Mímir - 01.03.1967, Blaðsíða 6

Mímir - 01.03.1967, Blaðsíða 6
ig er bent á, að ákvæðið nái einungis til þeirra stúdenta, er stundi nám skv. eldri reglugerð. Tekið er fram, að deildin hafi ekki talið sér fært að fara fram á breytingu á reglugerðarákvæðum, er enn hafi ekki komið til framkvæmda. A fundi í Mími 8. febr. s. 1. var rætt um málið. Kom fram almenn ánægja félagsmanna með þessa breyt- ingu. Nú mun lauslega fjallað um efni viðbótar- ákvæðisins, en það er yfirleitt það skýrt, að fátt getur orkað tvímælis um inntak þess. Þó skal bent á, að hér er að formi til um heimildar- ákvæði að ræða. Því þarf að sækja um það sér- staklega til deildarinnar að fá að þreyta prófið í áföngum. Hins vegar má telja víst, að slíkri um- sókn yrði að jafnaði svarað játandi. Athyglis- vert er, hve tímatakmörkunin milli fyrsta og síðasta áfanga er rúm, og hefur í þessu tilliti ver- ið gengið lengra til móts við stúdenta en farið var fram á. Hins vegar er það nokkuð miður, að ákvæðið nær einungis til þeirra, er stunda nám skv. eldri reglugerð. Þó þykir mér sennilegt, að unnt yrði að vinna að því, að slík tilhögun næði einnig til annarra, a. m. k. ef tilhögun þessi þykir gefa góða raun. Að síðusm skal það ítrekað, hversu mikla framför hér er um að ræða, og skal það metið að verðleikum. Astæða er til að hvetja stúdenta, er stunda nám skv. eldri reglugerð, til þess að íhuga gaumgæfilega efni viðbótarákvæðisins og skipuleggja nám sitt síðan í samræmi við þessar breyttu aðstæður. Er stœrsta og fullkomnasta samkomuhús landsins. Kvikmyndahús og hljómleikasalur Háskólabló er eign Sáttmálasjóðs, og rennur allur ágóði til menningarstarfsemi í landinu. 6

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.