Mímir - 01.03.1967, Blaðsíða 42

Mímir - 01.03.1967, Blaðsíða 42
STÚDENTAR MUNIÐ 10 prósent AFSLÁTTINN Aðalstræti 4 er gerður á sönnum fróðleik og vafasömum, og verður það að teljast ágalli. Ætla mætti, að getið væri um menn sem Olaf Sveinsson í Purkey, sem skráði álfasögur á undan flestum öðrum, en hans er að engu getið. Það hefði mátt geta um Oxn- eyinga, sem um gengu hálfgerðar Bakkabræðra- sögur. Ekki er getið, að Jón Bjamason á Ballará hafi að öllum líkindum samið fyrstu sögu ís- ienzka á seinni öldum, þótt að öðru leyti sé hans getið. Þessi upptalning gæti verið miklu lengri, en hér skal látið staðar numið. Þá er í þriðja lagi að athuga efnismeðferð hverrar einstakrar greinar. Mjög er algengt, að áttir og hreppar séu vitlaust staðsett. Sé viðkom- andi bær sögustaður að fornu og nýju er ekki fjallað um atburði í tímaröð heldur í engri röð svo grautarlega, að ruglingi veldur fyrir ókunn- uga. Nefna má sem dæmi: Flatey á Breiðafirði, Staðastað á Snæfellsnesi og Skarð. Ef menn koma við sögu á tveim stöðum er millitilvísun oft eng- in eða villandi. Má þar nefna Magnús Ketilsson í Búðardal og Jakob Jóhannesson Smára á Sauðafelli, o. s. frv. Af þeim 68 uppsláttarorðum, sem tekin eru úr mínu heimahéraði, er meira en helmingur, sem eitthvað er áfátt við. Þetta hefur það í för með sér, að aldrei er hægt að treysta bókinni. Eg hef rætt um þessa bók við tvo heimildarmenn hennar. Sögðust þeir hafa verið beðnir um upp- lýsingar í ferðahandbókina, en ekki bók á borð við þessa. Annar þeirra sagði um hlut sinn í bókinni: „Ég hef ekki séð neitt, sem rétt er eftir mér haft." Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú, að í rauninni er bókin aðeins uppkast, sem þarfnast verulegra endurbóta. Höfundi var þetta ljóst. Bók sem þessa kostar mikla vinnu að semja og leita þarf til margra manna og margvíslegra heimilda. Nú hefur bók þessi verið endurprent- uð með öllum vitleysunum í stað þess að bíða eitthvað með endurútgáfu, sem yrði þá með eitt- hvað færri vitleysum. Er þarna dæmi um, hvern- ig ekki á að vinna að bókaútgáfu. Einar G. Pétursson 42

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.