Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.01.2024, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 10.01.2024, Blaðsíða 10
„Viðskiptavinir okkar hafa allir sýnt okkur mikinn skilning, fólk hefur verið okkur trútt,“ segir Halla María Svansdóttir, eigandi veitinga- þjónustunnar hjá Höllu. Halla hefur rekið veitingastað í Grindavík og í Leifsstöð og keyrir út hundruð matarskammta í hádeginu. Hún var nýlega búin að festa kaup á öðru húsnæði en það er líklega ónýtt eftir hamfarirnar og er beðið eftir ákvörðun hjá Grindavíkurbæ varðandi skipulagningu á byggingu á nýju húsnæði. Það hefur verið mikil áskorun hjá grindvískum atvinnurekendum að halda úti starfsemi, Halla hefur ekki farið varhluta af því. „Staða okkar er svipuð og þegar var rýmt, við bíðum bara eftir rétta augna- blikinu að fara aftur til Grinda- víkur og hefja starfsemi, eins og sakir standa stefnum við á að flytja okkur 15. janúar. Við gátum ekki byrjað fyrr því fráveitan skemmdist þar sem við erum með starfsemina en svo fór að gjósa og þá fannst okkur eðlilegast að bíða aðeins og sjá hvernig hlutirnir myndu þróast. Ég var nýlega búin að festa kaup á atvinnuhúsnæði í iðnaðar- hverfinu í Grindavík, keypti af Ólafi Sigurpálssyni sem var þar með fiskverkun. Ég þurfti stærra húsnæði og gat komist í þá flottu aðstöðu sem Ólafur var búinn að byggja upp en því miður lenti það húsnæði í klónum á hamförunum og er væntanlega ónýtt. Ég veit ekki hvað við gerum með það, nú bíðum við bara og sjáum hvað Grindavíkurbær gerir varðandi skipulagningu á byggingarsvæði. Náttúruhamfaratryggingar bíða eftir þessum svörum líka og von- andi komast þessi mál á hreint sem fyrst, óvissan er svo erfið við að eiga. Ef þetta ástand verður við- varandi næstu árin hlýt ég að þurfa íhuga vel hvort það besta í stöðunni sé að búa og vera með starfsemi í Grindavík, það gefur auga leið að það gengur ekki til lengri tíma litið ef þetta er það sem koma skal.“ Halla og eiginmaður hennar, Sigurpáll Jóhannsson, eiga íbúð í 101 Reykjavík svo umskipti þeirra voru líklega auðveldari en margra annarra. Halla sér fram á að byrja gista í Grindavík aftur á ný. „Það var gott að geta flutt sig á hitt heimilið okkar í Reykjavík en það var vissulega skrýtið að keyra svo þaðan til vinnu. Við munum pottþétt gista eina og eina nótt í Grindavík þegar við hefjum aftur starfsemi og kannski flytjum við bara alfarið strax. Ég vil nú samt sjá næsta eldgos koma upp áður en ég flyt alfarið, ég er samt ekki beint hrædd við þetta en það verður erfitt að halda úti starfsemi í Grindavík og búa þar ef við þurfum reglulega að vera flýja bæinn okkar. Viðskiptavinir okkar hafa allir sýnt okkur mikinn skilning, fólk hefur verið okkur trútt en ef við getum ekki veitt þjónustuna, er ekki víst að viðskiptavinirnir geti sýnt okkur endalausa biðlund. Við vorum að keyra út um 300-400 matar- skammta, vorum með veitingastað í Grindavík, uppi á flugvelli og með flugvélamatinn fyrir áhafnir Play. Sem betur fer hafa kollegar mínir í Reykjanesbæ getað hlaupið undir bagga með okkur og fyrir það er ég mjög þakklát. Vonandi getum við samt hafið fulla starfsemi á ný sem fyrst,“ sagði Halla að lokum. „Hlýt að þurfa íhuga vel hvort það besta í stöðunni sé að búa og vera með starfsemi í Grindavík“ n Halla veitingakona stefnir á að opna fyrirtækið sitt aftur í Grindavík 15. janúar: Fastur póstur í tilveru nokkurra Grindvíkinga er hið svokallaða Olís- kaffi en þangað eru menn mættir klukkan hálfátta alla virka morgna og leysa heimsmálin yfir kaffibolla. Eðlilega lagðist þetta af við rým- inguna en Olís opnaði á mánudagsmorgun á tilsettum tíma, við mikla kátínu þeirra sem mættu. Jón Gauti Dagbjartsson er úti- bússtjóri Olís í Grindavík. „Ég er mikill Grindvíkingur í mér og get ekki beðið eftir að eðlilegt líf byrji aftur í bænum okkar. Ég ákvað að fara til Grindavíkur á laugar- daginn og um leið og ég sá hversu langt varnargarðarnir voru komnir fylltist ég öryggistilfinningu og tók fljótlega ákvörðun um að flytja aftur heim. Ég vona að sem flestir Grindvíkingar taki þennan pól í hæðina. Að mér vitandi hefur aldrei verið eldgos undir fótunum á okkur í Grindavík. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið kvikugangur undir bænum 10. nóvember og fræðingarnir telja engar líkur á eldgosi í Grindavík, það dugir mér. Ef það er rétt voru aldrei neinar líkur á eldgosi í Grindavík. Ég er nokkuð viss um að það mun aftur gjósa, bara spurning um hvenær og líka hvar eldgosið kemur upp, að öllum líkindum á svipuðum slóðum og síðast. Fyrst varnargarð- arnir eru að vera fullbúnir er ekkert að óttast eftir það. Ég skil foreldra sem eru hræddir við sprungurnar en það er verið að kortleggja þær svo mér sýnist á öllu að Grindavík sé að verða einn öruggasti bærinn til að búa í. Það var yndislegt að opna Olís í morgun, menn höfðu á orði að það eina sem vantaði væri Dóri frændi [Halldór Einarsson]. Ég vona að hann og hans fjölskylda snúi til baka sem fyrst, ég hlakka mikið til næstu kasínu sem við spilum,“ sagði Gauti að lokum. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Vilhjálmur Lárusson, eða Villi á Vörinni eins og hann er kallaður, og Jón Gauti Dagbjartsson, útibússtjóri Olís. Ingvar Guðjónsson, Lárus Svavarsson og Grímur Örn Jónsson leystu heimsmálin þennan morguninn. n Lífið færist í átt að eðlilegu ástandi í Grindavík: Olískaffið byrjað á ný Íbúum Grindavíkur stendur nú til boða, að fá heimsendingu úr netverslun Nettó til Grindavíkur. Keyrt verður með sendingar einu sinni á dag til að byrja með, en umfang verður endurskoðað í samræmi við eftirspurn. Samhliða þessu er verið að meta húsnæði Nettó í Grindavík og hefja endur- bætur á þeim skemmdum sem hafa myndast undanfarna mánuði, svo hægt sé að opna verslunina á ný. „Við ætlum að byrja þetta svona, að keyra út einu sinni á dag og mun bíll fara frá Nettó í Krossmóa um þrjúleytið á daginn. Grindvíkingar þurfa að vera búnir að panta fyrir hádegi því það tekur tíma að taka pantanirnar saman. Svo fer þetta einfaldlega eftir eftirspurn, hversu margir munu nýta sér þjónustuna og ef það verður mikil eftirspurn, munum við fjölga ferðum en þó svo að eftirspurnin verði ekki mikil munum við samt sem áður halda okkur við þessa ferð kl. þrjú. Til að byrja með verður þetta bara virka daga en aftur, ef eftirspurnin verður þannig að við þurfum líka að keyra út um helgar, munum við gera það. Svo vonumst við auðvitað eftir að geta opnað Nettóbúðina í Grindavík sem fyrst,“ segir Heiðar. Vegna aftengingar á hita og raf- magni í húsum í Grindavík þar sem um altjón er að ræða vilja HS veitur koma eftirfarandi til íbúa altjónaðra húsa: „Af þeim húseignum sem NTÍ hefur metið sem altjón þá hafa að- eins þrír viðskiptavinir óskað eftir aftengingu á rafmagni og hita. Við viljum því gjarna koma því til skila til eigenda/umráðamanna fasteigna sem um ræðir að þeir geti haft samband við okkur með því að senda tölvupóst á hsveitur@ hsveitur.is eða með því að hringja í síma 422-5200 og óskað eftir af- tengingu á hita og rafmagni. Ekki er þörf á aðkomu löggilts rafvirkja- meistara.“ Nettó keyrir vörur til Grindavíkur Aðeins þrjú hús verið aftengd Halla með konunum sínum sem hafa flestar unnið lengi hjá henni. Myndin er tekiní húsnæði Skólamatar í Reykjanesbæ þar sem starfsemi Hjá Höllu hefur verið að undanförnu. 10 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.