Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 11
Noregs árið 1814. Með þessu fellur stjórnin að
fyrra bragði frá kröfu sinni til þessara landa í
þeirri von, að það geri Dani örlitlu vægari í
skuldaskiptunum.
Karl Jóhann kaus að fara aðra leið og vafa-
laust vænlegri til árangurs. I janúar 1819 sendi
hann fulltrúa sínum í samningunum fyrirmæli
um að krefjast þess, að Noregur fengi Færeyjar,
Island og Grænland. Þó skyldi fallið frá þessari
kröfu, ef Danir féllust á tilboð hans að öðru
leyti. Það er því enginn grundvallarmunur á
stefnu Karls Jóhanns og norsku stjórnarinnar.
Hann vill aðeins halda kröfunni til þess að hafa
eitthvað, sem auðvelt væri að falla frá á síðustu
stundu.
Þegar hér var komið sögu, var Norðmaður-
inn Paul Christian Holst fulltrúi Norðmanna í
samningunum. Hann fær ekki orð fyrir að hafa
verið mikill stjórnmálamaður, og hann virðist
ekki hafa skilið þessa aðferð Karls Jóhanns.
Holst mun hafa þótt krafan um hjálendurnar
svo fráleit, eftir það sem á undan var gengið, að
hann bar hana ekki fram fyrr en eftir að Karl
Jóhann hafði ítrekað fyrirmæli sín, og þá á þann
hátt, að það varð gjörsamlega máttlaust.
Þess var ekki langt að bíða, að Karl Jóhann
félli líka frá kröfunni um hjálendur Noregs.
Stórveldin gerðu honum ókleift að halda áfram
þófinu um skuldaskiptin, og 1. september 1819
var undirskrifaður samningur milli konungs
Noregs og Svíþjóðar annars vegar og Danakon-
ungs hins vegar, þar sem kveðið er á um hlut-
deild Noregs í greiðslu ríkisskuldanna. Sam-
komulagið er reist á Kielarsamningnum og felur
í sér viðurkenningu á gildi hans varðandi skulda-
skiptin. Hjálendurnar eru ekki nefndar, en helzt
er að skilja á samkomulaginu, að því sé ætlað að
viðurkenna Kielarsamninginn um öil þau atriði,
sem ekki hafði áður verið samið um á annan
hátt. En hvernig sem það hefur verið skilið, hafa
vafalaust allir aðilar verið á einu máli um, að
kröfu Noregs til Islands, Grænlands og Færeyja
yrði ekki hreyft framar.
Að þessu loknu var aðeins eftir að ganga frá
einu atriði varðandi skuldaskiptin. Attu Norð-
menn að greiða allt það fé, sem konungur Nor-
egs og Svfþjóðar hafði tekið að sér að greiða, eða
áttu Svíar að taka að sér hluta af greiðslunni?
Þetta var ekki eingöngu fjárhagslegt mál. Það
varðaði einnig stöðu Noregs sem sérstaks ríkis í
sambandinu við Svía. Norðmönnum var þvert
um geð að taka á sig alla greiðsluna, enda illa
undir það búnir. A hinn bóginn þótti hæpið að
krefjast þess, að Svíar tækju þátt í greiðslu
skulda norska ríkisins. Lauk svo, að norska stór-
þingið féllst á að veita fé til allrar greiðslunnar.
I samþykkt þingsins um þetta er rækilega tekið
fram, að þar með skuli allar gagnkvæmar kröf-
ur Danmerkur og Noregs vegna sambands land-
anna vera úr sögunni.
Með þessari samþykkt girtu Norðmenn sjálfir
endanlega fyrir, að þeir gætu gert frekari kröfu
til hinna gömlu skattlanda sinna. Osennilegt er,
að þetta hafi verið tilgangur þeirra. Sennilega
hafa þeir valið þetta orðalag til þess að fyrir-
byggja frekari kröfur frá Dana hálfu, þótt það
kynni að virðast óþarft. En krafan um hjálend-
urnar hafði heldur ekkert gildi, eftir að skulda-
skiptin voru til lykta leidd.
Y
Það er athyglisvert, hversu ósamkvæmir Norð-
menn eru sjálfum sér í þessu máli öllu. Það eru
næsta ólíkar hugmyndir, sem þeir hafa um rétt
þjóðarinnar, þegar um er að ræða íbúa Islands,
Grænlands og Færeyja eða þegar um rétt þeirra
sjálfra er að ræða. I norskum söguritum er yfir-
leitt ekki fjallað um þessi mál öðruvísi en í sam-
bandi við önnur og mikilvægari atriði norskrar
sögu á þessum árum. Vel kann því að vera, að
norskir sagnfræðingar hafi veitt þessu misræmi
athygli, þótt þeir hafi ekki orð á því.
Hvað Noreg sjálfan varðaði, reism Norðmenn
stefnu sína á kenningunni um fullveldi þjóðar-
innar, eftir að konungur hafði afsalað sér valdi
sínu. Varðandi hjálendurnar héldu þeir hins veg-
ar fram sögulegum rétti Noregs. Þeir gleymdu
þannig, að Islendingar höfðu svarið Friðriki kon-
ungi þriðja og örfum hans einveldi og höfðu
aldrei látið í ljós neina ósk um að gangast undir
11