Mímir - 01.03.1967, Page 32

Mímir - 01.03.1967, Page 32
er form þeirra of frjálslegt.''4 Má þessi ummæli til sanns vegar færa. Eins og sagt var í upphafi, býr Smnd og stað- ir hvergi nærri yfir ljóðrænum þokka á við I sumardölum, og ijóð Stundar og staða eru mis- jafnari að gæðum en fyrri bókanna tveggja. Eigi að síður er bókin merkileg, einkum vegna þeirrar dirfsku, sem höfundur sýnir í viðleitni tii freskrar og óbrotinnar tjáningar á vanda mannsins hér og nú. Sú viðleitni heppnast bezt í þriðja kafla, Stund einskis, stund alls. Þar geng- ur skáldið til návígis við uggvænlega veröld, túlkar í knöppu og djúpúðgu ljóðmáli kjarna mannlegrar baráttu í heimi vetnissprengjunnar. „Kannski eru hér (í Stund og stöðum) sum lök- ustu ljóð hans, en einnig þau sem einna djarf- legast er stefnt í nýjan áfanga.''5 Hver þessi nýi áfangi verður og hversu ferð Hannesar reiðir af, er enn ekki vitað, en við bíðum þeirrar vitn- eskju með óþreyju. Að lokum langar mig til að ræða lauslega um ljóðform Hannesar Péturssonar og höfuðein- kenni, svo og stöðu hans í íslenzkri ljóðagerð, eftir því sem slíkt er unnt um jafn ungt skáld. Einn þeirra, sem um Hannes hafa ritað, lét svo um mælt, að „hann virðist ekki hugsa kvæði sem heild fyrirfram, heldur láta ráðast, hvernig yrkist, eins og formskipunin sé honum aðal- atriði’'.6 Þessi ummæli eru að sjálfsögðu vill- andi sem mest má verða. Mér er lítt skiljanlegt, hvernig það getur farið fram hjá nokkrum, sem les kvæði Hannesar með athygli, hversu þaul- hugsuð og hnitmiðuð þau eru. Þykist ég hafa sýnt þess dæmi hér að framan. Hitt má til sanns vegar færa, að formskipunin sé honum talsvert atriði, form hans er oft býsna meitlað og sterkt. En að sjálfsögðu eru Hannesi sem öðrum góðum skáldum Ijós þau sannindi, að í skáldskap ræður ætíð mestu innihaldið, boðunin, tjáningarþung- inn. Hins vegar er vandað og fágað form vitan- lega ætíð mjög mikilsvert, fyrst og fremst vegna þess, að það auðveldar boðun skáldsins eða þeirri mynd, sem það vill sýna, leið inn í hug lesand- ans. Nefna má mörg dæmi þess í ljóðum Hann- esar, að sterkt form magnar stórbrotið innihald þyngra áhrifavaldi. I því sambandi má minna á kvæðið í Grettisbúri (Kvæðabók, bls. 19) og ennfremur ýmsa kafla í Söngvum til jarðarinnar (I sumardölum), t. a. m. IX (Sé afskræmt af fyrirferð, bis. 68), þar sem hið fimlega form hamrar ljóðið svo, að það grópast inn í vimnd lesandans. Það er alkunna, að bylting hefur átt sér stað í íslenzkri ljóðagerð á þessari öld, bæði í því, er tekur til meðferðar forms og efnis. Þetta er auð- vitað í beinu sambandi við þá gagngeru umbylt- ingu, sem orðið hefur á hag og allri stöðu ís- lenzkar þjóðar á þessu tímabili. Gömlum við- horfum hefur verið varpað fyrir róða; í stað þess að eggja menn lögeggjan að slíta af sér fjötrana og mæra land og lýð hástemmdum orðum, snúa skáldin sér æ meir að túlkun sín!s innra lífs og leggja meiri rækt við auðgun myndskynjunar sinnar. Þannig verður andinn í ljóðum yngri skálda gjörólíkur þeim, sem menn áttu að venj- ast hjá eldri skáldum, og er því eðlilegt, að nokkuð breytt form þurfi til að koma í túlkun þessa nýja anda. Sú bylting í íslenzkri ljóðlist, sem nefnd var, er vitaskuld of margþætt og margslungin til að hún hafi gerzt í skjótri svipan. Upptök hennar má rekja til nýrómantísku stefnunnar, sem ruddi sér til rúms hérlendis um aldamótin og laust eftir þau. Er ekki úr vegi að tilfæra hér ummæli Hannesar Péturssonar í ritgerð um nýrómantík- ina og nokkur skáld hennar á Islandi. Þar ræðir hann meðal annars um Sorg, Ijóð Jóhanns Sig- urjónssonar, sem vera mun fyrsta ljóð á íslenzku undir frjálsri hrynjandi, sem nokkuð kveður að: „Með þessu kvæði roðar í rauninni fyrir nýjum tíma, tíma, þegar skáldin hætta að segja hug sinn, heldur sýna hann, birta hugarástand sitt með því að velja þær sýnir í kvæðin sem bezt gefa það til kynna. En þetta er eitt höfuðeinkenn- 32

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.