐI 4. ÞÁTTUR í lok síðasta þáttar vofu sef- ÍDigafkfckarni'r sem beitt er í bjállfun taldir upp. Nú skuJum við fjalla nánar um bessa fiokka hvern fyrir sig og hlut- verfk beirra. ALHLIÐA-ÆFINGAR. Tid alhliða-æfinga teljum við shikar æfingar sem ek'ki líkj- ast sjálfum hreyfinigunum i keppn i s í þr ótti n ni, þ.e.a.s. í þeim starfa vöðvarnir á ann- an hátt — í aðra stefnu og með öðru átaki. Til þessara æfinga teljum við líka æfingair sem ekki hafa sérstaka þýðingu í keppnisgreininni, og sem þroska viðbragðsflýti, liðteika Og fimi ón þess þó að halfa beina þýð- ingu fyrir keppnisgreinina. Þessar alhliða-æfllngar eiga að skapa hinn breiða grund- vöffl íþróttalegrar kunnáttu, — þroska vöðva og sam.starf þeirra, — starfshæfni hjarta og bilóðrásar og annarra líffæra og auk þess almennan liðleik, fimi og viljaeiginilelka íþrótta- mannsins. Við teljum þvi þessar al- ha.iða-æfingar til almennrar í- þróttaþjálfunar og þegar talað er um alhliða íþróttaþjálfun er át-t við þessar æfingar og hlut- verk þeirra. Hin almenna íþróttaþjálfun er undirstaða sérhasifðar þjálf- unar í sérhverri íþróttagrein og þýðing hennar er sérlega mi'kil í upphafi. Þær alhliða líkamsæfingar sem eru algjöiiega ómissandi í allri þjálfun, eru æfingar eins og gangas hlaup, sund, leikir (knattspyrna, körfuknattleikur, skíðaganga og skautahlaup, leikfimi (með og án áhalda) og ýmsar kraftæfingar. SÉRHÆFÐAR-ÆFINGAR. Sérhæfðar-æfingar köllum við þær líkamsæflfngar sem eru mjög líkar keppnisgreininni, þ. e. a. s. hreyfingarnar eru mjög svipaðar og reyna á sömu vöðva og á sama hátt, þær geta einniig verið svipaðar aðeims einstökum Mutum keppnisgre'inariinna'r. Hluverk þessara æfiniga er eingöngu að þroska þá eigin- leika og hætfni sem sérstaka þýðingu hafa í viðkomandli í- þróttagrein. Eins og áður var sagt eiga aliþiliða ætfingarnar að skapa hinn breiða grundvöill en sér- hæfðu æfinigarnar þjóna eink- um því takmarki að ná full- komnun í keppnisgreininnii, þ.s. hámarksárangri. KEPPNISÆFINGAR. Keppnisæfingar eru raunar ekki annað en keppnisgreinin sjálf sem framkvæmd er sam- kvæmt gildandi reglum. Hvað knattleiki hinsvegar snertEr er nauðsynlegt að nota hugtakið „keppnisæfing'1 í víðri merkingu þar sem hreyf- ingar í kna'ttleikjum eni marg- víslegar og fjöjþættari en í mörgum öðirprn íþróttagreinum. En einnig hér ber að taka til- lit til gildandi reglna. í þeim íþróttagreinum þar sem aðeins tveir eigast við eins og í glímu, judó o. s. frv. getur keppnis- æfingin ekki verið ön.nur en sú þar sem tveir takast á. Það er nauðsynlegt að á- kveða nákvæmlega þær ælffng- ar sem gerðar eru og skrá- setja þær í þjálfáætlanirnar. Þannig er hægt að sjá hve mikinn hluta einstaka æfingar taka í allri þjálfuninni og þá er líka mögulegt að draga á- lyktamir atf gdldi þeirra ogfara svo etftir því frá ári tdl árs. ÆFINGAR FYRIR VIRKA (aktíva) HVÍLD. Iþróttamaðurinn getur ekki þjálfað allt árið út í gegn án hvíldar. Þessi hvíld þarf þ<5 ekki að vera þannig eða eln- gömigu, að hann hætti að þjálfa um tíma. Réttara er að hann hvíli sig á virkan hátt, h- e. að hann iðki æfingar sem hvíla en um leið halda þjálf- standinu uppi að miklu leyti. Þessar æfingar nefnum við æif- ingar fyrir virka hvíld. í þjálfun er endurnæringin eða það að safna kröftum eft- ir þjálfeiningu eða keppnii, af- ar þýðingarmikill þáttur, því íþróttamaðurinn getur þjálfað meir og ákafar (intensivar) ef hann er fljótur að hvíla sig eftir áreynsluna. Þessi þáttur hefur þó ekki veigamestu á- hrifin á þróun afreksgetunnar heldur fyrst og fremst þjálf- álagið. Hvíldaræfingarnar eru hinsvegar nauðsynlegar, bæði til beinnar hvíldar og til þess að koma í veg fyrir ofþjállfun. Með þeim er líka hægt að forða meiðslum, sem a-lltalf eru möguleg þegar sérhæfð þjálf- un er mjög ströng. í hverri íþróttagrein þanf að mota sérstakar hvíldaræfingar og þær þurfa að vera hepp-i- lega va'ldar svo að þær geri hvíldarferilinn (pr'ocess) sem stytzta-n. — (Framhald). Aþena1806 Það kemur ekki ósjaldan fyrir þegar rætt er um Olymp- íu'lcika að menn líki þeim við ævintýramennsku og finnst þá margt í sambandi við þá fjar- stæðukennt. Allir kannast við hin háværu mótmæli gegn þvl að halda Olympíuleikana í haust í Mexikó. Slík mótmæli eiga sér oft stað svo var einnig þegar til stóð að halda lleik- ana 1956 í Melbourne vegna fjarlægðarinnar. Fjórum árum síðar fannst mörgum furðu- legt að halda Vetrarleikana í Suuaw Valiey því þar voru engin mannvirki til í fyrstu. Það er ekki vanrta'Iaust að halrta Olympíuleika. Marga örðugleika þarf að yfirstíga og allar framkvæmdir í sambandi við hverja leika kosta jafnan gífurlegar fjárupphæðir. Það er því ekki alveg út í bláinn að tala um „ævintýri", því það eru leikarnir — ekki aðeins fyrir keppendur! En ef hægt er að tala um Olympíuleika sem „ævintýri" nú á tímum, hvað má þá kalla fyrstu OI- ympíuleika nútímans í Aþenn 1896?i f lok síðustu aldar var tæknin á mun iægra stigi en nú. Það tók marga keppendur margar vikur að komast til Aþenu? Og þá var ekki á allra vitorði eins og nú á tímum að Ólympíuleikar stæðu fyrir dyrum. Lítið var þá .skrif- ða um leikana í blöðum svo menn fengu litla vitneskju um undirbúning- inn fyrir leikana í Grikklandi eða um keppendur. Þær fáu fréttir sem birtust bera merki tíðarandans. Þannig hljóð- aði ein fréttin svona: „Grikkir byrju'ðu þegar í marz (leikarnir hófust ð. apríl —i—) á því að þjálfa sig fyrir mara- þonhlaupið. Eins og frétzt hefur þá © KAFLI mun ein kona taka þátt í hlaupinu. í einu æfingahlaupi hljóp hún á 4Vz klst. þótt hún hvíldi sig í tíu mínútur þegar hlaupið var hálfnað til þess að borða appelsínu.“ Önnur hljóðaði svona: »»A leikvangnum í Aþenu verður byggð stúka fyrir fréttamenn." Og hin þriðja var á þessa leið: ,,Keppendur munu hera rásinerki á brjósti. Brautir 100 m hlauparanna verða aðskildar með köðl- um. Viðbragð verður á sama hátt og tíðkast í Englandi og Þýzkalandi.“ Þesar tilkynningar minna á eitthvað annað en Ólympíuleika!, en slíkt var ástandið við upphaf þeirra. íþróttirnar voru að slíta barnsskónum .... Það er kunnara en frá þurfi að segja að fyrstu Óiympíuleikarnir urðu metn- aðarmál grísku þjóðarinnar. Allt var gert til þess að taka vel á móti íþrótta- mönnum fjölmargra þjóða og blaða- menn kepptust um að kynna þá sem sigurstranglegastir þóttu, en það voru aðallega Bandaríkjamenn og Englend- ingar, sem þá voru fremstir í íþróttum. Fyrstu Ólympíuleikar nútímans hóf- ust 5. apríl. 80.000 áhorfendur voru við- staddir þegar setningarathöfnin fór fram, og þegar Georg Grikkjakonungur lýsti opnun leikanna ætlaði fagnaðar- látum áhorfenda aldrei að linna. Fyrstu Ólympíuleikarnir í Aþenu skírskotuðu til þjóðerniskenndar grísku þjóðarinnar og hennar vonir voru að grísku íþróttamönnunum tækist að halda heiðri hennar uppi, einkum og sér í lagi í þeim greinum sem Grikkir geta kallað ,,þjóðaríþróttir“ sínar, þ.e. a.s; í kringlukasti og maraþonhlaupi. í kringlukasti leit lengi vel svo út að þar yrði grískur sigur. Grikkinn Paraskevopoulus og landi hans Versis höfðu forustuna þar til síðasta umferð var eftir. En þá kom röðin að Banda- ríkjamanninum Robert Barret. Hann tók sér stöðu á hinum ferhyrnda kast- fleti sem gerður var að fornri fyrir- mynd, og kastaði kringlunni 29.14 m. og skaut þar með báðum Grikkjunum aft- ur íyrir sig! Það kynduglega við þessa kcppni var, að Barret hafði aldrei fyrir leikana séð kringlu! Þessi úrslit ollu Grikkjum vonbrigð- um en brúnin á þeim átti eftir að síga enn meir þegar maraþonhlaupið fór fram. 21 Grikki og 4 útlendingar tóku þátt í því hlaupi og það voru útlend- ingarnir sem réðu ferðinni! En margt bar til tíðinda í þessu hlaupi. Banda- ríkjamaðurinn Arthur Black, sem hafði orðið annar í 1500 m hlaupinu mátti gefast upp eftir nokkra kílómetra og Frakkinn Albin Lermusiau eftir 32 km. Aðeins tveir útlendingar voru þá eftir og vonir um grískan sigur létu meir á sér kræla. En þá kom sendiboði inn á leikvanginn og skýrði frá því að eftir 36 km hefði Ástralíumaðurinn Edwin Flack haft svo mikið forskot á næsta hlaupara, að engin von væri um grísk- an sigur! En þetta forskpt dugði Flack ekki, því einnig hann varð að gefast upp stuttu síðar — og því tókst Grikkj- anum Spyros Louis að bjarga heiðri Grikklands. Louis var fagnað sem þjóð- hetju að hlaupinu loknu. Svo er sagt að einn hóteleigandi hafi boðið honum að búa á hóteli sínu í eitt ár — Louis að sjálfsögðu að kostnaðarlausu! Ólympíuleikarnir í Aþenu uppfylltu allar óskir og vonir Pierre de Courber- tin’s, frumkvöðulsins að endurvakningu leikanna. Ólympíuleikar nútímans voru orðnir að veruleika. ★ Næsti þáttur: Ólympíuleikarnir í Par- is árið 1900. ALLT UM ÍÞRÓTTIR Ritstjóri og útgefandi: Dr. Ingimar Jónsson. Ritstjórn og auglýsingar Skólavörðustíg 19. Sími 17500 og 18761. Pósthólf 310. Lausasöluverð kr. 15. Prentsmiðja Þjóðviljans.

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1932

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.