Mímir - 01.03.1967, Síða 3

Mímir - 01.03.1967, Síða 3
M í M I R BLAÐ FÉLAGS STÚDENTA í ÍSLENZKUM FRÆÐUM 6. árg. — 1. tbl. — Reykjavík — marz — 1967 Ritnefnd: Bjarni Ólafsson Einar G. Pétursson (ábm.) Höskuldui' Þráinsson Prentsmiðja Jóns Helgasonar UM BLAÐIÐ Enn einu sinni sér nú Mímir dagsins Ijós. Ekki er hann í þetta sinn neitt fyrr á ferð- inni en oft áður, og verður hér engum sérstökum um kennt. Nú hefur ný ritnefnd haf- ið störf, og er vonandi, að seinna blað þessa árgangs komi ekki eins seint út og tím- inn á þessu blaði gefur til kynna. Hin nýja ritnefnd er að meirihluta skipuð stúdent- um úr B. A. skipulagi, og er það vonandi til að hvetja þá stúdenta til virkra starfa í þágu blaðs og félags. Stúdentar eftir eldra skipulagi fara nú úr þessu að draga sig í hlé frá virkum félagsstörfum. Mímir hefur notið álits út á við, og ýmsa hefur furðað, að jafnfámennt deildarfélag skuli geta haldið út blaði, sem svo til eingöngu er skrifað af stúdentum í deildinni. Ekki verður hér lagður á það neinn dómur, hvort efni þessa blaðs verður til að auka hróður Mímis, heldur skal á þetta bent. Ef hægt á að vera að gefa þetta rit út sem hingað til, verða allir félagar í Mími að slá skjaldborg um heiður þess, sem aldrei má bresta. Að lokum þakkar ritnefndin öllum, sem blaðið hafa styrkt og stutt á einhvern hátt. 3

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.