Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 28

Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 28
...upp í vindinn Rennslislengd (m) Mesta mogulega flóð (PMF) — - Q = 100 m3/s Hönnunarflóð — Q = 50 m3/s Q = 200 m3/s Mynd 4: Áætlaður straumhraði í hliðarskurði og rennu. unarflóöum og stífluhasðum eins og aö ofan er rakið. Yfirfallsskurðurinn beygir neðst svo að rennslið stefni eftir stefnu rennunnar þegar það rennur að henni. • Neðan við yfirfallsskurðinn tekur við bein renna, um 500 m löng, niður að brún gljúfursins. Halli rennunnar er umtals- verður þar sem efri endi hennar er í um 600 m y.s. hæð, en neðri endinn í um 540 m y.s. Streymið breytist fer því frá að vera lygnt í hliðarskurðinum yfir í stríð- an straum (e. super-critical) í rennunni. Við mikið rennsli getur straumhraðinn orðið allt að 30 m/s, sem er mjög hár straumhraði. Við slíka straumhraða verð- ur veruleg hætta á slittæringu (e. cavita- tion). Það er þvf líklegt að lofta þurfi rennslið til að koma í veg fyrir slittær- ingu. Frá enda rennunnar mun vatnið steypast í tilkomumiklum fossi um 100 m niður í gljúfurbotninn. Straumhraðar í hliðarskurðinum og renn- unni fyrir mismunandi rennsli eru sýndir á mynd 4. Eins og sjá má verður hraðinn mjög hár við mikið rennsli, sem gerir hönnunina tæknilega krefjandi. Öll rennslisleiðin verð- ur steinsteypt og huga þarf sérstaklega að slittæringu. Rof í Hafrahvammagljúfri Þegar rennunni sleppir á gljúfurbarmin- um fellur vatnið í fossi niður í gljúfrið. Rof- kraftur slíkrar vatnsbunu er geysimikill og huga þarf vandlega að eiginleikum bununn- ar, hvert hún stefnir, hversu djúp og breið hún er, o.s.frv. Sérstaklega þarf að huga að því hvort beygja þurfi bununa neðst í renn- unni og einnig hvort ástæða sé til að beina henni upp á við með stökkpalli (e. flip buck- et) við enda rennunnar og/eða brjóta hana upptil aö minnka rofkraft hennar. Umfangs- mikil skoðun hefur verið farið fram á styrk bergveggjanna og gljúfurbotnsins til að kanna rofþol þeirra. Mynd 5 sýnir bergvegg- inn í grennd við neðri enda yfirfallsrennunn- ar. Líkangerð Hönnun yfirfallsins er langt á veg komin. Lokaáfanginn stendur nú yfir, en hann felst í byggingu líkans af yfirfallinu í mælikvarð- anum 1:45. Tilraunastofa ETH háskólans í Zurich í Sviss annast líkangerðina. í til- raunastofunni er hæð líkansins frá gljúfur- botni upp að vatnsborði lónsins rúmlega 4 m og lengd líkansins frá hliðarskurði niður að enda yfirfallsrennunnar um 15 m. Hér er því um talsvert mannvirki að ræða. Til að líkja eftir hönnunarflóði (1300 m3/s) munu renna um 100 l/s af vatni um líkanið í til- raunastofunni og til að líkja eftir aftakaflóði (2300 m3/s) um 170 l/s. Öll straumfræðileg hönnun yfirfallsins verður staðfest í líkaninu og fínpússuð til að tryggja að mannvirkið muni virka eins og til er ætlast yfir allt rennslissviðið. f líkaninu verða til dæmis skoðuð áhrif loftunar, dýpk- unar rennslisins vegna loftblöndunar, og hvort og hvernig lyrirkomulag stökkpalls (e. flip bucket) við enda rennunnar eigi að vera til að sem minnst rof muni eiga sér stað í Hafrahvammagljúfri. Lokaorð Lokahönnun yfirfallsins er í fullum gangi. Líkangerðin spilar þar stórt hlutverk og huga þarf vel að því hvernig koma á vatninu niður í gljúfrið þegar yfirfallsrennunni slepp- ir án þess að rofið ógni mannvirkjum virkj- unarinnar og umhverfi yfirfallsins. Gert er ráð fyrir að bygging yfirfallsins hefjist á seinni hluta þessa árs. Höfundar þakka Landsvirkjun fyrir aðstoð við skrif greinarinnar. Áhugasömum lesend- um er bent á aö ýtarlegar upplýsingar um Kárahnjúkavirkjun er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar: www.karahnjukar.is. Heimildir Elíasson, 1, 1995, Aftakarigning á ísiandi II. Verkfræðistofnun H.í. Mynd 5. Bergveggur Hafrahvammagljúfurs nálægt neðri enda yfirfallsrennunnar. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.