Mímir - 01.03.1967, Side 19

Mímir - 01.03.1967, Side 19
Kvæðið er nánast eftirmæli, helgað Karine Gyldenstjerne. Tréð fellur hér vegna vetrar- kuldans. Eitt sinn bar rósatréð þó góðan þokka: Emeden det mon’ stande, Rosen nock sandelig Spredde i mange Lande, Som det da gaff fra sig: Den Luct kand mand ey sige Huor sterck aff Rosen’ gick, Thi fra den maatte vige Alt Ont sem Rosen’ fick. RIGlig fick alle Mande Aff det stor Hielp oc Trpst, Naar de for det mon’ stande Oc klaget deris Brpst; Kunde de kon paa r0re Det Rosentræ met Haand, Stor Trost hiem kunde fpre, Ehuor de boede i Land. OFVER to statlig Lande Sin’ Græne haffde vdstrackt, Baade Quinder oc Mande Beuaret met sin mact: Ut dem kund’ intet r0re, Ei onde solck ey N0d, Saadant da mon’ det gi0re, Thi hendis Fruct vaar s0d. Eikarlundur Páls er líkingardæmi um skamm- æja ævi mannsins. Þetta norska dæmi er að- eins líking; konunni er líkt við rósatré. Um svip- aða tækni er að ræða; skyldleikinn er auðsær. Þessi Ijóð, sem hér hefur verið vitnað til, eru einkum fóstur aðals- og góðborgara í Norður- álfu á 16. öld. Aðalsmenn aldarinnar gáfu stétt- arbræðrum fyrri alda ekkert eftir að munúð. I Danmörku tíðkast það að yrkja og syngja þessi ljóð, og voru þau kveðin jafnt ástmeyjum sem elskhugum. Junkærar sendu dáindispíkum óð sinn á bókum. Þetta er öld póesíubókanna jafnt og flugblaðanna. Dandimaðurinn Páll fer að dæmi hinna erlendu höfðingja; hann heldur sig líka að aðalsmanna hætti. Heimildir eru fyrir því, að hann hafi siglt oftar en einu sinni utan og hann rekur um skeið verzlun við Þjóðverja í Flatey.38 Páll virðist hafa verið vel menntaður maður; hann hefur lesið rit Machiavellis, og í bréfi til Odds biskups Einarssonar klykkir hann út með vísu, sem hann kallar „atgatoliskan málshátt",39 en þar kann að vera átt við Agatokles, forn- konung einn, sem Machiavelli minnist á í riti sínu II Principe, Furstanum.40 Páll hefur og fundið smjörþefinn af skáldskaparkenningum Wittenbergsskólans, en einkenni þeirrar stefnu var að fylla kvæðin af alls kyns fróðleik.41 Og vel má vera, að honum hafi fundizt meira til um þau kvæði sín en Eikarlundinn og Blómið í garðinum. Eins og áður er drepið á, hefur S. N. getið sér þess til, að Páll hafi í kvæðinu um Eikarlundinn orðið fyrir óbeinum áhrifum frá Ronsard. Það er þó harla ólíklegt; áhrifa Ronsards og kenninga le Pleiades fer ekki að gæta að neinu marki í Norðurálfu fyrr en með Martin Opitz, sem uppi er á sama tíma og Hallgrímur Pétursson.42 Reyndar mun eitt þýzkt skáld, Paulus Melissus Schede, síðar bókavörður í Heidelberg og sam- tímamaður Páls, vera undir áhrifum frá Ron- sard. En eftir hann er mjög lítið kunnugt. Full- yrðing P. E. O., að annað „ástakvæði" Páls Jóns- sonar, —■ hann nefnir ekki hvaða kvæði — , sé þýtt úr erlendu máli hefur ekki við rök að styðj- ast.43 Þau skáld, sem voru Páli samtíma, virðast lítt vera snortin af þeirri skáldskapartízku, sem hann er fulltrúi fyrir í þeim tveimur kvæðum, sem hér hefur verið fjallað um. Táknmáls þeirrar kveð- skapargreinar verður ekki vart í öðrum kveð- skap þeirra daga. Ljóðmál þjóðkvæðisins, eink- um í viðlögunum og stefjum, er að vísu skylt; vísur Fiðlu-Bjarnar eru af öðrum toga og senni- lega yngri. Og sé litið á önnur kvæði Páls, eru þau úr annarri átt; sá kveðskapur sýnir, að Páll hefur verið hnyttinn hagyrðingur, og meinfynd- inn, þegar bezt lætur. Þessi tvö kvæði hafa því líka sérstöðu meðal annars kveðskapar hans. Þau eru merkilegust fyrir þá sök, að þar djarfar fyrir nýjum degi í íslenzkri lýrik; barokktímabil- ið er að renna upp. Háskóla Islands, Reykjavík, 1967. 19

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.