Upp í vindinn - 01.05.2004, Page 28

Upp í vindinn - 01.05.2004, Page 28
...upp í vindinn Rennslislengd (m) Mesta mogulega flóð (PMF) — - Q = 100 m3/s Hönnunarflóð — Q = 50 m3/s Q = 200 m3/s Mynd 4: Áætlaður straumhraði í hliðarskurði og rennu. unarflóöum og stífluhasðum eins og aö ofan er rakið. Yfirfallsskurðurinn beygir neðst svo að rennslið stefni eftir stefnu rennunnar þegar það rennur að henni. • Neðan við yfirfallsskurðinn tekur við bein renna, um 500 m löng, niður að brún gljúfursins. Halli rennunnar er umtals- verður þar sem efri endi hennar er í um 600 m y.s. hæð, en neðri endinn í um 540 m y.s. Streymið breytist fer því frá að vera lygnt í hliðarskurðinum yfir í stríð- an straum (e. super-critical) í rennunni. Við mikið rennsli getur straumhraðinn orðið allt að 30 m/s, sem er mjög hár straumhraði. Við slíka straumhraða verð- ur veruleg hætta á slittæringu (e. cavita- tion). Það er þvf líklegt að lofta þurfi rennslið til að koma í veg fyrir slittær- ingu. Frá enda rennunnar mun vatnið steypast í tilkomumiklum fossi um 100 m niður í gljúfurbotninn. Straumhraðar í hliðarskurðinum og renn- unni fyrir mismunandi rennsli eru sýndir á mynd 4. Eins og sjá má verður hraðinn mjög hár við mikið rennsli, sem gerir hönnunina tæknilega krefjandi. Öll rennslisleiðin verð- ur steinsteypt og huga þarf sérstaklega að slittæringu. Rof í Hafrahvammagljúfri Þegar rennunni sleppir á gljúfurbarmin- um fellur vatnið í fossi niður í gljúfrið. Rof- kraftur slíkrar vatnsbunu er geysimikill og huga þarf vandlega að eiginleikum bununn- ar, hvert hún stefnir, hversu djúp og breið hún er, o.s.frv. Sérstaklega þarf að huga að því hvort beygja þurfi bununa neðst í renn- unni og einnig hvort ástæða sé til að beina henni upp á við með stökkpalli (e. flip buck- et) við enda rennunnar og/eða brjóta hana upptil aö minnka rofkraft hennar. Umfangs- mikil skoðun hefur verið farið fram á styrk bergveggjanna og gljúfurbotnsins til að kanna rofþol þeirra. Mynd 5 sýnir bergvegg- inn í grennd við neðri enda yfirfallsrennunn- ar. Líkangerð Hönnun yfirfallsins er langt á veg komin. Lokaáfanginn stendur nú yfir, en hann felst í byggingu líkans af yfirfallinu í mælikvarð- anum 1:45. Tilraunastofa ETH háskólans í Zurich í Sviss annast líkangerðina. í til- raunastofunni er hæð líkansins frá gljúfur- botni upp að vatnsborði lónsins rúmlega 4 m og lengd líkansins frá hliðarskurði niður að enda yfirfallsrennunnar um 15 m. Hér er því um talsvert mannvirki að ræða. Til að líkja eftir hönnunarflóði (1300 m3/s) munu renna um 100 l/s af vatni um líkanið í til- raunastofunni og til að líkja eftir aftakaflóði (2300 m3/s) um 170 l/s. Öll straumfræðileg hönnun yfirfallsins verður staðfest í líkaninu og fínpússuð til að tryggja að mannvirkið muni virka eins og til er ætlast yfir allt rennslissviðið. f líkaninu verða til dæmis skoðuð áhrif loftunar, dýpk- unar rennslisins vegna loftblöndunar, og hvort og hvernig lyrirkomulag stökkpalls (e. flip bucket) við enda rennunnar eigi að vera til að sem minnst rof muni eiga sér stað í Hafrahvammagljúfri. Lokaorð Lokahönnun yfirfallsins er í fullum gangi. Líkangerðin spilar þar stórt hlutverk og huga þarf vel að því hvernig koma á vatninu niður í gljúfrið þegar yfirfallsrennunni slepp- ir án þess að rofið ógni mannvirkjum virkj- unarinnar og umhverfi yfirfallsins. Gert er ráð fyrir að bygging yfirfallsins hefjist á seinni hluta þessa árs. Höfundar þakka Landsvirkjun fyrir aðstoð við skrif greinarinnar. Áhugasömum lesend- um er bent á aö ýtarlegar upplýsingar um Kárahnjúkavirkjun er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar: www.karahnjukar.is. Heimildir Elíasson, 1, 1995, Aftakarigning á ísiandi II. Verkfræðistofnun H.í. Mynd 5. Bergveggur Hafrahvammagljúfurs nálægt neðri enda yfirfallsrennunnar. 28

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.