Upp í vindinn - 01.05.2004, Side 26

Upp í vindinn - 01.05.2004, Side 26
...upp í vindinn Straumfræðileg hönnun yfirfalls við Kárahnjúkastíflu Hönnun yfirfalls Hálslóns á Kárahnjúkastíflu er tæknilega mjög krefjandi viðfangsefni. Landfræði- legar aðstæður setja tegund yfirfallsins þröngar skoróur og eyóa þarf mörg hundruð megawatta orku þegar vatnið steypist niður í Hafrahvamma- gljúfur án þess að öryggi Kárahnjúkastíflu verði ógnað. í þessari grein er stuttlega lýst hönnun yfir- fallsins og þeim tæknilegu vandamálum sem þarf að leysa. Inngangur Landsvirkjun vinnur nú að byggingu Kára- hnjúkavirkjunar (690 MW) sem sjá mun ál- veri Fjarðaáls á Reyðarfirði fyrir orku. Hönn- un virkjunarinnar er að mestu leyti í höndum KEJV, hóps fimm verkfræðifyrirtækja, ís- lenskra og erlendra, sem VST leiðir. Straumfræðileg hönnun yfirfalls við Kára- hnjúkastíflu er í höndum sérfræðinga VST í samvinnu við Electrowatt í Sviss. í upphaflegri hönnun Kárahnjúkavirkjunar var gert ráð fyrir að yfirfall Hálslóns yrði á austari hliðarstíflu lónsins, Desjarárstíflu. Vatnið hefði þá verið leitt niður Desjárárdal og hefði sameinast núverandi farvegi Jökulsár á Dal neðan við Hafrahvammagljúf- ur. Þessi útfærsla var tiltölulega einföld tæknilega séð og þar með ódýr. Gallinn við hana voru hlutfallslega mikil umhverfisáhrif þar sem vatninu hefði verið veitt niður dal- inn með tilheyrandi áhrifum á núverandi far- veg Desjarár og á gróður umhverfis ána. Það var því eitt af skilyrðum umhverfisráð- Sigurður M. Garóarsson aLauk lokaprófi í bygg- ingarverkfræói frá Háskóla íslands 1991. Hann stundaði framhaldsnám við University of Washington og lauk þaóan meistaragráðu í byggingarverk- fræói 1993, meistaragráðu í hagnýtri stærófræði 1995 og doktorsprófi í straum- og vatnafræði 1997. Hann starfaði hjá WEST Consultants í Seattle 1997-2000, hjá Verkfræóistofu Sigurðar Thoroddsen hf. (VST) 2000-2003, og sem dósent við Verkfræðideild Háskóla íslands frá 2003. herra, þegar úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar var breytt, að yfirfallið skyldi flutt yfir á Kára- hnjúkastíflu og vatnið leitt í Hafrahvamma- gljúfur neðan stíflunnar eins og mynd 1 sýn- ir. Með þessu móti er Desjarádal hlíft og rennsli verður í gljúfrunum seinni part sum- ars, þegar rennsli er á yfirfallinu. Gunnar Guðni Tómasson ■ Lauk lokaprófi í byggingarverkfræði frá Háskóla íslands 1986. Hann stundaói framhaldsnám við Massachusetts Institute of Technology og lauk þaðan meistara- og doktors- prófum í straumfræói 1988 og 1991. Hann starfaði hjá Verkfræðistofunni Vatnaskilum á árunum 1991-1994, var dósent við Verkfræðideild Háskóla íslands 1993-1998, en hefur starfað hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. (VST) frá árinu 1995 sem sérfræðingur í straumfræði og yfirverkfræðingur þróunar- og umhverfissviðs. jökulám sem geta verið umtalsverðar. Lónið er því notað til að geyma vatn frá einum tíma til annars, sem jafngildir geymslu á raf- magni, og er í raun eina leiðin til að geyma verulegt magn af rafmagni. Yfirföll eru nauðsynleg til að verja þær stíflur sem mynda lónið. Þegar lónið er fullt af vatni getur innrennsli í lónið hæglega orð- ið mun meira en rennsli til virkjunarinnar, t.d. vegna stórs úrkomuatburðar eða mikill- ar jökulbráðar á vatnasviðinu. Við þær kring- umstæöur mun hækka enn í lóninu og ef ekki væri til staðar yfirfail til að hleypa þessu auka vatni úr lóninu myndi vatns- borðið hækka uns renna færi yfir stíflurnar sem þá gætu hugsanlega rofnað með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Afkastageta yfir- falla ræðst því af eiginleikum vatnasviðs- ins, stærð hugsanlegra úrkomuatburða og hversu mikil miðlun er fólgin í lóninu, en hún ræðst af flatarmáli lónsins við yfirfalls- hæðina. Mynd 1. Horft yfir Hálslón og staðsetningu yfirfallsins (Ijósmyndin er tekin af heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar: www.karahnjukar.is). Almennt um yfirföll lóna Miðlunarlón eru mynd- uð sem hluti af vatns- aflsvirkjun þegar rennsli til virkjunarinnar er ekki jafnt og miðla þarf vatni frá einu tímabili til ann- ars. Þegar jökulár eru virkjaðar er megintilgang- ur lónsins að miðla vatni frá sumri, þegar mesta rennsli er vegna jökul- bráðar, yfir á veturinn þegar rennsli er mun minna. Lónin jafna einn- ig styttri sveiflur, t.d. dægursveiflur rennslis í 26

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.