Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.01.2024, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 10.01.2024, Blaðsíða 11
„Mér fannst þetta voðalega sniðug hugmynd hjá mér en sá svo að þetta var meira en að segja það,“ segir hárgreiðslukonan Anna María Reynisdóttir frá Grindavík. Hún skipti sér á milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar fyrir jólaösina, svo hennar viðskiptavinir þyrftu ekki að vera flakka á milli. Fljótlega sá hún að hugsanlega hafði hún lofað upp í ermina á sér og nú er hún bara í Reykjanesbæ en vonast til að geta snúið til baka á sína stofu, Hárstofuna í Grindavík, eigi síðar en 15. janúar. Anna skipti sér á milli tveggja staða eftir að hún hóf aftur störf eftir hamfarirnar því viðskiptavinir hennar voru dreifðir út um allt, þó mest á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjunum. Hún ætlar ekki að halda því áfram og vill einfald- lega komast heim til Grindavíkur og klippa þar. „Mér fannst þetta voðalega góð hugmynd hjá mér, að vera bæði í Reykjavík og í Reykja- nesbæ að klippa svo kúnnarnir þyrftu ekki að vera að fara á milli. Ég komst inn hjá dásamlegum stelpum á ProModa á Nesvöllunum í Reykjanesbæ og Simbi minn [Sig- mundur Sigurðsson, hárgreiðslu- meistari] tók mér fagnandi á stofu sinni, Beautybarnum í Kringlunni. Ég kíkti líka í heimsókn hjá eldri borgurunum mínum og klippti þau þar sem þau voru svo það var nóg að gera. Fljótlega sá ég að þetta var kannski ekkert frábær hugmynd, að vera svona á tveimur stofum því það fylgir mér slatti af dóti sem ég þarf til að sinna kúnnanum og vera flytja það fram og til baka var kannski ekkert svo sniðugt. Því tók ákvörðun um að vera bara á ProModa í Reykjanesbæ á nýju ári en vonandi kemst ég svo sem fyrst á stofuna mína, Hárstofuna í Grindavík. Við stelpurnar á stof- unni erum að vonast til að komast inn 15. janúar en við viljum sjá næsta eldgos koma upp áður. Ég á marga viðskiptivini og heyri ekki annað á þeim en þeir komi einfald- lega þangað sem ég fer, ég finn fyrir mikilli væntumþykju frá þeim og þykir vænt um það.“ Anna og fjölskylda hafa verið á flakki eins og svo margir Grind- víkingar. „Við fengum íbúð í Reykjanesbæ eftir hamfarirnar en ákváðum svo að flytja okkur í annað húsnæði í Hafnarfirði á annan í jólum, sem Jenný dóttir okkar og hennar fjölskylda höfðu fengið en þau fóru til Tenerife. Ástþór sonur okkar og kærasta hans, Hólmfríður, voru að eignast tvíbura og við vildum gefa þeim n Halla veitingakona stefnir á að opna fyrirtækið sitt aftur í Grindavík 15. janúar: n Stefnir á að byrja klippa í Grindavík 15. janúar: meira næði. Við verðum í Hafnar- firði þar til Jenný og fjölskylda koma heim og það er ekki alveg komið á hreint hvert við förum í Reykjanesbæ. Hvenær við flytjum svo til Grindavíkur verður bara að koma í ljós, ég er hvorki farin að hugsa um að flytja eða flytja ekki, ég var búin að sjá fyrir mér að ég yrði á flakki fram á vorið og þannig er staðan akkúrat núna. Við verðum bara að bíða og sjá, eins og hjá öllum Grindvíkingum er ekkert annað í boði en bíða og vona það besta,“ Skipti sér á milli tveggja staða fyrir jólin og klippti líka úti í bæ Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Anna María með Grindvíkinginn Frímann Ólafsson í stólnum og tveir af eigendum ProModa, Marta og Svala, eru fyrir aftan. Anna María mun eingöngu klippa á ProModa héðan í frá, þar til hún kemst á stofuna sína í Grindavík. Viltu taka þátt í að halda upp á 30 ára afmæli Reykjanesbæjar? Við eigum 30 ára afmæli! Reykjanesbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr afmælissjóði sveitarfélagsins. Hægt er að sækja um styrki fyrir verkefni og viðburði sem hafa það markmið að auðga mannlíf, ea menningu, virkja íbúa og/eða laða að gesti, heiðra söguna, fegra bæinn eða styðja við fjölbreytileikann í sinni breiðustu mynd. Verkefnin mega koma til framkvæmda allt árið 2024 en sérstök afmælisáhersla verður vikuna 10.-17. júní. Nánari upplýsingar má nna á vef Reykjanesbæjar Umsóknum skal skila með rafrænum hætti vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.