Upp í vindinn - 01.05.2004, Side 31

Upp í vindinn - 01.05.2004, Side 31
...upp í vindinn i notaðar í styrkingar jafnt í lóðrétta stoð- veggi þar sem þær eru tengdar við fram- hlið og í fláastyrkingar. Eru á margan hátt heppilegar þar sem auðvellt er að tengja þær við framhliðina. Grindur ná mikilli festu þar sem steinar krækjast í götin (e. interlocking effect). • Jarðhólf (e. geocells): Gerð úr plastefn- um sem mynda hólf. Notað í styrkingar bóeði til að styrkja fláa og einnig til að reisa stoðveggi þá með jarðgrindum ef hseð veggja er mikil. Jarðhólf eru notuð við byggingu snjóflóðavarnargarða á Siglufirði. Þar eru hólfin 15 sm há og er raðað upp til að mynda 4,0 - 5.5 m háa stoðveggi efst í görðunum. • Samsetningar (e. geocomposites): Sam- bland úr öðrum flokkum, t.d. dúkur og net eða grind í einu og sama stykkinu. Samsetningar eru oft notaðar til styrk- ingar þar sem drenera þarf vatn úr styrktu fyllingunni. Samsetningar hafa þannig fjölbreyttara hlutverk. • Ræmur og stangir (e. stríps and bars): Ræmurnar eru lagðar í fyllingu og ná festu með núningi við fyllingarefnið. Á ræmurnar eru líka settar ribbur til að auka enn núninginn við fyllinguna. Ræm- urnar geta verið bæði úr stáli eða plasti. Þær eru eingöngu notaðar til að byggja stoðveggi með mismunandi framhlið. Stangir eru notaðar með akkerum eins tíðkast oft í hafnargerð. í framhliðum stoðveggja og fláa sem gerð eru úr styrktum jarðvegi eru ýmsar lausnir mögulegar. Mikil þróun hefur verið á síðustu árum í þessum efnum. Helstu val- möguleikar í framhliðinni eru eftirfarandi: • Forsteyptar einingar: Einingar til að hlaða upp sem tengjast við styrkingarnar í fyllingunni. Einingar eru mun efnisminni en ef veggurinn bæri álagið einn. Miklir valmöguleikar í útliti og áferð. • Grindur: Grindurnar eru úr teinum með ca. 100 mm möskvum og flatjárn nær ut- an um þær og tengir þær við ræmur inni í fyllingunni. Allt stál með þykkri galvan- húðun. Steinarnir næst grindunum eru sérvaldir 100 - 200 mm. Býður upp á náttúrulegra útlit framhliðar. Svona kerfi er notað í snjóflóðavarnarmannvirkjum í Neskaupstað. • Körfur (e. gabions): Tilbúnar körfur úr stálneti eða grindum sem fylltar eru með sérvöldu grjóti og þeim hlaðið hverri ofan á aðra til að mynda vegg. Stálnetið er oft- ast um 3 mm þykkt og hægt að fá það með PVC húðun. Sérvaldir steinar í kist- unum. Aftan úr körfunum gengur oftast net eða jarðgrind, sem tengist í fyNing- una. Býður einnig upp á náttúrulegt útlit því steinarnir eru mun meira áberandi heldur en netið í körfunum. Vegagerðin hefur nýtt slíkar kistur meðfram veginum á Óshlíð til að stöðva grjót úr hlíðinni og hindra að það lendi á veginum. Snjó- flóðavörn ofan við Sorpþrennslustöö ísa- fjarðarbæjar er einnig reist með slíkri tækni. • Dúkar: Mögulegt er að láta dúka sem notaðir eru sem styrking í fyllingunni einnig mynda framhliðina. Þetta er helst kostur til bráðabirgöa þar sem dúkarnir eru þá óvarðir. Þó er unnt að verja þá með sprautusteypu eða öðru efni. Sú út- færsla hefur verið notuð erlendis að nota stór vörubfladekk til að verja framhliðina en það er ekki raunhæfur kostur hérlend- is þar sem flytja þyrfti inn dekkin. • Jarðhólf: Jarðhólfin mynda framhliðina. Komið er fyrir gróöurmold í fremstu hólf- unum þ.a. möguleiki sé á að framhliðin grói upp. Efni verður að hafa mótstöðu gagnvart útfjólubláu Ijósi. Kostir og gallar styrkts jarðvegs Hér verður farið yfir þá kosti og galla sem fylgja notkun styrkts jarövegs í stað hefð- bundins stoðveggjar. Ekki er um tæmandi lista að ræða. Helstu kostir við notkun styrktsjarðvegs: • Meðfærilegt kerfi: Styrktur jarðvegur býður upp á mikinn sveigjanleika í upp- setningu og jafnvel síðari viðbótum. Veggurinn er byggður upp jafnóðum og fyllingin er lögð út og þjöppuð. Fyrirferða- mikill og tímafrekur mótauppsláttur er óþarfur. Dæmi eru um að slíkt mannvirki hafi verið tekið niður og fært. Mynd 3: Virkni jarðgrinda 31

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.