Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.01.2024, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 10.01.2024, Blaðsíða 16
Mundi Er verið að tala um stólaskipti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar? Hefurðu kynnt þér hvatagreiðslur fyrir 67 ára og eldri? Reykjanesbær niðurgreiðir nú íþrótta- og tómstundastarf íbúa 67 ára og eldri. Kynntu þér málið á reykjanesbaer.is MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR Loftbrú Brá undir mig betri fætinum um jólin og fór í tíu daga heimsókn á töfraeyjuna Tenerife. Hafði aldrei skilið hvað væri svona spennandi við að heimsækja spænska smáeyju rétt vestan við Afríku. Um er að ræða einstaklega vin- sælan áfangastað fyrir sólþyrsta Íslendinga enda veðrið á eyjunni einstaklega milt og gott. Eftir heim- sókn í matvöruverslun þar sem hægt var að kaupa bæði léttvín, bjór og sterkt vín ásamt öllu því sem við erum vön að fáist í slíkum verslunum er annað en hægt að staldra við og spyrja sig. Hvernig er þetta hægt? Við vorum fjögur í heimili þessa tíu daga og öll í fríi. Innkaupin eftir því. Þrjátíu bjórar, fjórar léttvínsflöskur, nóg af beikoni, egg, jógurt, ávextir, brauð, mjólk, kornflex, álegg, eiginlega bara allt sem þarf í morgunverð í tíu daga og hóflega léttvínsdrykkju og snakkerí í sólinni. Verð alls 25.000 krónur tæpar. Greitt í Evrum. Kjarasamningalotan framundan á að snúast byggingu loftbrúar frá Íslandi til Tene. Allir Íslendingar skuli dvelja á Tenerife í a.m.k. tvær vikur á tímabilinu frá 15. október til 15. mars. Til að losna við skammdegið og fá að kynnast verðlagi sem er í einhverjum allt öðrum veruleika. Þrátt fyrir að vera smáeyja langt frá ströndum Spánar virðist flutningskostnaður ekki leggjast mjög þungt á vöru- kostnað á Tenerife, ólíkt eyju sem er fimmtíu sinnum stærri og liggur fjögur þúsund kílómetrum norðar í Atlantshafinu. Íbúar Tenerife eru 950.000 og á árinu 2022 tóku þeir á móti 5,8 milljónum ferðamanna meðan vinir þeirra í norðri voru að sligast undan heimsóknum 1,7 milljóna ferðamanna. Að sjálfsögðu þykir Tenebúum gott að leigja út íbúðir á Airbnb svo fasteignaverð er nokkuð hátt miðað við hvað gengur og gerist. Betra finnst þeim að kynnast fólki í gegnum Airbnb, hafna íbúða- leigunni en fá leiguna greidda með reiðufé í staðinn. Evrum, ekki krónum. Þannig geta séðir fengið afslátt. Nýi vinur minn Kristof sagði mér að ég fengi betra verð ef ég myndi bara hringja beint í hann næst. Skildi því vel atriðið í áramóta- skaupinu um konuna sem fór í jólatene, golftene, páskatene og sumartene. Þetta eru bara sparn- aðarferðir. Björgvin afhenti Halldóru stólinn fína í Bústoð. VF/pket „Ég setti marga miða með nöfnum barna minna í kassann í Nettó en bara einn með mínu nafni þannig að þetta kom skemmtilega á óvart. Svo hef ég aldrei áður unnið í svona leik eða happdrætti en maður verður að vera með ef maður ætlar að reyna á lukkuna sem var með mér þarna,“ sagði Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir en hún vann stærsta vinninginn í Jólalukku VF 2023, Delta leðurhæginda- stól frá Bústoð að verðmæti um 180 þúsund krónur. Halldóra var dregin út í öðrum útdrætti í Jólalukkunni en hún var ein af rúmlega sextíu heppnum sem dregin voru út í Jólalukk- unni. Halldóra segist vera dyggur viðskiptavinur Bústoðar. „Ég kem oft hérna, síðast í gær. Ég hef nýtt mér vel gjafavörurnar í búðinni og keypt þær í tækifærisgjafir þannig að starfsfólkið í Bústoð kannast vel við mig,“ sagði Halldóra Fríða sem hefur verið forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar síðustu tvö árin. Björgvin Árnason, einn eigenda og verslunarstjóri Bústoðar, sagði að desember hafi gengið frábær- lega og aukningin 40% frá síðasta ári. „Já, þetta var frábært, mikil aukning og sama má segja um söluna í kringum Ljósanótt sem er einn af hápunktum ársins. Þetta var fyrsta árið hjá okkur nýjum eigendum og við erum bara mjög ánægðir með gang mála og ætlum að halda áfram á sömu braut og bjóða upp á mikið úrval af hús- gögnum, rúmum og gjafavörum,“ sagði Björgvin. Heppnin með Halldóru n Vann stærsta vinninginn í Jólalukku VF, hægindastól frá Bústoð Raforkugjöld áfram felld niður HS Orka hefur ákveðið að framlengja niðurfellingu raforkugjalda til allra einstaklinga í Grindavík sem eru í viðskiptum við fyrirtækið en sú ákvörðun var upphaflega tekin í framhaldi af rýmingu bæjarins 10. nóvember síðastliðinn. Grindvíkingar sem kaupa raforku af HS Orku hafa því ekki greitt fyrir raforku síðustu tvo mánuði og munu ekki gera um óákveðinn tíma. Raforkunotkun frá HS Orku er innheimt sameiginlega með reikn- ingum frá HS Veitum en dreifiveitan sér um innheimtu vegna sölu, dreifingar og flutnings á raforku og heitu vatni á grundvelli þjónustu- samnings við HS Orku.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.