Víkurfréttir - 03.07.2024, Síða 10
Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í grindavík tók til starfa 1.
júní en þann dag tóku ný lög þar af lútandi gildi á alþingi. Hægt er
að nálgast lögin sem eru númer 40, 16. maí 2024, á síðu alþingis;
althingi.is en til að koma þessu af lagamáli yfir á mannamál, var
formaður framkvæmdanefndarinnar, árni Þór Sigurðsson, tekinn tali.
Tilgangur og markmið nefndar-
innar er þessi:
n Tryggja skilvirka og hagkvæma
úrlausn verkefna vegna jarð-
hræringa í Grindavíkurbæ,
n Hlúa að íbúum Grindavíkur-
bæjar og stuðla að farsæld
þeirra til framtíðar,
n Stuðla að öflugu atvinnulífi í
Grindavíkurbæ,
n Grindavíkurbær verði öruggt
samfélag með trausta innviði og
þjónustu sem miðar að þörfum
samfélagsins.
„Eins og fram kemur í upphafi
laganna er tilgangur nefndarinnar
fjórþættur. Verkefnið er auðvitað
krefjandi og við þrjú sem skipum
nefndina komum utan frá má
segja, það var skynsamlegt tel ég
að fá alls óháðan aðila að þessu
veigamikla verkefni. Bæjarstjórn
Grindavíkur verður samt áfram
starfandi og tekur allar stærri
ákvarðanir með okkur. Ég er bara
búinn að vera í nokkra daga í
starfi og strax degi eftir að fram-
kvæmdanefndin hóf störf fengum
við risavaxið verkefni í hendurnar,
Grindavík var orðin rafmagnslaus
og því þurfti auðvitað að kippa
strax í liðinn. Það gekk vel að leysa
úr því verkefni og svona held ég
að við munum fá verkefnin upp
í hendurnar og þurfum einfald-
lega að bregðast við hverju og einu
þeirra eins vel og við getum. Við
erum hægt og örugglega að fá til-
finningu fyrir verkefninu, höfum
átt tvo góða fundi með bæjarstjórn-
inni og höfum fundað með þeim
ráðuneytum sem koma að málinu,
með almannavörnum og Veðurstof-
unni. Eins höfum við átt fundi með
HS Veitum, lögreglunni, Vegagerð-
inni, fulltrúum atvinnulífsins og
verkalýðshreyfingarinnar svo það
hefur verið í nógu að snúast fyrir
okkur til þessa. Það var kominn
tími til að færa öll þessi stóru
verkefni sem voru dreifð út um
allt, undir einn og sama hattinn.
Það var leitað til mín snemma í
maí að taka að mér formennsku í
þessari nefnd og væntanlega fékk
ég kallið vegna reynslu minnar úr
sveitar- og borgarstjórnarmálum
og eins var ég í stjórn sambands
sveitarfélaga. Ég var búinn að
vera sendiherra í Danmörku en
ákvað að svara kallinu og takast á
við þetta spennandi og krefjandi
verkefni. Með mér í nefndinni eru
Gunnar Einarsson, fyrrum bæjar-
stjóri í Garðabæ og Guðný Sverris-
dóttir sem var lengi sveitarstjóri í
Grenivík.“
Þjónusta við alla Grindvíkinga
Þegar nefndin var kynnt í fjöl-
miðlum í maí kom fram eitt af
hlutverkum hennar, að hlúa að
þeim Grindvíkingum sem hafa
flutt í burtu. Blaðamanni fannst
áhugavert að þetta sé eitt af verk-
efnum nefndarinnar því venjan er
að þegar fólk flytur annað og þá
oftast lögheimili sitt í leiðinni, að
þá þiggur það viðkomandi þjón-
ustu í því sveitarfélagi þangað sem
það flytur.
„Eitt af því fyrsta sem við
munum gera er að koma á fót þjón-
ustuteymi fyrir íbúa Grindavíkur-
bæjar, þ.e. á sviði félagsþjónustu,
skólamála, frístundaþjónustu,
barnaverndarmála, málefni eldri
borgara, fatlaðra og jafnvel úrræði
á sviði vinnumarkaðsmála. Ég skil
hugsunina með að fólk sem hefur
flutt lögheimili sitt, sæki eftir
þessari þjónustu sem ég taldi upp,
hjá því sveitarfélagi sem það flytur
til en hafa ber í huga að þannig
er staðan í fæstum tilvikum, fólk
er nauðbeygt að flytja í burtu frá
Grindavík og við teljum nauðsyn-
legt að halda utan um þennan hóp
Grindvíkinga. Án þess að búið sé
að gera könnun á því þá er það til-
finning okkar að flestir vilji snúa
aftur til baka, þess vegna teljum við
þetta góða leið. Hafa ber í huga að
þetta er tímabundið verkefni, við
erum ráðin fram að næstu sveitar-
stjórnarkosningum árið 2026 og á
þeim tíma verður mjög gott að geta
haldið utan um Grindvíkinga.
Koma að áhættumati í Grindavík
Við munum koma að áhættumati
í Grindavík í samvinnu við ríkis-
lögreglustjóra og koma að fram-
kvæmdum í bænum, þá bæði hvað
varðar innviði og viðgerðir á götum
og stígum. Eins munum við annast
framkvæmd aðgangsstýringar til
Grindavíkurbæjar, við munum
koma að upplýsingamiðlun svo það
má sjá á upptalningunni að þetta
er veigamikið verkefni.“
Árni Þór hafði heyrt af hinum
svokallaða „Aftur heim“-hópi og
hann segir að nefndin ætli sér
að þjóna báðum hópum, þeim
Grindvíkingum sem ætla að bíða
storminn af sér og treysta sér ekki
til að flytja strax heim, og þeim sem
eru nú þegar fluttir heim eða eru
að undirbúa flutning á næstunni.
„Við munum ekki skilja á milli
Grindvíkinga, við erum komin til
að þjóna þeim öllum, hvort sem
viðkomandi er fluttur í Grindavík
og vill sjá uppbyggingu hefjast
strax í bænum, eða hvort viðkom-
andi þurfi félagsþjónustu t.d. eins
og ég nefndi. Það er mín tilfinning
að flestir vilji gjarnan snúa „aftur
heim“ og því munum við sinna
öllum Grindvíkingum af bestu
getu.
Höfum heyrt af óánægju
Grindvíkinga
Hvenær byrjað verður að laga
bæinn treysti ég mér ekki til að
segja til um á þessum tímapunkti,
við erum svo nýlega tekin til starfa.
Ég hef farið í eina vettvangsferð
í bæinn eftir að nefndin tók til
starfa og við þurfum að átta okkur
á umfanginu áður en við tökum
ákvarðanir. Eins vil ég ekki tjá mig
um lokunarpóstana, hvaða álit ég
hafi á þeim. Ég vil setja mig vel
inn í starfið áður en ég tek stórar
ákvarðanir en við munum reyna
að vinna sem mest í tengslum við
Grindavík, við teljum það nauð-
synlegt svo við séum betur með
puttann á púlsinum. Við höfum
heyrt af óánægju Grindvíkinga
varðandi Þórkötlu, við munum
setja okkur í samband við for-
svarsfólk félagsins og ég er sann-
færður um að mörg af þessum
atriðum sem Grindvíkingar eru
ósáttir við, stafa af samskiptaleysi
eða skorti á upplýsingum og slíkt
er auðvelt að laga. Ég er bjartsýnn
á framtíð Grindavíkur, hef fulla trú
á að þessi nýja framkvæmdanefnd
muni hjálpa Grindvíkingum að
ná vopnum sínum á ný og bærinn
byggist upp sem fyrst svo fremi að
náttúruöflin setji ekki fleiri strik í
reikninginn. Ég hlakka virkilega
til samstarfsins,“ sagði Árni Þór að
lokum.
Hvað er framkvæmdanefnd Grindavíkur að fara gera?
Framkvæmdanefndin mun
sinna öllum Grindvíkingum
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
LJÓSMYND: STJÓRNARRÁÐIÐ
Árni Þór Sigurðsson, fremstur á mynd, í Grindavíkurheimsókn á dögunum.
Drengur fæddur 26. júní á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Þyngd: 3.616 grömm. Lengd: 52 sentimetrar.
Foreldrar heita Katla Rún Garðarsdóttir og Halldór Garðar Hermannsson.
Þau eru búsett í Reykjanesbæ.
Ljósmóðir: Telma Ýr Sigurðardóttir.
Stúlka fædd 29. júní á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Þyngd 3.476 grömm. Lengd 50,5 sentimetrar.
Foreldrar heita Agnieszka Monica Kredens og Marcin Mikolajczyk.
Þau eru búsett í Reykjanesbæ.
Ljósmóðir: Telma Ýr Sigurðardóttir.
N Ý B U R A R
Stefnubreyting á fyrirkomulagi
leikskóla Reykjanesbæjar
Tillögur starfshóps um bættar starfsaðstæður í leikskólum voru til
umræðu á síðasta fundi menntaráðs Reykjanesbæjar þann 14. júní.
Á fundi menntaráðs 24. maí síðastliðinn voru tillögur starfshóps
um bættar starfsaðstæður í leikskólum Reykjanesbæjar lagðar
fram og var afgreiðslu málsins frestað.
Tillögurnar þrjár eru lagðar fram
með það í huga að bæta starfsað-
stæður á leikskólum vegna stytt-
ingar vinnuvikunnar og mönn-
unar í nýjum leikskólum í Reykja-
nesbæ. Ljóst er að stytting vinnu-
vikunnar er orðin umfangsmikill
hluti af störfum vinnandi fólks
í landinu enda bundin í kjara-
samninga.
Í starfshópnum sem vann að
tillögunum voru leikskólafull-
trúi, sviðsstjóri menntasviðs,
mannauðsstjóri, kjörnir fulltrúar
í menntaráði, fulltrúi leikskóla-
stjóra, fulltrúi leikskólakennara,
fulltrúi starfsfólks leikskóla og
fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Tillögurnar fela í sér stefnu-
breytingu á fyrirkomulagi leik-
skóla Reykjanesbæjar. Lagt er
til að fjölga frídögum leikskóla,
að bjóða foreldrum að skrá barn
sitt í færri klukkustundir í leik-
skólann gegn lægra gjaldi og að
veita afslátt af leikskólagjöldum
til leikskólakennara gegn ákveðnu
vinnuframlagi.
Svipaðar breytingar hafa verið
gerðar í öðrum sveitarfélögum til
að laða fólk til starfa í leikskólum
og bregðast við áhrifum styttingar
vinnuvikunnar.
Eftir umfjöllun um tillögurnar
á fundi menntaráðs þann 24. maí
2024 var málinu frestað. Í fram-
haldi voru tillögurnar ræddar
í bæjarstjórn Reykjanesbæjar
sem hefur málið nú til skoðunar.
Vegna sumarleyfis bæjarstjórnar
er það í höndum bæjarráðs að
taka ákvörðun um tillögurnar í
samráði við menntaráð Reykja-
nesbæjar.
Tekið skal fram að tillagan um
sex klukkustunda gjaldfrjálsan
leikskóla mun þýða lækkun á
tekjum til Reykjanesbæjar og þarf
bæjarráð því sérstaklega að fjalla
um þá tillögu.
Menntaráð mun funda með
bæjarráði ásamt sviðsstjóra
menntasviðs á næstu vikum til
að ræða málið nánar. Auk þess
verður reynsla annarra sveitar-
félaga af samskonar breytingum
í leikskólamálum rýnd. Mikilvægt
er að vinna áfram með tillögur
starfshópsins af fagmennsku og
ábyrgð.
Menntaráð þakkar starfs-
hópnum um bættar starfsað-
stæður í leikskólum Reykja-
nesbæjar fyrir gott og faglegt
starf, segir í fundargerð þar sem
menntaráð vísar tillögum starfs-
hópsins til bæjarráðs til frekari
umræðu.
10 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM