Mímir - 01.03.1967, Side 17
í fyrra erindinu lýsir skáldið blómi í garði:
Eg Leit i Einum garde,
yfrid fagurt blöm,
Og:
einatt a mig starde
Auds firer fagranw Röm,
sú listug Lilianw fröm.
En í síðara erindinu afhjúpar skáldið mynd-
ina. Það kemur skýrar í Ijós, að kveðið er um
ástmey; hún er blómið í garðinum, en garður
getur um þessar mundir merkt, býli, höfuðból.
Ovenjuleg er í kveðskap tíðarinnar samlíking sú,
sem dregin er upp í síðara erindinu:
riett sem Rösenœ hvijta,
eda Rin«e blod i sniá,
Og ósjálfrátt kemur Mjallhvítarmyndin upp í
huga manns. Eftirtektarverð er líka notkun lýs-
ingarorðanna: fögur, yfrið fögur og nýt, vcen.
Auk þess er stúlkan lystug, þ. e. a. s. kát, og
hún er hýr á að líta. Táknmál þessa kvæðis er
þó athyglisverðast; blómanöfnin lilja og rós
voru í kaþólskum sið notuð um heilaga guðs-
móður; voru tákn hreinleikans. Hjá Páli er rós-
in hvít að lit, og liljan er fróm. Hvítur getur
ekki merkt annað hér en flekklaus, og frómur
þýðir auðvitað guðhræddur.
Kvæði þetta er samt ekki lýtalaust; stuðla-
setningin í fyrra erindinu í 3. og 4. vísuorði er
bágborin, og er sennilegast, að brenglazt hafi í
meðförum. En kostir kvæðisins, hinn barnslegi
innileiki þess og hin lipra orðanotkun, vega
þennan ágalla upp. Kvæðið hefur líka á sér
svip skáldskapar með framandi, suðrænum þjóð-
um, enda mun Páll vera fyrsta íslenzka skáldið,
sem líkir ástmey sinni við blóm í garði, að
hætti erlendra skálda.
I inngangi ritsins, Kvæði og dansleikir I,
segir útgefandinn, Jón Samsonarson, m. a. svo
um afmorskvæði:25
AfmorskvæSin voru tízkubundin. Þar er nóg um
vananotkun orða og hugmynda, og stundum getur sú
spurning hvarflað að þeim sem tortryggnir eru, hvort
skáldin séu raunar í sárum eða hvort þau láta einvörð-
ungu berast með og yrkja eins og venjan býður...
Kvæðin eru skert og stundum vafalaust brengluð, en
það hefur viljað svo til, að þau standa eftir sem full-
trúar lýriskrar kvæðagreinar sem manni er að minnsta
kosti leyfilegt að gruna, að hafi átt sér traustar rætur
með þjóðinni á sínum tíma...
J. S. skýrir einnig svo frá efni nokkurra við-
laga við vikivakakvæði:26
í dálitlum hópi viðlaga bregður fyrir framandi nátt-
úrumyndum sem ekki verður mjög mikið vart í
vikivakakvæðum ella. Hér er lundur og eik, rós og
lilja.
I títtnefndum kvæðum Páls má gjörla sjá
frændsemi við þjóðkvæðið.27 Hann kann greini-
lega að meta þýðlega hrynjandi þess; Ijóðmálið
er og af sömu ætt. I kvæðinu um Eikarlundinn
notfærir hann sér raunar einn þátt þess, sem er
alkunnugt minni í bókmenntum miðalda og allt
fram undir aldamótin 160028 og kemur víða
fram í þjóðkvæðum. Þetta er lýsingin á stað
lystisemdanna, locus amoenicus; þessa sér m. a.
merki í:29
Þangað vildi eg líða
á þann aldinskóg
sem lífsins vaxa liljurnar
og lofleg blómstrin góð;
þangað vildi ég líða.
Og:
Fagurt er á firði
þar formaðurinn ró(r);
þó er fegra í lundi
þar liljan grór.
Eða:
Mig langar eftir lund einum
þar liljan grór.
Og þó svo ég bregði mér til Þýzkalands, verð-
ur sama minni fyrir mér; farandsveinninn held-
ur í morgunsárið út í skóg:30
Ich rit einmal spacieren
durch den wald
darin da hört ich singen
die wöglein jung und alt
die Troffel und fraw Nachtigal;
sie sungen von heller stimmen,
dass in dem wald erhal.
Lágþýzkt afbrigði hljómar:
17