Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2024, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 23.05.2024, Blaðsíða 16
KJÖRFUNDUR VEGNA FORSETAKOSNINGA Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM 1. JÚNÍ 2024 KJÖRFUNDUR HEFST KL. 10:00 OG LÝKUR KL. 22:00 KOSIÐ VERÐUR Í STÓRU-VOGASKÓLA, GENGIÐ INN FRÁ LEIKVELLI Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna forsetakosninga liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga fram að kjördegi. Fram að kjördegi er hægt að kjósa utan kjörfundar á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Að gefnu tilefni er Grindvíkingum með aðsetur í Vogum bent á að kjörstaður Grindvíkinga er í Reykjanesbæ. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga Katrín Alda Inga- dóttir er fimmtán ára nemandi í Stapaskóla. Hún stefnir á nám í FS og ætlar að halda áfram að þjálfa fótbolta hjá Njarðvík. Katrín Alda er ungmenni vikunnar. Hvert er skemmtilegasta fagið? Íslenska og stærðfræði. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Tristan og Kári, þeir eru mjög góðir á motocross. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar ég fékk heilahristing því besta vinkona mín felldi mig í íþróttum og ég flaug á glugga. Hver er fyndnastur í skólanum? Bestu vinkonur mínar, Viktoría og Bryndís. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Fyrir hana með besta Frikka Dór. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pasta. Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Waterboy og eiginlega allar Adam Sandler myndirnar. Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Einn vin, síma og vatn. Hver er þinn helsti kostur? Ákveðin. Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Geta flogið. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Jákvæðni og kurteisi. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Fara á félagsvísindabraut í FS og halda áfram að þjálfa fótbolta í Njarðvík. Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir (hvaða)? Ég spila fótbolta með RKVN og Njarðvík. Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Ákveðin. Arnar Elvarsson er sautján ára og kemur úr Garð- inum. Arnar er á raunvísindabraut í FS og hefur áhuga á fótbolta og skák. Framtíðarplön Arnars er verða jarðfræðingur. á hvaða braut ertu? Raunvísindabraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Frábær skóli. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Thor í fótbolta. Skemmtileg saga úr FS? Þegar ég labbaði á Hlyn, hann var brjálaður. Hver er fyndnastur/fyndnust í skólanum? Manni. Hver eru helstu áhugamálin þín? Fótbolti og skák. Hvað hræðistu mest? Lofthræddur, býflugur og geitunga. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Sem aldrei fyrr með Bubba. Hver er þinn helsti kostur? Duglegur námsmaður. Hver er þinn helsti galli? Frekar feiminn. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snappið. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Hreinskilni og heiðarleiki. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Jarðfræðingur. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Snillingur. Duglegur námsmaður sem ætlar að verða jarðfræðingur Fékk heilahristing þegar vinkonan felldi hana FS-ingur vikunnarNafn: Arnar ElvarssonAldur: 17 áraNámsbraut: Raunvísindabraut Áhugamál: Fótbolti og skák Ungmenni vikunnar Nafn: Katrín Alda Ingadóttir Aldur: 15 ára Bekkur og skóli: 10. bekkur, Stapaskóli Áhugamál: Fótbolti, ferðast og vera með vinunum Sveinbjörn Þórisson – minning Bjössi gat setið í fjölmenni og skarkala en var samt eins og einn í heiminum. Sat jafnvel í miðjum kliðnum og horfði út undan sér með starandi augu og örlítið glott sem sýndi tilbrigði við bros. Hann var fámáll. Lagði sjaldan orð í belg nema hann hefði eitt- hvað að segja. Ef hann var á önd- verðum meiði tókst hann á fyrir allan peninginn. Nokkrir bjórar gátu hjálpað til við að opna heita æð fulla af sannfæringarkrafti hans, því langt í frá var Bjössi skoðanalaus maður. En það stafaði frá honum hlýja þar sem mjúk kurteis röddin sló taktinn. Bjössi vildi hafa hlutina í kringum sig samkvæmt sínu höfði og bjó yfir þeim hæfileika að stjórnaði með þögninni. Hann var snyrtipinni, smáhlutasafnari sem vildi hafa mikið af fallegum hlutum í kringum sig. Hvort sem hann var kúreki eða indíáni þá hreyfst hann af hlutum sem túlkuðu sögu þeirra og menningu. Hann átti fallega bíla og hús sem hann dittaði að, lóðin hjá Bjössa var fágæti fyrir smekkvísi og snyrtimennsku. Hann hafði sinn eigin Lyngásstíl. Þar úði og grúði saman fjölmenning glisgjarns safnara. Hann var sjálfur gangandi listaverk af holdi og blóði, einstakt listaverk sem var öðruvísi en aðrir. Bjössi bar fjölmörg tattú af ýmsum toga og uppruna. Þau voru túlkun og ásýnd á þá manngerð sem hann var. Hans leið til að sýna ást og þakklæti til annarra. Hann var gjarnan í bol, rifnum gallabuxum beltislaus og með buxurnar á hæl- unum. Um hálsinn hékk gerðarlegt hálsmen, eyrnalokkur í eyranu og armbönd af ýmsum uppruna og toga um úlnliðinn. Bjössi var auð- vitað algjör töffari, hann litaði á sér hárið og var hljóðlátur einfari með mjóan og ílangan hökutopp sem var hans helsta einkenni, þó af mörgu öðru væri að taka. Ef minn stíll er gamaldags og kassalaga, var stíll Bjössa í þeim samanburði glundroðakenndur. Bjössi er einn af bormönnum Íslands, föðurbetrungur Þóris í Lyngási sem var talinn einn af fær- ustu bormönnum og áhrifavaldur í þeirra hópi. Bjössi var komin til æðstu metorða fyrir þekkingu og reynslu við jarðboranir. Hann var jafnan fyrsti maður sem kall- aður var til þegar nýir borar voru keyptir. Hann planaði borsvæði, var til ráðuneytis og lagði á ráðin með það sem þurfti svo kostnað- arsöm verkefni um allan heim skiluðu árangri. Bjössi var fullur af fróðleik og hjálpsamur á vinnu- stað og bjó yfir yfirburðarþekk- ingu og skilning á starfseminni. Sérfræðingur sem kallaður var til þegar snúa þurfti við holum eins og sagt er á tæknimáli bormanna. Hann var bormaður af lífi og sál og nú tekur Þórir sonur hans við keflinu og þriðja kynslóðin frá Lyngási heldur uppi merki bor- manna landsins. En Bjössi var líka faðir og afi sem lífið hafði ekki alltaf leikið við. Hann var um þrítugur ekkju- maður þegar Anna dó frá honum og þremur börnum þeirra þegar lífið virtist brosa við ungri fjöl- skyldu. Þá gekk Mæja börnum hans í móður stað, en bæði hún og Ragnar sonur hennar sem Bjössi fóstraði eru látin. Sorgin markar menn og af henni fékk Bjössi nóg í sínu lífi. Ég votta Hildi, börnum Bjössa og fjölskyldum þeirra mína hjartans samúð. Ásmundur Friðriksson Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu við Ytri-Njarðvíkurkirkju Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu verður við Ytri-Njarðvíkur- kirkju dagana 28. til 30. maí frá klukkan 15:00 til 18:00. Allur ágóði af blómasölunni rennur óskiptur til líknarmála. Heitt verður á könnunni alla daga. Lionsklúbburinn Æsa hefur styrkt ýmis málefni og fært gjafir á starfsárinu. 16 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.