Víkurfréttir - 23.05.2024, Blaðsíða 20
Kona sem nennti
ekki að hlaupa
Nýtt æði í uppsiglingu
Fimm Íslendingar hafa unnið
sér inn rétt til þátttöku á heims-
meistaramótinu í Hyrox og af
þeim koma fjórir af Suðurnesjum.
„Við vorum þrjár sem kepptum á
heimsmeistaramótinu í fyrra og
við erum fjórar núna,“ segir Krist-
jana sem heyrði fyrst af Hyrox
þegar Covid-faraldurinn reið yfir
og allt keppnishald fór úr skorðum.
„CrossFit er búið að vera mikið æði
hér á Íslandi og Hyrox virðist ætla
að verða næsta æði í þrekmóta-
heiminum. Þetta er ný bylgja sem
er að fara af stað. Ég sé þetta vera
að gerast en við höfum verið að æfa
fyrir Hyrox í rúm þrjú ár og höfum
keppt í tvö ár en núna er fólk allt í
einu að uppgötva þetta.“
Kristjana segir að fjölmargir
séu við það að stökkva á vagninn,
sér í lagi vegna þess að aðgengi að
keppnunum er tiltölulega gott en
keppt er í mörgum löndum víðs
vegar um heim.
„Það sem mér finnst jákvætt við
þetta sem líkamsræktaræði er að
þetta snýst ekki um það hvernig
þú lítur út, þetta snýst um hvað
þú getur. Það er alls konar fólk
sem keppir í Hyrox, þú sérð fólk
í brjálæðislega góðu formi, sem
er að keppa á einhverjum heims-
meistaratímum og svo sérðu líka
byrjendur sem eru að stíga sín
fyrstu skref í keppni. Fólk af öllum
stærðum og gerðum.
Mótin í Hyrox eru haldin í mjög
stórum sýningarhöllum, ég var t.d.
að keppa í Rotterdam nýlega og þá
var mótið haldið í Ahoy-höllinni
sem Eurovision var haldið. Kepp-
endafjöldi í hverju móti er mis-
munandi en í þeim keppnum sem
ég hef tekið þátt í þá eru þetta um
3.500 til 5.500 keppendur, metið
eru þó um 12.000.
Hyrox er þýsk keppni en upp-
setning og skipulag keppninnar
er mjög góð eins og Þjóðverja er
siður. Ég hitti eiganda keppninnar
þegar ég fór fyrst út og spjallaði
við hann. Keppnin hefur stækkað
gríðarlega mikið síðan 2022 og
algengt er að uppselt sé í keppnir.
Ástæða þessara vinsælda tel ég
vera að konseptið er gott og þú
þarft ekki mikinn tækjabúnað en
einnig inniheldur hún ekki tækni-
lega flóknar æfingar svo að hún
höfðar til margra. Góðir hlauparar
gætu t.d. hoppað inn í keppnina og
staðið sig vel, en betra væri þó að
æfa líka styrktarþjálfun svo árang-
urinn verði enn betri.“
Hafið þið verið að leiðbeina fólki
með þetta?
„Ekki beint. Í kringum mig er
tíu manna vinahópur sem er með
frábæran sal uppi í Sporthúsi þar
sem við æfum okkur nánast á
hverjum morgni sérstaklega fyrir
Hyrox. Þannig að þetta er svolítið
lokað eins og er, en að sjálfsögðu
er umræðan komin í gang í Sport-
húsinu, en það er bara á byrjunar-
stigi. Sporthúsið býr yfir öllum
þeim búnaði sem þarf til að æfa
fyrir Hyrox.“
Hvað gerir Hyroxkeppni frá-
brugðinni CrossFit keppni?
„Þetta er alltaf keppni í stöðl-
uðum greinum og inniheldur ekki
tæknilega flóknar æfingar eins og
oft er að finna í Crossfit. Það má
líkja Hyrox-keppni við að þú farir
í maraþon á milli borga, maraþon
er alltaf 42,2 kílómetrar, sama hvar
þú ert. Brautin er alltaf eins, sama
hvar þú ert, eina sem er öðruvísi
þegar þú ert í annarri borg eða
öðrum sal er að uppröðunin getur
verið önnur. Fimmtíu prósent af
keppninni eru hlaup/ganga og
fimmtíu prósent æfingar (Skierg,
ýta sleða, draga sleða, burpeshopp,
róður, bóndaganga, framstigsganga
og wall ball). Þetta eru átta greinar,
þeim er raðað í miðju salarins
og svo er eins kílómetra langur
hlaupahringur í kringum svæðið.
Þannig að þú hleypur hringinn
og fer svo inn í svæðið til að gera
æfingu. Þegar þú klárar æfinguna
hleypur þú hring og fer svo inn á
annað svæði og svo koll af kolli.
Keppendur eru með flögu á sér
og ef þeir fara inn á vitlaust svæði
fá þeir þriggja mínútna refsingu.
Þú kemst ekkert upp með það að
svindla. Í CrossFit-keppni veist þú
sjaldnast hvaða æfingar eru í hverri
keppni en þar er oft reynt að koma
keppendum á óvart með einhverju
nýjum æfingum. Fyrir hinn venju-
lega líkamsræktariðkanda þá væri
Hyrox-keppni í raunhæfari til að
stefna að að ég tel, en auðvitað er
þetta mismunandi á milli manna
hvað hentar.“
Ef þú getur gengið þá
getur þú tekið þátt
Kristjana segir að fyrirkomulag
Hyrox bjóði upp á að keppnin höfði
til fólks í mismunandi líkams-
ástandi. Í Hyrox sérð þú íþrótta-
fólk af öllum stærðum og gerðum.
„Ég tek sem dæmi tvær konur sem
tóku þátt í parakeppninni í síðasta
móti sem ég var að keppa í með
dóttur minni en þær voru í mikilli
yfirþyngd og fóru ekki hratt yfir
en þær gerðu sínar æfingar, gengu
alla hringina og kláruðu keppni
með bros á vör. Það var rosalega
flott hjá þeim og þær fengu góða
hvatningu við æfingarnar. Ég dáist
af árangri þeirra en það er bjútíið
við þetta fyrirkomulag, það stendur
engin upp úr fjöldanum á meðan
á keppni stendur, sama hvort við-
komandi sé með besta tímann eða
lakasta tímann.
Upplifunin sem fólk fær af
Hyrox-keppni er að vera hluti af
frábærri stemmningu einstaklingur
sem hefur kannski það markmið að
klára mótið getur verið með þeim
sem er á besta tímanum í hlaupa-
brautinni á sama tíma – það sér
það enginn í raun og veru hvort þú
ert í síðasta sæti eða fyrsta sæti á
meðan þú ert að keppa.“
Þannig að sama skapi veist þú
sem keppandi ekki úrslitin fyrr
en mótið er búið.
„Nei, eins og í Rotterdam þá var
ég í öðrum ráshóp og var ræst út
klukkan 12:20, svo var ræst út á tíu
mínútna fresti og síðasti ráshópur
fór af stað rétt fyrir þrjú. Það voru
582 konur sem kepptu og ég var
stöðugt að uppfæra stöðuna. „Ókey,
ég er ennþá í fyrsta sæti.“ Ég endaði
í sjöunda sæti í opnum flokki hjá
VIÐTAL
Jóhann Páll Kristbjörnsson
johann@vf.is
Það sem mér finnst
jákvætt við þetta sem
líkamsræktaræði er
að þetta snýst ekki um
það hvernig þú lítur út,
þetta snýst um hvað
þú getur ...
Kristjana Gunnarsdóttir var markvörður
í handbolta, henni fannst svo leiðinlegt að
hlaupa, en eftir að handboltaferlinum lauk
hefur hún einbeitt sér að keppni í allskyns
þrekíþróttum sem innihalda meðal annars
hlaup. Kristjana, eða Kiddý eins og flestir
þekkja hana, tekur reglulega þátt í þrek-
mótum víðsvegar um heiminn með góðum
árangri og hefur m.a. slegið heimsmet þrisvar
sinnum í sínum aldursflokki. Núna er hún
farin að einbeita sér að nýrri íþróttagrein sem
nefnist Hyrox og virðist ætla að verða næsta
æðið í þrekmótaheiminum.
20 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum