Mímir - 01.03.1967, Blaðsíða 23

Mímir - 01.03.1967, Blaðsíða 23
sérstaklega mikið þótti liggja við, og töldu menn að þær gætu ráðið örlögum einstaklinga og heilla kynþátta. Það er því ekki að undra að í mjög gömlum sögnum um gátur eiga menn að bera upp eða ráða gátur með lífið að veði. Þetta minni hefur svo fylgt gátunum löngu eftir að menn eru hættir að hafa trú á kynngi- krafti þeirra. Ymis ævintýri sem til eru víða um heim, fjalla um gátur og keppni í gátulist. Eitt þess- ara ævintýra (Aarne-Thompson 927) hefur ver- ið talið fyrirmynd Gestumblinda þáttar að nokkru leyti. Það er algengt í Norður-Evrópu. Efniskjarni þess er sá að dauðadæmdum manni er gefinn kostur á að bjarga lífi sínu með því að bera upp fyrir kóng eða dómara gátu sem þeir geti ekki ráðið. Hann ber síðan upp gátu þar sem lýst er sérstökum aðstæðum, og er gát- an ógetanleg nema menn þekki þessar aðstæð- ur eða geti gert sér í hugarlund. Oftast fylgir þessu ævintýri gáta um fuglsunga í stórgrips- haus: Fugl hefur gert sér hreiður í stórgrips- haus, og sitja ungar hans þar og syngja. Síðan er spurt hvaða höfuð syngi með tfu tungum eða einhvers því líks. Gátur af þessari tegund hafa fengið nafn af sögninni og verið nefndar „höf- uðlausnargátur”. Ein af gátum Gestumblinda lýsir einmitt hreiðri í stórgripshaus. Styrkir það hugmyndina um tengsl milli þáttarins og þessa ævintýris. Ekki er þó ástæða til að telja Gesmm- blinda þátt afbrigði þessa ævintýris. Hann er miklu sérstæðari en svo, enda hefur höfundur einnig átt völ fyrirmynda í innlendum bók- menntum. I eddukvæðum er algengt að tveir ræðist við, annar spyrji, en hinn svari. Oftast er um að ræða goðfræðilegan fróðleik, en margt fleira getur komið til. Nánustu hliðstæður Gestumblinda þáttar eru Grímnismál og Vafþrúðnismál. I báðum þeim kvæðum er Oðinn í dulargervi ein- mitt önnur aðalpersónan. I Grímnismálum er þó ekki um að ræða keppni, heldur opinberar Oðinn þar óspurður margs konar vizku. Niður- lag kvæðis og þáttar er svipað. Geirröður þekkir Oðin að lokum, rís upp og ætlar að taka hann frá eldinum, en það er þá um seinan, og Geir- röður fellur á sverð sitt og lætur lífið. Þegar Heiðrekur þekkir Oðin, rís hann einnig upp, en ætlar að vega hann með sverði sínu. Það er þessi ofdirfska sem veldur dauða Heiðreks, en ekki hitt að hann tapar í keppninni. Mestur er þó skyldleiki Gesmmblinda þáttar við Vafþrúðnismál. Þar keppir Oðinn um vizku við ríkan og vitran jötun með lífið að veði, og má lengi vel ekki á milli sjá. Loks sigrar hann þá keppni á sama hátt og keppnina við Heiðrek. Kvæðinu lýkur svona: „Fjöld eg fór, fjöld eg freistaðag, fjöld eg reynda regin; hvað mælti Oðinn, áður á bál stigi, sjálfur í eyra syni?" „Ey manni það veit, hvað þú í árdaga sagðir í eyra syni; feigum munni mæltag mína forna stafi og um ragna rök; nú eg við Oðin deildag mína orðspeki; þú ert æ vísastur vera!" Hér hefur nú verið sýnt að umgerð gátnanna er samsett úr ólíkum þáttum. Að öllum svip er frásögnin þó rammíslenzk og fjarri því að nokk- ur ævintýrablær sé á henni. Það er hér eins og víðar í fornum bókmennmm að erlent efni hef- ur verið tekið og fært í íslenzkan búning, sem fer því svo vel að hvergi sér misfellu. Agætlega hefur tekizt að gæða þáttinn dramatískri spennu. Sjálfur vizkuguðinn keppir við ríkan og vitran konung, og má lengi ekki á milli sjá. Slíkur leikur getur þó ekki endað nema á einn veg, og Oðinn grípur til leyndardómsins sem honum einum er kunnur. Verður þá konungur að láta undan. En keppnin hefur gripið hann of sterk- um tökum. Hann reynir að vinna á Oðni, en þá eru örlög hans ráðin. 23

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.