Mímir - 01.03.1967, Page 26
álengdar og glott við tönn þegar hirðgæðing-
arnir þyrptust um kónginn tii að fá sem stærsta
sopa úr ölkeri hans. Islendingnum fljúga í hug
grísir föður síns. Hann þarf ekki að betla mjöð
af kóngi, heldur færir honum full þess mjaðar
sem aldrei fyrnist og seint er oflaunaður.
Þannig eru þessar gátur, sem þó fjalla um
hversdagsleg og lítilmótleg efni, í senn hnitmið-
aðar og margbreytilegar. Aldir hafa liðið síðan
þær voru ortar, en þær eru lifandi kveðskapur
enn í dag.
Um gáturnar sjálfar má segja það sama og
um umgerð þáttarins: erlendur og íslenzkur
efniviður er unninn á þann hátt að úr verður
íslenzkur kjörgripur. Fjórðungur gátnanna a.
m. k. á sér erlendar hliðstæður, þótt ekki sé ætíð
víst að um beint samband sé að ræða. Við ber
að hliðstæðurnar ná einnig til formsins, og þarf
þá ekki frekari vitna við. Meira en helmingur
þeirra er þó vafalaust alíslenzkur, og allar eru
þær steyptar í íslenzkt mót.
Menn hafa bollalagt talsvert um hvernig gát-
ur Gestumblinda hafi fengið þetta íslenzka mót.
Ýmsum hefur dottið í hug að höfundur þáttar-
ins hafi snúið gátunum í Ijóð, en aðrir halda að
þær séu samsafn úr ýmsum áttum. Þá hafa menn
spurt hvort þær séu verk skálda eða alþýðan hafi
smám saman mótað þær að smekk sínum. Ekki
eru til einhlít svör við þessum spurningum. Hafi
höfundur ort einhverjar af gátunum, hefur það
áreiðanlega ekki verið nema lítill hluti þeirra,
því að hann ræður sumar rangt og umgerð hans
fellur misvel að þeim. Allmikill hluti ljóðahátt-
argátnanna er þó svo sérstæður að stíl og brag
að bein tengsl hljóta að vera á milli hvort sem
skáldið er eitt eða fleiri.
A Islandi hefur aldrei tíðkazt að greina milli
skálda og alþýðu, en óhugsandi er að nokkur af
gátum Gestumblinda hafi orðið til fyrir einhvers
konar tilviljun. Næstum í hverri einustu gátu
eru augljós listamannstök.
Gátur Gestumblinda verða aldrei taldar með
risháum eða djúpsæjum listaverkum. En þær
skipa sinn sess með prýði og auka á fjölbreytni
fornbókmenntanna; sýna að einnig á þessu sviði
stóðu forfeður okkar jafnfætis eða framar evr-
ópskum samtímamönnum sínum.
ÍSLENZK ÞJÓÐFRÆÐI:
KVÆÐI OG DANSLEIKIR
Jón Samsonarson
ÍSLENZKIR MÁLSHÆTTIR
Bjarni Vilhjólmsson og Óskar Halldórsson
ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR í FORNÖLD
Einar Ól. Sveinsson
ÞÆTTIR UM ÍSLENZKT MÁL
Halldór Halldórsson annaðist ritstjórn
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ
26