Mímir - 01.03.1967, Síða 24

Mímir - 01.03.1967, Síða 24
Gátur Gestumblinda eru allar í Ijóðum, flest- ar undir ljóðahætti, en nokkrar með fornyrðis- lagi. Stíll þeirra er einnig af ætt eddukvæða, einfaldur en þróttmikill. Stutt vísuorð þessara hátta henta gátum einkar vel. Einkenni þeirra hluta sem lýst er, eru dregin fram í stuttu máli, ljóðstafir auka þunga þeirra orða sem bera að- almerkingu. Yfirleitt er komið vafningalaust að kjarna málsins og brugðið upp snjöllum líking- um, sem gefa hæfilega mikið til kynna. Góð gáta á að vera torveld, en þó augljós þegar leyndardómnum hefur verið lokið upp. Nokkur dæmi ættu að nægja til að sýna list þessara gömlu gátna. Notkun sagna er athyglisverð. Dauðum hlut- um er iðulega gefið líf með því að nota um atferli þeirra sagnir sem venja er að hafa um atferli manna. Gott dæmi um þetta er gáta um gullsmiðshamar: Hver er sá inn hvelli, er gengur harðar götur, og hefir hann þær fyrr um farið; mjög fast kyssir, sá er hefir munna tvo og á gulli einu gengur? Dæmi um glögga lýsingu þar sem ekki er einu orði ofaukið, er gátan um kóngulóna. Gesmm- blindi spyr: Hvað er það undra, er eg úti sá fyrir Dellings dyrum, fætur hefir átta, en fjögur augu og ber ofar kné en kvið? Andstæður gefa lýsingunni stundum aukinn þrótt: Hvað er það undra o. s. frv. hvítir fljúgendur hellu Ijósta, en svartir í sand grafast? „Það er hagl og regn, því að hagli lýstur á stræti, en regnsdropar sökkvast í sand og sækja 1 jorð. Nú hafa verið tekin nokkur dæmi þar sem hlutunum er hvað þrengstur stakkur skorinn. I öðrum gátum er hann heldur rýmri, og er þá ekki ósjaldan brugðið upp bráðlifandi myndum: Hverjar eru þær snótir, er um sinn drottin vopnlausar vega; inar jarpari hlífa um alla daga, en inar fegri fara? Orðin „um alla daga'' gefa þessu sérkenni- legan blæ af eilífri baráttu. Ráðningin er hnef- tafl. I nokkrum gátum er brugðið upp náttúru- myndum sem eiga fáar hliðstæður í fornum bók- menntum okkar. Sérstaklega er vítt útsýni í þessari gátu, þar sem lýst er tveimur hvönnum og „hvannkálfi": Hverjar eru þær rýgjar á reginfjalli, elur við kván kona; mær við meyju mög of getur og eigut þær varðir vera? Forliðurinn regin- finnst mér gefa útsýn yfir óra- vítt fjalllendi, þar sem engan sé að finna nema þessar einmana karlmannslausu konur. I annarri gátu segir frá því er „svanbrúðir" bera egg til hreiðurs, „en svanur er fyrir eyjar utan örðigur (hnarreistur) sá er þær gátu eggin við." Báru brúðir bleikhaddaðar, ambáttir tvær, öl(ker) til skemmu; ei var það höndum horfið né hamri að klappað, þó var fyrir eyjar utan örðigur sá er gerði. 24

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.