Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2024, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 23.05.2024, Blaðsíða 18
 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BORGHILDUR KRISTRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Faxabraut 18, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 27. maí klukkan 13. Unnur Brynja Eiríksdóttir Jonni Berglind Eiríksdóttir Arnar Þór Reynisson Anton Pétur Hallgrímsson Kristrún Vala Hallgrímsdóttir Patrekur Hrafn Hallgrímsson Sara (Jogo) Jónsdóttir og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, BJARNA ÞÓRS EINARSSONAR, Pósthússtræti 3, Keflavík, Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar HSS fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Mekkín Bjarnadóttir Magnús Bergmann Matthíasson Einar Bjarnason Linda Sveinbjörnsdóttir Erlingur Bjarnason Ásta Ben Sigurðardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Forsetakosningar laugardaginn 1. júní 2024 Kjörskrá í Reykjanesbæ, vegna forsetakosninga sem fram fara þann 1. júní 2024, liggur frammi á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar frá 13. maí fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands. Kosið er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00 Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í stofu 221, sími 420 4515. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar Sómi Íslands Forsetakosningarnar snúast ekki um pólitík, ekki um stjórn- málafokka, heldur um „Forseta Íslands“ mikilvægasta embætti lýðveldisins. Forseti Íslands tók við hlutverki danska konungsins í stjórnskipun Íslands fyrir átta áratugum, eftir hundrað ára sjálfstæðisbaráttu. Fólkið velur forsetann. Forsetaembættið skiptir máli. Það er ekkert grín að fíflast með, hvorki lopapeysa né lamb að leika við, harmón- ikkuspil eða hagsmunaplott. Við mátum frambjóðendur við hlut- verkið og treystum á lýðræðið. Samtal forsetans við þjóðina á alltaf við, bæði í gamni og alvöru, þegar vel gengur, og illa. En fyrst reynir á forsetann þegar á móti blæs. Við munum eftir Covid, hruninu, erum meðvituð um nátt- úruvá, hamfarir og mögulegar stjórnarkreppur. Við slíkar að- stæður þarf forsetinn að hafa bein í nefinu, ef þannig má segja um forsetann. Stundum er sagt að forseti Ís- lands sé sameiningartákn okkar Íslendinga. Það er rétt. En er hann það sameiningarafl, sem við þurfum svo oft á að halda? Þekkir hann stjórnskipun Íslands? Er hann vel heima í pólitíkinni? Þekkir hann fólkið í landinu, þarfir þess og aðstæður? Er hann vel tengdur við leiðtoga annarra landa? Vinaþjóðirnar? Nýtur hann virðingar erlendis og hérlendis. Getum við treyst forsetanum? Er hann sameiningarafl? Katrín Jakobsdóttir býr yfir ómetanlegri reynslu úr íslenskum stjórnmálum. Það mun koma að góðu gagni, nái hún kjöri, t.d. við erfiðar stjórnarmyndanir og kreppur þó svo embættið sé ekki flokkspólitískt – ekki gleyma því. Nú er það Katrín sjálf sem er í framboði, ekki stjórnmálaflokkur í kosningaham. Það er annað mál. Við vitum að Katrín er gædd þeim hæfileika að geta hlustað á fólk, sætt ólík sjónarmið. Það höfum við séð. Oft. Hún tekur af skarið þegar mikið liggur við. Hún er skynsöm og afburða greind. Hún mun gæta ýtrustu hagsmuna lands og þjóðar, innan lands sem utan, og verða verðugur fulltrúi Íslands á erlendum vettvangi, nái hún kjöri. Hún nýtur virðingar. Henni er treyst. Það höfum við séð. Oft. Hún mun standa vörð um það sem okkur er mikilvægt; sögu, menn- inguna og íslenska tungu - þar er hún sterk, með djúpar rætur í þeirri fortíð sem gerir okkur að Íslendingum, - að ég tali nú ekki um það besta sem íslenska þjóðin stendur fyrir: lýðræði, jafnrétti og mannúð. Þar er hún fremst í flokki. Það höfum við líka séð. Oft. Ung kona spurði: „Hvað höfum við átt marga leiðtoga sem halla aldrei orði um aðra, hefja sig aldrei upp á kostnað annarra, hreykja sér aldrei af eigin afrekum, eru aldrei meiðandi í orðavali og alltaf yfirvegaðir?“ Þannig leiðtogi er Katrín Jakobsdóttir. „Hún talar ekki eftir tilbúnu handriti heldur frá hjartanu og með hjartanu og þannig leiðtoga vil ég sjá á Bessa- stöðum,“ sagði þessi unga kona og ég tek heilshugar undir. Já, ég mun kjósa Katrínu, færni hennar og ein- lægni. Hún yrði án efa glæsilegur forseti, „sómi Íslands, sverð þess og skjöldur,“ eins og eitt sinn var sagt um sjálfstæðishetjuna Jón Sig- urðsson. Fylkjum liði um Katrínu Jakobsdóttur þann 1. júní í vor. Skúli Thoroddsen Katrín sem sameiningartákn Í störfum mínum sem formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa leiðir mínar og Katrínar Jakobsdóttur legið nokkrum sinnum saman. Katrín hefur lagt sig fram við að vera í sambandi við verka- lýðshreyfinguna í kringum kjara- samninga og hef ég fundið að aðkoma hennar hefur oft skipt miklu máli til að afstýra átökum á vinnumarkaði. Þegar ósköpin dundu yf ir Grindvíkinga setti ég mig strax í samband við Katrínu, hún tók strax á móti mér og hefur fundað ítrekað og haldið góðu sambandi í gegnum þær hremmingar sem við Grindvíkingar höfum lent í. Ég finn kannski best eftir að Katrín steig til hliðar sem for- sætisráðherra að tengsl við ríkis- stjórnina hafa verið miklu minni og hvernig talsamband við okkur venjulega fólkið í raun rofnaði. Ég þakka henni mikið og vel fyrir sinn þátt í málum okkar Grind- víkinga. Það er mín bjargfasta trú á að Katrín verði sameiningartákn okkar og ég hef þá trú eftir að hafa unnið með henni í þeim málum sem hér eru talin fyrir ofan. Hún hefur hlustað í þeim málum sem þarf að hlusta og tekið ákvarðanir þar sem þarf að taka ákvarðanir. Fyrir mig skiptir miklu máli að forseti landsins og sameiningar- tákn þjóðarinnar hlusti á þjóðina sína og geti tekið erfiðar ákvarð- anir þegar það þarf. Því við vitum að forseti Íslands er öryggis- ventill fyrir þjóðina og ég treysti Katrínu til að vera öryggisventill fyrir okkur. Katrín hefur ávallt rætt við mig á hreinskiptinn hátt sem jafningja og verið heiðarleg í öllum okkar samskiptum - það kann ég að meta. Ég kýs Katrínu, vegna góðra kynna og hvet ykkur hin að gera það sama í komandi forsetakosn- ingum. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Blikksmiður óskast til starfa Óskum eftir einstaklingum með fagmenntun eða starfsreynslu í blikksmíði. Lögð er áhersla á að ráða áhugasamt fólk sem axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði í starfi. Helstu verkefni og ábyrgð 3 Almenn blikksmíði 3 Uppsetning loftræstikerfa 3 Önnur tilfallandi verkefni 3 Menntunar- og hæfniskröfur 3 Reynsla í blikksmíði eða öðru sambærilegu 3 Sveinsbréf eða önnur menntun sem nýtist í starfi 3 Hæfni í mannlegum samskiptum og færni til að vinna vel í teymi Það sem er okkur ofarlega í huga er: Reglusemi, stundvísi, metnaður og jákvæðni á vinnustað Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar: blikk@bls.is 18 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.