Víkurfréttir - 10.01.2024, Blaðsíða 7
Reykjanesbær efnir til stafræns íbúasamráðs
vegna vinnu við umferðaröryggisáætlun í
sveitarfélaginu.
Á vef Reykjanesbæjar er umferðargátt þar sem
öllum íbúum gefst tækifæri á að senda inn
ábendingar um hættustaði sem þeir upplifa
í umferðinni.
Umferðargáttin verður opin til 1. febrúar nk.
Umferðaröryggi
í Reykjanesbæ
Tryggjum saman öryggi í umferðinni
Sendu inn þínar ábendingar
Ferðamálastofa veitti Reykjanes
Geopark Umhverf isverðlaun
Ferðamálastofu fyrir árið 2023
fyrir uppbyggingu við Brimketil
skammt vestan Grindavíkur. Um
er að ræða áhugaverðan ferða-
mannastað á Suðurnesjum þar
sem hægt er að sjá þann kraft sem
býr í Norður-Atlantshafinu þegar
brimið skellur á klettunum. Öldu-
gangur og ytra álag hefur smátt
og smátt mótað bolla og katla í
basaltið. Þarna má sjá Brimketil
sem er sérkennilegur ketill í sjávar-
borðinu sem minnir helst á heitan
pott á sólríkum degi. Áður gat
skapast mikil hætta þegar fólk fór
út á úfið hraunið sem er sprungið
og gróft með úfnum jöðrum og
yfirborði.
Áhersla á aukið öryggi
og bætt aðgengi
Um er að ræða framkvæmdir til
að bæta öryggi og aðgengi ferða-
manna. Nauðsynlegt þótti að skil-
greina aðkomu að áningarstaðnum
ásamt því að útbúa útsýnispall og
stíga sem falla að landslaginu.
Reykjanes Geopark hefur hlotið
fimm styrki frá Framkvæmdasjóði
ferðamannastaða fyrir Brimketil.
Í upphafi var unnið deiliskipulag
fyrir svæðið umhverfis Brimketil
þar sem lögð var áhersla á bætt og
öruggara aðgengi. Í framhaldi var
útbúinn útsýnispallur, bílastæði
afmarkað, göngustígur mótaður
ásamt skiltum með upplýsingum
um svæðið. Nú síðast var farið í að
stækka útsýnispallinn ásamt því að
að gera hann öruggari og bæta að-
gengi. Framkvæmdaverkefnin ríma
vel við áherslur Framkvæmdasjóðs
ferðamannastaða er varða öryggi
og bætt aðgengi að ferðamanna-
stað.
Brimketill hlýtur umhverfis-
verðlaun Ferðamálastofu
Brimketill skammt
vestan Grindavíkur.
Reykjanes
jarðvangur
hlýtur endur-
vottun
Á fundi stýrihóps
UNESCO hnatt-
rænna jarðvanga
sem haldinn var
7.-8. desember
var umsögn út-
tektaraðila frá því
í sumar tekin fyrir
o g n i ð u r s t a ð a
fundarins er að
Reykjanes jarð-
vangur fengi græna spjaldið að
nýju fyrir næstu fjögur ár.
UNESCO, Menningarmála-
stofnun Sameinuðu þjóðanna, við-
urkenndi Reykjanes sem UNESCO
Global Geopark árið 2015. Það er
ekki þar með sagt að Reykjanes
jarðvangur geti flaggað þeim fána
að vera UNESCO Global Geopark
um ókomna tíð án þess að vinna
fyrir því. Jarðvangar um allan heim
fara í gegnum úttekt á fjögurra ára
fresti að jafnaði. Þar eru framfarir
og störf jarðvangsins skoðuð og
einnig hverju þarf að vinna betur
að o.s.frv. Eftir úttektina liggur
fyrir niðurstaða sem getur farið á
þrjá vegu; rauða, gula, og græna
kortið. Fái jarðvangur rauða kortið
missir hann titilinn UNESCO
Global Geopark, gula kortið gefur
jarðvangnum aðeins tvö ár til að
bregðast hratt við tillögum til um-
bóta.
Græna kortið er svo besta mögu-
lega útkoma þar sem jarðvangnum
eru gefin fjögur ár til að vinna að
tillögum til umbóta. Reykjanes
jarðvangur fékk græna kortið í
sinni fyrstu úttekt árið 2019 og
aftur núna 2023 í sinni annarri út-
tekt. Það er óhætt að segja að það
góða starf sem hefur farið fram á
Reykjanesi undanfarin ár hefur
skilað þessum frábæra árangri.
Stofnaðilar og stjórn Jarðvangsins
á Reykjanesi eru því afar stoltir
af verkefninu og ætla að vinna
áfram að því að styrkja stoðir jarð-
vangsins.
„Það að fá hæstu einkunn er
gríðarlega þýðingarmikið fyrir
jarðvanginn og fyrir alla sem að
honum standa. Þetta er á sama
tíma hvatning til að halda áfram
að gera vel og styrkja enn frekar
stoðir Reykjanes jarðvangs,“ sagði
Daníel Einarsson, verkefnastjóri
Reykjanes Geopark, í tilefni af
áfanganum.
vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM // 7