Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2024, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 23.05.2024, Blaðsíða 13
Atkvæðagreiðsla utan kjör- fundar vegna forsetakosninga 1. júní 2024 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga er hafin á skrifstofu sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ. Unnt er að greiða atkvæði alla virka daga frá klukkan 08:30 til 19:00 og á laugardögum frá klukkan 10:00 til 14:00. Á kjördag, 1. júní, verður opið fyrir kosningu hjá sýslumanni frá klukkan 10:00 til 14:00, en einungis fyrir þá sem eiga lögheimili utan umdæmisins og verða viðkomandi sjálfir að koma atkvæði sínu til skila. Einnig má kjósa utan kjörfundar á sveitarstjórnarskrifstofunum í Vogum og í Garði, á af- greiðslutíma skrifstofanna, sjá nánar á heimasíðum sveitarfélaganna. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra í umdæminu fer fram dagana 27. til 29. maí nk. skv. neðangreindu: • Dvalarheimili aldraðra – Nesvöllum, þann 27. maí, frá klukkan 13:00 til 15:00 að Njarðarvöllum 2, 260 Reykjanesbæ. • Dvalarheimili aldraðra – Hlévangi, þann 28. maí, frá klukkan 13:00 til 15:00 að Faxabraut 13, 230 Reykjanesbæ. • Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þann 29. maí, frá klukkan 13:00 til 15:00 að Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ. Hafi sjúklingi á HSS verið ómögulegt að greiða atkvæði á ofangreindum tíma, gefst honum kostur á að greiða atkvæði á stofnuninni á kjördag, 1. júní, frá klukkan 14:00 til l4:30. Kjósandi, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, getur óskað þess að greiða atkvæði í heimahúsi. Umsókn studd vottorði þarf að hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 10:00 þann 30. maí. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum (ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini). Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 17. apríl 2024 Ásdís Ármannsdóttir Bæði betra að leika og leikstýra „Það er auðvitað búið að vera súrrealískt að fylgjast með þessum ótrúlegu hlutum sem eru að eiga sér stað í Grindavík. Þegar rým- ingin átti sér stað 10. nóvember var ég í símasambandi við pabba sem bjó þá í Víðihlíð. Hann skildi nú ekki hvaða læti þetta væru, það væri ekkert að í íbúðinni hans og þetta væri nú óþarfi. Hann komst sem betur fer inn á Eir, í gestaher- bergi til bráðabirgða og var hæst- ánægður, hann þarf ekki mikið hann pabbi. Svo komst hann í íbúð í Hlíðarhúsum hjá Eir og unir sér vel þar. Ég man eftir því sem gutti þegar við vorum að leika okkur í sprungunum og hellunum, það hefur alltaf verið vitað af þeim og ég man líka þegar sumir töluðu um að það myndi einhvern tíma gjósa í Grindavík. Það var mjög fjarri manni þá og var alla tíð þar til jarð- hræringarnar byrjuðu árið 2021 við Fagradalsfjall en mig grunaði aldrei hvað væri í vændum. Að sjá bæinn rýmdan og vinir manns og fjölskyldan þurfa að koma sér fyrir á nýjum stað, mann óraði aldrei fyrir þessu. Ég tel að yfirvöld hafi spilað rétt úr spilunum hingað til, þeir hljóta að vera gera þetta eftir sinni bestu vitund og upplýsingum sem þeir eru með. Hvernig fram- tíðin verður er erfitt að segja til um, þetta ástand gæti varað í tugi ára þess vegna, síðasta svona skeið var víst í einhver 40 ár. Nú er búið að byggja varnargarða í kringum bæinn og vonandi mun bara gjósa fyrir utan þá og þar með ætti bærinn að vera öruggur en hvort fólk vilji flytja aftur heim er annað mál, ég er ekki viss um að ég myndi vilja það en ef það er til fólk sem er tilbúið að lifa með þessu ástandi þá er það auðvitað frábært, einhver þarf jú að hafa ljósin kveikt,“ sagði Bergur að lokum. NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM YOUTUBE-RÁS VÍKURFRÉTTA OG VF.IS Lj ós m yn di r ú r e in ka sa af ni Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) veitir íbúum Suðurnesja fyrsta- og annars stigs heilbrigðisþjónustu. Á HSS eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Fram undan er víðtæk uppbygging á stofn- uninni, endurskoðun á þjónustuferlum sem og stefnu stofnunarinnar byggðri á Heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa og vera í hópi fagaðila og styrkja öfluga teymisvinnu sem bætir þjónustu við skjólstæðinga heilsugæslunnar.  Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum með frumkvæði, faglegan metnað og jákvætt hugarfar til að taka þátt í uppbyggingu stofnunar- innar. Á HSS er lögð áhersla á góða samvinnu, stuttar boðleiðir og góðan starfsanda.    Helstu verkefni og ábyrgð Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á teymisvinnu og samþætta þjónustu. Hjúkrunarfræðingar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siða- reglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar. Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslu Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu? Hæfniskröfur • Íslenskt hjúkrunarleyfi • Faglegur metnaður • Framúrskarandi samskiptahæfni • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Jákvætt og hlýtt viðmót • Gott vald á íslensku bæði í ræðu og riti. • Starfsreynsla er kostur Frekari upplýsingar um starfið Starfsstöð er í Reykjanesbæ. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinnir þjónustu í einu fjölmennasta heilbrigðisumdæmi á landinu, um 30.000 manns. Starfshlutfall er 80-100% Umsóknarfrestur er til og með 03.06.2024 Nánari upplýsingar veita Andrea Klara Hauksdóttir - andrea.k.hauksdottir@hss.is - 4220500 Alma María Rögnvaldsdóttir - alma.m.rognvaldsdottir@hss.is – 4220500 Sótt er um á www.hss.is/laus-storf VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.