Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2024, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 03.07.2024, Blaðsíða 4
Nýjustu aflögunarmælingarnar Veðurstofu Íslands, bæði GNSS og InSAR gervitunglamyndir, sýna að landrisið undir Svarts- engi heldur áfram. Hraði land- risins jókst eftir að gosi lauk og er nú orðin meiri en það sem mældist fyrir gosið sem hófst 29. maí. Hraða aflögunar má túlka sem að kvikuinnstreymi inn í kvikuhólfið á fjögurra til fimm kílómetra dýpi haldi áfram. „Með þessar forsendur að leiðar- ljósi má gera ráð fyrir að kerfið muni haga sér á svipaðan hátt og áður og að nýtt kvikuinnskot og/ eða eldgos muni eiga sér stað á ný á Sundhnúkssvæðinu á næstu vikum,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Erfitt er að sjá fyrir með vissu hvernig ástandið muni þróast. Gögnum sem safnað verður á næstu dögum/vikum munu hjálpa til við að meta stöðuna og hugsan- lega við að skilja breytingar og þróun innan kvikukerfisins. Niðurstöður líkanreikninga gefa til kynna að miðað við núverandi innflæði verður kvikuhólfið undir Svartsengi komið í svipaða stöðu og fyrir eldgosið 29. maí eftir þrjár til sex vikur. Frá og með deginum í dag er því líklegt að kvikuhlaup eða eldgos fari af stað á næstu vikum og mánuðum, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Dómsmálaráðherra gaf ríkislögreglustjóra nýlega heimild til að hefja vinnu við hækkun og styrkingu varnargarða í nágrenni Grindavíkur til þess að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir og aðrir almanna- hagsmunir verði fyrir tjóni af völdum náttúruvár sem tengjast eld- stöðvarkerfum á Reykjanesskaga. Dómsmálaherra hefur nú tekið alls sex ákvarðanir um að reisa skuli eða styrkja varnargarða á þessu svæði. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þann 18. júní síðastliðinn braust hrauntunga yfir varnargarðinn við Svartsengi. Hraunið hækkaði jafnt og þétt við varnargarðinn og áður en gosi lauk var unnið í kappi við tímann með jarðvegs- framkvæmdum og hraunkælingu. Markmiðið með hraunkælingunni var að hægja á framgangi hrauns og leitast við að stöðva hrauntauma í myndun í þeim tilgangi að styðja við jarðvegsvinnu og verja vinnu- svæðið. Hraunkælingu hefur nú verið beitt á fjórum staðsetningum við varnargarð L1 og við Grinda- víkurveg. Að mati almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra hefur mikill lærdómur verið dreginn af fram- kvæmd hraunkælingar og er það metið sem svo að þeim mark- miðum sem sett voru í upphafi hafi verið náð. Mikilvægt var að halda áfram vinnu við að hækka varnar- garðinn. Fyrri hluta júní lagði ríkislögreglustjóri til við dóms- málaráðherra að ráðist yrði sem fyrst í viðbætur við varnargarðana í Svartsengi með hækkun varnar- garðs. D ó m s m á l a r á ð h e r r a t ó k ákvörðun að fenginni framan- greindri tillögu ríkislögreglustjóra. Aukin afköst voru því við að hækka garðinn því þessi varnarlína er afar mikilvæg. Allar innri línur eru alltaf erfiðari og stutt er í orku- verið. Staðan var orðin frekar tæp og unnið var í kapp við tímann. Áætlaður viðbótarkostnaður er um 250–350 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra var heildarkostnaður framkvæmda upphaflega metinn á um sex til sex og hálfan milljarð króna en er með öllum viðbótum í dag talinn verða nærri sjö milljarðar króna. Í þeim kostnaði eru þær hækkanir og styrkingar sem nefndar hafa verið, innri garður í námunda við orkuverið og ýmiss konar aðlögun vegna vegtenginga og umhverfis- sjónarmiða við lok framkvæmda. Nú hafa 900 Grindvíkingar sótt um sölu á eignum til Fasteignafélagsins Þórkötlu og gengið hefur verið frá nærri 740 þinglýstum kaupsamningum eða um 82% þeirra sem sótt hafa um. Fjárfesting félagsins í þessum eignum er um 57 milljarðar króna, en þar af eru yfirteknar skuldir um 18 milljarðar og kaupsamningsgreiðslur um 36,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórkötlu 28. júní. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að heildarfjöldi umsækjenda verði allt að 950 og að heildarfjárfesting félagsins verði allt að 75 milljarðar króna. Félagið hóf fyrir nokkru að taka við eignum frá seljendum og hefur félagið tekið á móti nærri 400 eignum í Grindavík. Tekið verður á móti nærri 300 eignum í júlí og ágúst. Kaflaskil urðu í verkefninu í síðustu viku þegar félagið hóf ferlið við endanlegan frá- gang kaupa við fyrstu seljendurna með lögskilauppgjöri, afsali og afsalsgreiðslum. Eins og við aðra framkvæmd þessara kaupa er frágangur lögskilauppgjörs og afsals með rafrænum hætti, þ.e. rafrænum undir- skriftum og rafrænni þinglýsingu. Mark- visst er nú unnið í þeim umsóknum þar sem ýmsar hindranir og frávik hafa komið upp. Þetta eru oft nokkuð flókin mál sem krefjast ítarlegri skoðunar, svo sem vegna undanþágu um lögheimili, dánarbúa, vanda við afléttingu veða eða skilgreinds bygg- ingarstigs. Verið er að leita lausna fyrir bú- seturéttarhafa en útfærsla þeirra mála hefur reynst flókin. Áfram verður unnið að því að finna farsæla lausn. „Heilt yfir gengur þetta vel hjá okkur. Fyrirkomulag skilafunda með eigendum hefur komið vel út og frágangur þeirra á eignunum hefur yfirleitt verið til fyrir- myndar. Nú er komin af stað vinna við lög- skilauppgjör og afsöl og hún fer vel af stað,” segir Örn Viðar Skúlason, framkvæmda- stjóri Fasteignafélagsins Þórkötlu í til- kynningunni. „Stóra verkefnið framundan er svo utanumhald og rekstur eignanna í Grindavík og við erum að skoða hvernig best sé að standa að því.“ Þórkatla hefur tekið á móti nærri 400 eignum í Grindavík Varnargarðar kosta um sjö milljarða króna Búast við kvikuhlaupi og/eða eldgosi á Sundhnúkasvæðinu n Land rís með auknum hraða í Svartsengi en erfitt að sjá hvernig ástandið þróast Hraun rennur að varnargörðunum í eldgosinu þann 29. maí síðastliðinn. Nú er verið að hækka þessa garða. VF/Ísak Finnbogason Vinna í gangi við varnargarða í Svartsengi. VF/Hilmar Bragi 4 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.