Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 31

Upp í vindinn - 01.05.2004, Blaðsíða 31
...upp í vindinn i notaðar í styrkingar jafnt í lóðrétta stoð- veggi þar sem þær eru tengdar við fram- hlið og í fláastyrkingar. Eru á margan hátt heppilegar þar sem auðvellt er að tengja þær við framhliðina. Grindur ná mikilli festu þar sem steinar krækjast í götin (e. interlocking effect). • Jarðhólf (e. geocells): Gerð úr plastefn- um sem mynda hólf. Notað í styrkingar bóeði til að styrkja fláa og einnig til að reisa stoðveggi þá með jarðgrindum ef hseð veggja er mikil. Jarðhólf eru notuð við byggingu snjóflóðavarnargarða á Siglufirði. Þar eru hólfin 15 sm há og er raðað upp til að mynda 4,0 - 5.5 m háa stoðveggi efst í görðunum. • Samsetningar (e. geocomposites): Sam- bland úr öðrum flokkum, t.d. dúkur og net eða grind í einu og sama stykkinu. Samsetningar eru oft notaðar til styrk- ingar þar sem drenera þarf vatn úr styrktu fyllingunni. Samsetningar hafa þannig fjölbreyttara hlutverk. • Ræmur og stangir (e. stríps and bars): Ræmurnar eru lagðar í fyllingu og ná festu með núningi við fyllingarefnið. Á ræmurnar eru líka settar ribbur til að auka enn núninginn við fyllinguna. Ræm- urnar geta verið bæði úr stáli eða plasti. Þær eru eingöngu notaðar til að byggja stoðveggi með mismunandi framhlið. Stangir eru notaðar með akkerum eins tíðkast oft í hafnargerð. í framhliðum stoðveggja og fláa sem gerð eru úr styrktum jarðvegi eru ýmsar lausnir mögulegar. Mikil þróun hefur verið á síðustu árum í þessum efnum. Helstu val- möguleikar í framhliðinni eru eftirfarandi: • Forsteyptar einingar: Einingar til að hlaða upp sem tengjast við styrkingarnar í fyllingunni. Einingar eru mun efnisminni en ef veggurinn bæri álagið einn. Miklir valmöguleikar í útliti og áferð. • Grindur: Grindurnar eru úr teinum með ca. 100 mm möskvum og flatjárn nær ut- an um þær og tengir þær við ræmur inni í fyllingunni. Allt stál með þykkri galvan- húðun. Steinarnir næst grindunum eru sérvaldir 100 - 200 mm. Býður upp á náttúrulegra útlit framhliðar. Svona kerfi er notað í snjóflóðavarnarmannvirkjum í Neskaupstað. • Körfur (e. gabions): Tilbúnar körfur úr stálneti eða grindum sem fylltar eru með sérvöldu grjóti og þeim hlaðið hverri ofan á aðra til að mynda vegg. Stálnetið er oft- ast um 3 mm þykkt og hægt að fá það með PVC húðun. Sérvaldir steinar í kist- unum. Aftan úr körfunum gengur oftast net eða jarðgrind, sem tengist í fyNing- una. Býður einnig upp á náttúrulegt útlit því steinarnir eru mun meira áberandi heldur en netið í körfunum. Vegagerðin hefur nýtt slíkar kistur meðfram veginum á Óshlíð til að stöðva grjót úr hlíðinni og hindra að það lendi á veginum. Snjó- flóðavörn ofan við Sorpþrennslustöö ísa- fjarðarbæjar er einnig reist með slíkri tækni. • Dúkar: Mögulegt er að láta dúka sem notaðir eru sem styrking í fyllingunni einnig mynda framhliðina. Þetta er helst kostur til bráðabirgöa þar sem dúkarnir eru þá óvarðir. Þó er unnt að verja þá með sprautusteypu eða öðru efni. Sú út- færsla hefur verið notuð erlendis að nota stór vörubfladekk til að verja framhliðina en það er ekki raunhæfur kostur hérlend- is þar sem flytja þyrfti inn dekkin. • Jarðhólf: Jarðhólfin mynda framhliðina. Komið er fyrir gróöurmold í fremstu hólf- unum þ.a. möguleiki sé á að framhliðin grói upp. Efni verður að hafa mótstöðu gagnvart útfjólubláu Ijósi. Kostir og gallar styrkts jarðvegs Hér verður farið yfir þá kosti og galla sem fylgja notkun styrkts jarövegs í stað hefð- bundins stoðveggjar. Ekki er um tæmandi lista að ræða. Helstu kostir við notkun styrktsjarðvegs: • Meðfærilegt kerfi: Styrktur jarðvegur býður upp á mikinn sveigjanleika í upp- setningu og jafnvel síðari viðbótum. Veggurinn er byggður upp jafnóðum og fyllingin er lögð út og þjöppuð. Fyrirferða- mikill og tímafrekur mótauppsláttur er óþarfur. Dæmi eru um að slíkt mannvirki hafi verið tekið niður og fært. Mynd 3: Virkni jarðgrinda 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.