Mímir - 01.03.1967, Blaðsíða 30

Mímir - 01.03.1967, Blaðsíða 30
skaparháttur er Hannesi hér hugfólginn, og tel- ur hann vafalaust slíkan ljóðstíl hæfa túlkun- inni betur. Um þennan Ijóðaflokk segir höfund- ur annars sjálfur: „Fyrirmyndirnar eru að vísu teknar úr þjóðsögum en í rauninni er það nú- tímamaðurinn sjálfur sem talar í kvæðunum en ekki þjóðsagnapersónur þótt það sé látið heita svo. I hverju kvæði fer tveimur sögum fram."1 Það er að vísu ekki vandséð, að Hannes vill gæða þessar gömlu sögur nýju lífi, inni- haldi, er skírskoti til nútímamannsins og þeirr- ar válegu veraldar, sem er. Hitt er annað mál, að mér virðist honum ekki lánast það fyllilega; tilfinningalegt hlutleysi hans er of eindregið. 011 birta þessi kvæði ótta og skelfingu, tví- sýnu, öryggisleysi mannsins í viðsjárverðum heimi og vitundina um, að: Allt er í viðjum, einnig ósnortin, hrein fegurð: syngja svanir að boði hins svarteyga trölls. (Fimmta rödd, bls. 17). I Fjórðu rödd segir (bls. 16): Einn ég dingla í gálga úr grjóti gefinn svöngu fuglamori erfinginn að átján líkum undir sefi í mýrartjörn engu nema átján líkum engu nema grimmd og dauða. Einkasonur Axlar-Bjarnar. Arfahlutur okkar kynslóðar er vitundin um meiri grimmd og dauða en áður hefur gengið yfir þessa jörð. Og það eru gömul sannindi, en alltaf ný, að syndir feðranna koma niður á börnunum. — Þannig er höfuðtilgangur þess- ara ljóða túlkun þess ógnandi sannleika, sem sí- fellt vofir yfir höfði nútímamannsins. Hið sama er raunar að segja um bókina í heild, og er því yfirbragð hennar allt þyngra og dapurlegra en fyrri bóka skáldsins. Annar kafli nefnist Hinar tvær áttir. Hann hefst á Ijóðinu Söknuður (bls. 29), sem mun ort í tilefni andláts föður skáldsins. Þannig skoðað verður ljóð þetta að teljast allfrumlegt, en mér virðist líkingin vel valin og tilfinningin einlæg, sem að baki stendur. — Gott er og Odysseifur (bls. 32), en e. t. v. enn betra Ijóðið um Mælifellshnjúk (bls. 35). Það er mjög fág- að og hnitmiðað, þótt stutt sé. Hnjúkurinn er „risavaxinn persónuleiki með flestar mannlegar eigindir ...; víðsýn persóna sem skynjar alla nátt- úru landsins í einni svipan og er síðan borin saman við hinn skammsýna mann sem býr í svefnugum dölum og glámsýnum borgum að storkandi návist hennar."2 — Bezt þýkir mér þó næstsíðasta ljóð kaflans, samnefnt honum (bls. 38). Þar segir frá þeirri örskömmu leið, sem maðurinn þarf raunar ekki að fara, en geysist þó sífellt, „út á fjarlægan hjara / jarðar / og stjarna." En síðan segir: Það er langt þangað sem ég þarf að komast endalaus ganga um annarlega slóð ferðin heim inn í hjörtu mannanna. Og þó svo ég talaði tungum engla. Hér er vísað til 1. Korintubréfs Páls postula (13, 1) um kærleikann. Þessi mynd er fögur og áhrifamikil, en auðskilin hverjum, sem nennir að lesa með athygli, — einnig milli línanna. Þá er komið að þriðja kafla bókarinnar, Stund einskis, stund alls, og virðist mér ekki áhorfsmál, að hann er merkastur í bókinni. Það, sem fyrst vekur athygli, er, að formið er hér frjálslegra en áður hjá Hannesi, stuðlasetning lausleg, sums staðar engin, og endarími með öllu hafnað. Höfundur segir sjálfur um þetta at- riði: „Eg lít ekki á frjálst ljóðform sem allsherjar lausnara undan öðrum Ijóðformum. Frjálsa 30

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.