Allt um íþróttir - 10.06.1968, Blaðsíða 3

Allt um íþróttir - 10.06.1968, Blaðsíða 3
ALLT UM ÍÞRÓTTIR 3 Keppni á Olympiu- leikurn ógleymanleg ÍVAR SIGMUNDSSON: ívar Sigmundsson hefur undanfarin ár verið í fremstu röð íslenzkra skíðamanna, o-g einn sá bezti i alpagreinum. Fimm ára gamall byrjaði hann að iðka skíðaíþróttina og heif- ur haldið því áfram síðan. Byrjaði að keppa í drengjai- flokkum og þóttii sncmma efni- legur, og tók fyrst þátt í ís- landsmóti 1958. ívar hefur síð- an tekið þátt í öllum meiri- háttar skíðakeppnum hérlend- is. Einnig hefur hann keppt á mótum í Frakklandi og í Austurríki. ívar þjálfaði um skeið með Austurríska unglingalandslið- inu eða fyrir tveim árum. Frammistada íslenzkra skíða- manna erlendis hefur farið í taugarnar á mörgum mannin- um, þar sem þeim hefur fund- ist þeir ekki standa sig nægi- lega vel. Aðspurður um þetta atriði sagir tvar að aðstöðu- í V A R SIGMUNDSSON Fæddur: 5. maí 1942 á Akur- eyri. — Helztu íþróttaafrek: Margfaldur Akureyrarmeist- ari í alpagreinum. íslands- meistari í stórsvigi 1966 og í svigi 1967. Var í sveit Ak- urcyrar sem sigraði í flokka- sviki 1968. Keppti fyrir íslands hönd á Olympíu'leikunum í Grenoble 1968. munur hér og erlendis sé slík- ur, að tómt mál sé um að taila. „— Erlendis eru menn á Skíðum mest allt árið, þar er bezta aðstaða sem völ er á. Læknar og þjálfarar fylgjast ívar Sigmundsson gaumgæflega með þeim sem þjálfa. Teknar eru kvibmyndir á æffingum, sem síðan eru skoðaöar sama kvöldið með þjálfara sem leiðbeinir og sýn- ir hvað aflaga hefur farið. Þó álít ég að aðalmiunurinn séu brautirnar sem eru geró- líkar því sem gerist hér heirna, þ.e. frystar brautir. Mairgt ainnað mætti tína íiil. Hafa ekki aðstæður batnað hér á landi síðan þú byrjaðir keppni? — Mjög mikið. Lyftur ag togbrautir eru víða kornmar og með tilkomu þeirra er hægt að æfa miklu betur en áður var. Þó undarlegt sé hér uppi á Is- landii er ekki hægt að vera á skíðum að neinu viti nema sikamman tíma á hverju ári, eða frá miðjum janúar fram í apríl, bæði vegna veðurs og skammdegis. Hvernig vai árangur þinn á þeini mótum, sem þú tókst þátt í erlendis — „Rétt í meðallagii, var í rrV'ðju af um 110 tit 120 kepp- endum“. Ætlarðu að keppa lengi eun? — „Ég hef huigsað mér að keppa í tvö til þrjú ár emn a. m. k.“ Og að síðustu. Hvaða keppni er þér minnisstæðust? — „Þátttakan og keppnin á Olympíulaifcunum er mér minnisstæðust, og ógleyman- leg. Heilt ævintýri". H. Eru frjálsiþróttir á íslandi algjörlega að lognast átaf? Tvö frjálisíþróttamót hafa verið haldin í Reykjavík á þassu siuimri. Fyrst fór Vormót IR fram og síðan EÓP-mótið. 1 bæði skiptin voru áhorfend- ur svo fáir að keppendur og sbaPfismenn mótsins, sem héldu siig inn á vellmum sjálfum voru líklega fleiri að tölu. Þetta hefur víst verið svona í fjöldaimörg ár. Fólk hefur ekki áhuga á því aið koma á frjáls- íþróttamótin, ekki ein-u sinni landskeppnir þegar þær fara fram. Hvað veldur þessu? Ástæðuna vita vfst flestir en hún er sú að hreinit út sagt, að afrek frjálsíþróttaman'na ökkar eru ekki nóigu góð til þess að laða fólk á slík mót. Annað var hér áður fyrr þegar þúsundir manna komu jaifnan á frjálsíþróttamótin. 1 dag eigum við ekki nema tvo til þrjá afreksmcnn í frjáls- íþróttuim sem eitthvað gætu látið að sér kveða á erlendum veltvaingi. Þetba er adlt og sum.t. 1 öðru lagi er ástæðan fyrir því að fólk sækir ekki frjáls- íþróbtaimótin, að þaiu eru venju- legast illa haldin. Þau gan.ga seint o. s. frv. Að sjálfsögðu væri hægt að tína fleira til af- sökunar, en varast sikyldi að stiiniga höfðinu í sandinn og gera ekki neitt. Það er sannarlega tími til kominn að eitthvað verði gert til þess að efla íslenzka frjálsíþróttir, því þess ber að gæta, að það verður alltatf eúf- iðara og erfiðara að vinna upp þaö sem tapast hefur á undan- förnum árum, ef látið er drag- ast að hefjast handa. Upp með íslenzkar frjáls- íþróttir! Það er engin fram- bærileg ástæða til fyrir þeirri deyfð sem nú ríkir í frjáls- íþróttunum. Islendingar hafa margs'innis sýnt þaö og sannað að þeir geta staðið erlendum frjálsíþróttamönnum á sporði. En til þess að svo megi verðia í framtíðinini verður að niota öll meðul til þess aö koma fjöri 1 alla starfsemdina. Þa9 er hægt ef alllir legigjast á eitt. og ef allir aðdtar sem að þesis- um málum standa, frjáls- íþróttasiamíbandið, sérráðin, fé- lögin og þjálfarar taka sig ti'l og gcra stórt átak í þessum málum. Hér verður allur fé- lagarígur og pukurstarfsemi að víkja. Félögin í Reykjavík þurfa að koma sér saman um að nýta sem bezt krafta sem á þeirra vegum starfa. Hér skal bent á aðeins eitt atriði og það eru þjálflaramir. Miklu skynsamilegra væri ef þjálfarar félagam.na störfuðu saman og skiptu með sér verkum. Einn þeirra ætti að taka a<ð sér þjálfun stökkvara, annar þjálf- un hlaupara o. s. frv. Þjálf- mál okkar gætu verið í miklu betra lagi en nú er, ekki bara í frjáls'íþróttum heldur einnig í öðrum greinum íþrótta. Bezt og líklegt til árangurs væri að öll sérsamböndin tækju höndum saman og at- huguðu þjálfmál sín. Þau gætu myndað þjálfararáð, er skipu- leggði þjálfun íþróttamanna í öllum greinum fyrir a/l'lt land- ið. Þannig myndi þekking og reynsla þjálfara okkar nýbast mun betur em nú er, því þjálf- ari, sem er e nn á báti og þarf að sinúasit í ölluð fær efcki nöt- ið sín. Þelclcing er máttur segir rnált- taeikið en hún bemur að litlu gsigni etf hún er eklki hötfð í öndvegi. Skipuleggjum þjálf- málin, það er ein undinstaðan fyrir framförum — einntg í frjálsíþróttum. TfU BEZTU ALLRA TÍMA Kúluvarp: 18.76 m Tsichova, Sovétr. 1068 18.34 m T. Press, Sovétr. 1963 17.69 m Gummel, A-Þýzkal. 1967 17.61 m Garisch, A-t>ýzkal. 1964 17.50 m Sybina, Sovétr. 1964 17.35 m Lange.A-Þýzkal. 1967 17.26 m Young, Nýja Sjál. 19«4 17.21 m I. Press. Sovétr. 1964 17.08 m Lendvayné-Bohnar, Ungv. 1967 17.06 m Líittge, A-Þýzkal. 1963 Kringdukast: 62.38 m Spielberg, A-Þýzkal. 1968 61.26 m Westerman, V-Þýzkal. 1967 59.70 m T. Press, Sovétr. 1965 59.02 m Hentschel, A-Þýzkal. 1966 57.86 m Kleiberné, Ungverjal. 1965 57.83 m Sjérbakóva, Sovétr. 1965 57.21 m Lotz, A-Þýzkal. 1964 57.19 m Kusnetsova, Sovétr. 1964 57.04 m Dumbadse, Sovétr. 1952 Spjótkast: 62.40 m Gortsjakóva, Sovétr. 1964 61.38 m Osolinaí Sovétr. 1963 60.68 m Penes, Rúmeníu 1967 60.55 m Friedrich, USA 1967 59.82 m Bair. USA 1967 59.70 m Luttge, A-Þýzkal. 1966 58.68 m Javorska, Póllandi 1967 58.36 m Rudasné, Ungverjal. 1965 57.83 m Popova, Sovétr. 1966 57.77 m Figver, Póllandi 1960

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1932

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.