Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 26

Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 26
...upp í vindinn Straumfræðileg hönnun yfirfalls við Kárahnjúkastíflu Hönnun yfirfalls Hálslóns á Kárahnjúkastíflu er tæknilega mjög krefjandi viðfangsefni. Landfræði- legar aðstæður setja tegund yfirfallsins þröngar skoróur og eyóa þarf mörg hundruð megawatta orku þegar vatnið steypist niður í Hafrahvamma- gljúfur án þess að öryggi Kárahnjúkastíflu verði ógnað. í þessari grein er stuttlega lýst hönnun yfir- fallsins og þeim tæknilegu vandamálum sem þarf að leysa. Inngangur Landsvirkjun vinnur nú að byggingu Kára- hnjúkavirkjunar (690 MW) sem sjá mun ál- veri Fjarðaáls á Reyðarfirði fyrir orku. Hönn- un virkjunarinnar er að mestu leyti í höndum KEJV, hóps fimm verkfræðifyrirtækja, ís- lenskra og erlendra, sem VST leiðir. Straumfræðileg hönnun yfirfalls við Kára- hnjúkastíflu er í höndum sérfræðinga VST í samvinnu við Electrowatt í Sviss. í upphaflegri hönnun Kárahnjúkavirkjunar var gert ráð fyrir að yfirfall Hálslóns yrði á austari hliðarstíflu lónsins, Desjarárstíflu. Vatnið hefði þá verið leitt niður Desjárárdal og hefði sameinast núverandi farvegi Jökulsár á Dal neðan við Hafrahvammagljúf- ur. Þessi útfærsla var tiltölulega einföld tæknilega séð og þar með ódýr. Gallinn við hana voru hlutfallslega mikil umhverfisáhrif þar sem vatninu hefði verið veitt niður dal- inn með tilheyrandi áhrifum á núverandi far- veg Desjarár og á gróður umhverfis ána. Það var því eitt af skilyrðum umhverfisráð- Sigurður M. Garóarsson aLauk lokaprófi í bygg- ingarverkfræói frá Háskóla íslands 1991. Hann stundaði framhaldsnám við University of Washington og lauk þaóan meistaragráðu í byggingarverk- fræói 1993, meistaragráðu í hagnýtri stærófræði 1995 og doktorsprófi í straum- og vatnafræði 1997. Hann starfaði hjá WEST Consultants í Seattle 1997-2000, hjá Verkfræóistofu Sigurðar Thoroddsen hf. (VST) 2000-2003, og sem dósent við Verkfræðideild Háskóla íslands frá 2003. herra, þegar úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar var breytt, að yfirfallið skyldi flutt yfir á Kára- hnjúkastíflu og vatnið leitt í Hafrahvamma- gljúfur neðan stíflunnar eins og mynd 1 sýn- ir. Með þessu móti er Desjarádal hlíft og rennsli verður í gljúfrunum seinni part sum- ars, þegar rennsli er á yfirfallinu. Gunnar Guðni Tómasson ■ Lauk lokaprófi í byggingarverkfræði frá Háskóla íslands 1986. Hann stundaói framhaldsnám við Massachusetts Institute of Technology og lauk þaðan meistara- og doktors- prófum í straumfræói 1988 og 1991. Hann starfaði hjá Verkfræðistofunni Vatnaskilum á árunum 1991-1994, var dósent við Verkfræðideild Háskóla íslands 1993-1998, en hefur starfað hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. (VST) frá árinu 1995 sem sérfræðingur í straumfræði og yfirverkfræðingur þróunar- og umhverfissviðs. jökulám sem geta verið umtalsverðar. Lónið er því notað til að geyma vatn frá einum tíma til annars, sem jafngildir geymslu á raf- magni, og er í raun eina leiðin til að geyma verulegt magn af rafmagni. Yfirföll eru nauðsynleg til að verja þær stíflur sem mynda lónið. Þegar lónið er fullt af vatni getur innrennsli í lónið hæglega orð- ið mun meira en rennsli til virkjunarinnar, t.d. vegna stórs úrkomuatburðar eða mikill- ar jökulbráðar á vatnasviðinu. Við þær kring- umstæöur mun hækka enn í lóninu og ef ekki væri til staðar yfirfail til að hleypa þessu auka vatni úr lóninu myndi vatns- borðið hækka uns renna færi yfir stíflurnar sem þá gætu hugsanlega rofnað með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Afkastageta yfir- falla ræðst því af eiginleikum vatnasviðs- ins, stærð hugsanlegra úrkomuatburða og hversu mikil miðlun er fólgin í lóninu, en hún ræðst af flatarmáli lónsins við yfirfalls- hæðina. Mynd 1. Horft yfir Hálslón og staðsetningu yfirfallsins (Ijósmyndin er tekin af heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar: www.karahnjukar.is). Almennt um yfirföll lóna Miðlunarlón eru mynd- uð sem hluti af vatns- aflsvirkjun þegar rennsli til virkjunarinnar er ekki jafnt og miðla þarf vatni frá einu tímabili til ann- ars. Þegar jökulár eru virkjaðar er megintilgang- ur lónsins að miðla vatni frá sumri, þegar mesta rennsli er vegna jökul- bráðar, yfir á veturinn þegar rennsli er mun minna. Lónin jafna einn- ig styttri sveiflur, t.d. dægursveiflur rennslis í 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.