Víkurfréttir - 10.01.2024, Blaðsíða 13
Eru sveitarfélög að
taka ábyrgð?
Í umfjöllun á heimasíðu
Suðurnesjabæjar þessa
dagana um fjárhagsá-
ætlun og gjaldskrár fyrir
árið 2024 má meðal
annars lesa eftirfarandi:
„Flestar g jaldskrár
sveitarfélagsins hækka
um að meðaltali um 7,5%
en algengasta hækkunin
er á bilinu 6,5% upp í 8,5%, ein-
hverjir liðir hækka þó meira en
aðrir liðir minna. Hækkun þessi
er í takt við þróun verðlags sam-
kvæmt samþykktum markmiðum
f járhagsáætlunar. Töluverðar
breytingar eru á kostnaði við
sorpmál en sorphirðu- og sorp-
eyðingargjald verður hér eftir nefnt
sorpgjald og er gjald fyrir hvern
úrgangsflokk eftir stærð íláta.
Hækkun þessa gjalds er í takt við
hækkun almennt hjá nágranna-
sveitarfélögum Suðurnesjabæjar
og er að jafnaði um 30%.“
Meiri eyðsla hefur eðlilega í för
með sér meiri fjárþörf. Keðjuverk-
andi áhrif eru auknar lántökur og
hækkanir á gjaldskrám og þjón-
ustugjöldum.
Þörf er á hóflegri hækkunum
Á sama tíma og sveitarfélög boða
stórfelldar hækkanir kalla aðilar
vinnumarkaðarins eftir mun hóf-
legri hækkunum, sem er nauðsyn-
legt til að stuðla að lækkun verð-
bólgunnar. Ég tel að skýring Suður-
nesjabæjar á boðuðum hækkunum
þyki ekki auðskiljanleg þar sem
segir: „Hækkun þessi er í takt við
þróun verðlags samkvæmt sam-
þykktum markmiðum fjárhagsá-
ætlunar.“
Ég veit ekki hvort margir skilja
þessa skýringu en kannski þýðir
þetta að nú sé nauðsynlegt að eyða
umfram efni.
Af hverju hækka sorpgjöld meira
á íbúa en fyrirtæki?
Mér finnst eðlilegt að bæjarfull-
trúar setji fram betri og skiljan-
legri skýringu á boðaða hækkun
sorpgjalda en að vísa til þess „að
hækkun þessa gjalds sé í takt við
hækkun almennt hjá nágranna-
sveitarfélögum Suðurnesjabæjar
sem sé að jafnaði um 30%.“
Með aukinni flokkun, sem bæjar-
búar sjá alfarið um heima, verða til
seljanleg verðmæti úrgangsins. Má
ætla að þessi breyting hefði frekar
átt að stuðla að lækkun sorpgjalds
en 30% hækkun. Nánast allur úr-
gangur frá heimilum sem ekki er
flokkaður fer til brennslu í Kölku
eftir sem áður, væntanlega bara í
minna mæli. Spyrja má hver nýtur
þá arðsins af aukinni flokkun. Væri
ekki eðlilegra að bæjar-
búar njóti arðsins frekar
en einhver annar?
Boðuð hækkun sorp-
gjalds um 30% á okkur
bæjarbúa er ekki í sam-
ræmi við hækkun hjá
Kölku á almennri gjald-
skrá til fyrirtækja sem
var 10% um áramótin, að
því er ég best veit. Þess má einnig
geta að gjaldskrá á endurvinnslu-
plönum Kölku hækkaði ekkert um
áramótin.
Aukinn launa- og
starfsmannakostnaður
vegur þungt
Ef grannt er skoðað, geta sveitar-
félög eflaust sparað á ýmsum
sviðum. Á síðasta ári vakti athygli
þegar sveitarfélagið Árborg sagði
upp tæplega 60 starfsmönnum úr
flestum deildum sveitarfélagsins
vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Þetta
virtist ekki hafa haft teljandi áhrif
á þjónustu eða lögbundin verkefni.
Launa- og starfsmannakostn-
aður vegur þyngst í rekstri sveitar-
félaga og þess vegna er brýnt að
stjórnendur fylgist vel með þessum
kostnaðarlið og geri reglulega út-
tekt á starfsmannaþörf og nýt-
ingarhlutfalli. Hver starfsmaður
í fullu starfi kostar vart undir tíu
til fimmtán milljónum króna á
ári. Í Suðurnesjabæ hefur launa-
og starfsmannakostnaður hækkað
um 12,5% í hlutfalli við heildar-
tekjur frá sameiningarárinu 2018
samkvæmt upplýsingum úr árs-
reikningum.
Í Suðurnesjabæ búa um 4.000
manns. Starfsmannafjöldi bæjarins
(einhverjir í hlutastörfum og leik-
skólar ekki meðtaldir) er um 300
manns og þar af eru tæplega 150
skráðir starfsmenn í grunnskólum
bæjarins þar sem eru um 540 nem-
endur (einn starfsmaður á u.þ.b.
hverja 3,6 nemendur). Í ráðhúsum
bæjarins í Garði og Sandgerði eru
32 starfsmenn. Aðrir starfsmenn
dreifast á aðrar deildir svo sem
íþróttamiðstöðvar, tónlistarskóla,
umhverfismiðstöðvar o.fl. Hag-
ræðing sameiningar Sandgerðis og
Garðs virðist ekki hafa skilað sér
nægilega vel hvað varðar launa- og
starfsmannakostnað.
Þetta er umhugsunarefni.
Annars bara gleðilegt nýtt ár
2024, með von um betri tíð, lækk-
andi verðbólgu og engar hættur
og skaða af eldgosum og jarð-
skjálftum.
Jón Norðfjörð
Íhugum og styrkjum áfallaþol
Áfallaþol er gegnsætt hugtak. Á okkar tímum hefur
það einkum merkingu frammi fyrir náttúruvá sem
fylgir því að búa á eldfjallaeyju, á flekaskilum upp
við heimskautsbaug á miðju úthafi. Við hljótum að
hyggja vel að bættu áfallaþoli næstu ár og áratugi
eða aldir; ekki aðeins vegna loftslagsbreytinga,
heldur líka vegna hastarlegrar spennulosunar og
flekahreyfinga og eldvirkni á SV-horninu. Lotan á
Reykjanesskaga var fyrirséð miðað við jarðsöguna
sem slíka en upphafið óljóst þar til nú. Aðrar eld-
stöðvar, jarðskjálftar, hækkun sjávarborðs og ofanflóð víða um land
minna á fleiri verkefni í þessum efnum.
Raforka og hitaveita
Traust og öflugt flutningskerfi raf-
orku er mikilvægur þáttur í bæri-
legu áfallaþoli. Tenging á milli
orkuvera á Reykjanesskaga fer í
raun fram um meginháspennu-
línur Landsvirkjunar yfir Mosfells-
og Hellisheiði, ásamt lykiltengingu
um Suðvesturlínu. Hún (einföld
eða tvöföld) liggur um mögulegar
rennslisleiðir hrauna og nálægt
skjáfltavirkum svæðum. Þá gildir
að greina áhættuna, t.d. með hlið-
sjón af spálíkönum nýrra hrauna
og bregðast við með forvarn-
araðgerðum og jafnvel nýjungum.
Nýjum jarðvarmaorkuverum
skagans munu fylgja línutengingar
við flutningskerfið og líka vanda-
samar hitaveitulagnir. Innbyrðis
raforku- eða hitaveitutengingar á
milli núverandi orkuvera skagans
eru varla á dagskrá í bili, þvert
yfir hálendi og eldvirk höggunar-
svæði. Mikilvægt er að tryggja
betur aðgengi að nægri raforku og
ferskvatni, á eða nálægt hverjum
virkjanastað, og finna leiðir til þess
að geta hitað það upp og skilað
til neytenda. Staðbundið, ferskt
neysluvatn þarf líka að vera að-
gengilegt sem næst byggð. Einnig
þurfa að vera til nægar varara-
faflsvélar, kyndistöðvar fyrir vatn
(fyrst og fremst rafknúnar) og efni
í varaleiðslur ef þarf. Það á raunar
við um fleiri landshluta.
Viðamikil verkefni
Í Rammaáætlun (4. áfanga) eru
nokkrar jarðvarmavirkjanir, tvö
vindorkuver Landsvirkjunar og
örfá vatnsorkuver. Hverjar sem
mínar skoðanir á þeim eru verður
að máta virkjanirnar við misalvar-
lega stöðu og óróa á SV-horninu
um langan aldur á mannlegum
mælikvarða. Það gerist á tímum
brýnna orkuskipta og er um leið
hluti þjóðaröryggismála, hvort sem
litið er t.d. til matvæla- eða orkuör-
yggis. Við hæfi er að lenda deilum
um þessi efni í sátt við verulegan
meirihluta samfélagsins og svara
aukinni orkueftirspurn svo ná megi
fullum orkuskiptum, minnka kol-
efnislosun, auka kolefnisbindingu
og tryggja næga varma- og raforku
til almennra neytenda og græns
iðnaðar á næstu 15 til 25 árum.
Það merkir m.a. að breyta þarf for-
gangsröðun í raforkusölu til gagna-
vera eins og unnt er, nýta orkuverin
betur, ýmsan glatvarma, auðlinda-
garða og nýjungar í orkuöflun.
Sinna verður öðrum verkefnum.
Sum eru þegar á framkvæmdastigi.
Vil t.d. nefna fleiri leiðigarða gegn
hraunrennsli á SV-horninu. Vinna
við þann næsta er hafin, til varnar
Grindavík. Aðrir slíkir verða flestir
ekki reistir áður en eldgos hefjast,
heldur forhannaðir og aukið fé haft
til reiðu í nokkrum mæli. Svipaður
undirbúningur á að gilda um vara-
vegi á mikilvægustu stöðum innan
eldvirku beltanna og einnig um
orkuver. Efla þarf varnargarða og
enn betra vöktunarkerfi vegna
ofanflóða og flóða í straumvötnum.
Nýr áætlanaflugvöllur er vart
fyrirhugaður á Reykjanesskaga,
enda Miðnesheiðin með öruggari
stöðum á honum.
Eflum líka starfsemi
viðbragðsaðila
Endurskoða ætti stöðu hjálpar-
sveita svo létta megi álagi á þær að
hluta. Það getur m.a. gerst með því
að fjárfesta í mannauði. Fastráða
mætti allstóran hóp manna til þess
að sinna skyndi- eða langtímaverk-
efnum og efla þar með Almanna-
varnir og Landsbjörg (umfram
styrki). Samfélagið stækkar ört.
Þótt hjálpar- og almannavarnastörf
séu nú þegar byggð að nokkru leyti
á viðbragðsaðilum á ríkislaunum
verður að stíga fleiri skyld skref.
Um leið er ljóst að mikill þungi
verður áfram á þúsundum virkra
sjálfboðaliða Landsbjargar, sem
hafa unnið ígildi kraftaverka ára-
tugum saman. Gleymi ekki að
nefna lögregluna, gæsluna, Rauða
krossinn, slökkvilið, bráðaliða og
heilbrigðisþjónustuna í þessu sam-
bandi. Þar þarf líka fleiri huga og
hendur. Fjárfestingar vegna for-
varna og aukins áfallaþols skila
sér um síðir.
Ari Trausti Guðmundsson
Höfundur er jarðvísindamaður
og fyrrum þingmaður VG
í Suðurkjördæmi.
Flugvélamálari - Aircraft painter
Tækniþjónusta Icelandair ber ábyrgð á rekstri og eftirliti með viðhaldi flugvéla-
flota Icelandair. Hjá Tækniþjónustu Icelandair starfar öflugur hópur sem sér til
þess að öryggi, áreiðanleiki og hágæða vinnubrögð séu höfð að leiðarljósi.
Icelandair leitar að vönum málara til þess að vinna við málun á flugvélum og flugvélaíhlutum
í viðhaldsstöð félagsins á Keflavíkurflugvelli.
Hæfniskröfur:
• Sveinsbréf í bílamálun eða víðtæk reynsla á því sviði
• Hafi góða öryggisvitund
• Góð skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
• Jákvætt hugafar og samskiptahæfileika
• Geta og vilji til að skapa góðan liðsanda
• Góð tölvukunnátta er æskileg
Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks
og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.
Umsóknir óskast ásamt ferilskrá eigi síðar en 21. janúar 2024
Nánari upplýsingar veita
Ásbjörn Halldór Hauksson,
Supervisor shops & tools, asbjornhal@icelandair.is
Hermann Árnason,
People Consultant, hermann@icelandair.is
Flugvélamálari
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst
störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Heilsuleikskólinn Heiðarsel - Leikskólakennari
Leikskólinn Hjallatún - Leikskólakennari/starfsfólk
Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM // 13