Mímir - 01.03.1967, Page 28

Mímir - 01.03.1967, Page 28
Námsbækur í mannkynssögunni er einkum stuðzt við sænk- ar, enskar og bandarískar háskólakennslubækur, auk merkra sagnfræðirita og ritgerða. Lesendum Mímis leikur eflaust einkum hug- ur á að kynnast kennslu- og bókakosti við kennslu í sögu norsku þjóðarinnar, og mun ég því einskorða mig við það efni. Það rit, sem lagt er til grundvallar í Nor- egssögunni, er „pocket”-útgáfa háskólaforlags- ins af Noregssögu eftir A. Holmsen og Magnus Jensen, sem nær fram til 1960. Þessi fjögur bindi lesa stúdentar þegar í upphafi eða jafn- hliða fyrirlestrum, sem þeir sækja. Fyrirlesarar ganga út frá því, að sögustúdentar hafi lesið þessar bækur og fara ekkert yfir þær í fyrirlestr- um né í umræðuhópum. Auk þess eru lesnar ýmsar bækur eða tímaritsgreinar, sem fjalla um mikilvægustu þætti og atburði Noregssögunnar t. d. Ólaf helga, 1152, 1814, 1884, 1905, 1940. Einnig er lögð áherzla á, að sögustúdentar læri að hagnýta sér handbækur og heimildir eins og gamlar lögbækur, Diplomatarium Norvegicum, jarðabækur o. s. frv. Einnig eru gefnir út bóka- listar yfir helstu sögurit innan hvers tímabils. Mest áherzla er lögð á tímabilin eftir 1780 og sú er einnig reyndin, að flestir stúdentar velja sér annað hvort tveggja síðustu tímabil- anna. K ennslufyrirk o mulag Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðu- hópum („seminar"), auk þess er við „grunnfag" ákveðin skyldunámskeið. A hverju misseri er lögð megináherzla á 'þrjú tímabil og fyrirlestrar einkum um þau svið. Fyrirlestrarefnin eru yfir- leitt takmörkuð við ákveðna þætti innan hvers tímabils, en ekki reynt að spanna yfir allt sögu- svið hvers tíma. Til skýringar birti ég dæmi af handahófi um fyrirlestra: Norsk politisk og sosial historie fra 800-tall- et til ca. 1150. Svensk historie ca. 1720—1809 i europisk sammenheng. 28 Oversikt over norsk historie, með særlig vekt pá politisk historie og politisk tenkning fra 1814 — ca. 1884, som ledd i forlesningsserie over Noreg's historie fra 1814 tii i dag. Mikill hluti kennslunnar fer fram í umræðu- hópum og hjá góðum stjórnendum verður þetta fyrirkomulag mun lærdómsríkara en fyrirlestrar. Strax í upphafi kennslumisseris úthlutar prófess- orinn verkefnum til þátttakenda mánuð fram í tímann. Síðan skilar hlutaðeigandi sínu verkefni fjölrituðu og dreifir vi'ku áður en efnið er rætt. Skipaðir eru andmælendur og verkefnið rætt við hringborð af þátttakendum. Verkefn- in eru yfirleitt 5—6 vélritaðar síður og einkum er tekið til athugunar, hvaða tökum höfundur hefur tekið verkefni og hvernig það er sett fram. Verða oft fjörugar og fróðlegar umræður auk þess sem höfundur lærir mikið hverju sinni um rannsóknir og rannsóknaraðferðir. Eg vil því nefna nokkur dæmi um málaflokka, sem teknir eru fyrir af umræðuhópunum: Kjelder til norsk historie 1940—1941. Emner fra norsk historie 1885—1905. Nordens historie i 1300-árene. Nyare litteratur til norslc historie i 1880-ára. Þessum málaflokkum er síðan skipt upp í 10—20 verkefni á kennslumisseri. Ætlazt er til að áögustúdentar myndi 'sjálfir smáhópa („kollokvigegrupper"), sem taka í sam- einingu námsefnið til meðferðar og ræði eink- um framsetningu og rannsóknaraðferðir höf- unda. Þessir hópar leysa einnig mörg vandamál, er upp koma við yfirferð grundvallarrita. Tvö skyldunámskeið verða sögustúdentar að taka. Félags- og hagfræðinámskeið og nám- skeið í heimildafræði. A síðustu árum hafa stúdentar í norrænum fræðum farið til Osló til vetrardvalar til að kynnast viðhorfum og fræðum frænda okkar Norðmanna. Það er von mín, að þessi kynning á sögunámi í Osló hvetji menn til slíkra ferða og veiti að nokkru svör við spurningum um þetta efni, sem yfir mig hafa rignt á nýliðnu kennslumisseri.

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.