Mímir - 01.03.1967, Síða 22
VÉETEINN ÓLASON:
GATUR GESTUMBLINDA
í Hervarar sögu og Heiðreks* er þáttur um við-
skipti HeiSreks konungs og manns er hét Gest-
umblindi. HeiSrekur var voldugur konungur,
hafSi veriS óeirinn á yngri árum, en var nú aS
mestu seztur á friSarstól. Heiðrekur hafði sett
þá reglu aS hver sá sem eitthvaS bryti af sér
gegn honum, skyldi eiga kost á aS leysa sig meS
því aS bera upp gátu sem hann gæti ekki leyst.
Þátturinn um viSskipti þeirra Gestumblinda
hefst svo:
Maður hét Gestumblindi, ríkur og mikill óvinur
Heiðreks konungs. Konungur sendi honum orð, að
hann kæmi á fund hans að sættast við hann, ef hann
vill halda lífinu. Gestumblindi var ekki spekingur
mikill... Það ráð tekur Gestumblindi, að hann blótar
Óðinn til fulltings sér og biður hann líta á sitt mál og
heitur honum miklum gæðum.
Er ekki aS orSlengja þaS. ÓSinn kemur til Gest-
umblinda, skiptir ham viS hann og fer á fund
HeiSreks. Tekur hann síSan aS bera upp gátur.
* Hér er stuðzt við útgáfu Jóns Helgasonar, Heiðreks
saga —■ Hervarar saga ok Heiðreks konungs, Kbh.
1924. Tilvitnanir eru hér með nútímastafsetningu.
Leshætti hef ég valið úr handritum eftir geðþótta
mínum og aðhyllzt tvær eða þrjár leiðréttingar.
Þessi grein er samtíningur og uppsuða úr tveim-
ur köflum í ritgerð til fyrri hluta prófs í íslenzk-
um fræðum, sem samin var fyrir hálfum tug ára.
Þessi samtíningur var fluttur í Ríkisútvarpi á ný-
afstöðnu afmæli Mímis, fél. stúdenta í íslenzkum
fræðum, og birtur hér fyrir tilmæli ritnefndar, þctt
ekki væru honum ætluð þau örlög í fyrstu.
HeiSrekur ræSur allar gáturnar, en undrast vizku
Gestumblinda. Þar kemur aS lokum aS ÓSinn
grípur til þess ráSs aS bera fram spurningu sem
hann kann einn aS svara:
SegSu þaS þá hinzt,
ef þú ert hverjum konungi vitrari:
HvaS mælti ÓSinn
í eyra Baldri,
áSur hann væri
á bál hafSur?
HeiSrekur konungur segir: „ÞaS veiztu einn,
rög vættur.” HeiSrekur fyllist nú heift og
reynir aS vega ÓSin, en þaS mistekst vitanlega.
Hlýmr hann brátt háSulegan dauSdaga fyrir
tilstilli ÓSins.
Gátur Gestumblinda eru 37 aS lokaspurning-
unni meStalinni. Ekkert af handritum sögunn-
ar geymir þær þó allar. Þetta gátusafn er ein-
stakt í íslenzkum fornbókmenntum, en gáturn-
ar eru svo haglega gerSar aS ekki verSur um
villzt aS listin aS geta gátur hefur veriS vel
kunn hér á landi og staSiS á háu þroskastigi.
Gátulistin er annars ævaforn. Hægt er aS
finna heimildir um gátur fyrir 3000 árum, og
sjálfsagt eru þær miklu eldri. MeSal frumstæS-
ustu þjóSa hafa menn oftast þá trú aS gátun-
um fylgi eitthvert yfirnáttúrlegt kynngimagn.
Hafa þær því oft veriS hafSar um hönd þegar
22