Mímir - 01.03.1967, Síða 39

Mímir - 01.03.1967, Síða 39
hvarf í fögnuðinum yfir fegurð náttúrunnar og jafnvel fyrirheit ókominna daga. I samræmi við það er lýsing náttúrunnar óhemju rík að lit og blæbrigðum. Svo mikill er fögnuðurinn og lita- gleðin, að eitt skynsvið nægir ekki, heldur er tvinnað saman í vímu lit, angan, hljómi og snert- ingu. Hér er náttúrunni einkum tengd árstíð haustsins, hvíld gegn söknuði og trega, gleymska. fagna í fegurð jarðar meðan rauð og lág sólin lækkar og lyngbreiðan er ilmgrænt haf sem ber þig að hljóðri húmströnd og hylur þig gleymsku (29) hvíslar hjartað: geym þann hreina söknuð. Komið er kvöld um fjöll og kyrrðin vöknuð (84) Snorri er þó enn sami málarinn, þótt minna kveði að hinni sýnilegu, ytri náttúru að þessu sinni. Myndir trjáa eru dregnar fram fagurlega, t. d. í nýgervingarvísunni Kvöld, A foldinni og Frá rótum trjánna. Kvæðabrotin Við sjó eru einnig vel gerð. Loks mætti tilgreina kvæðið Minjar, einfalt og undurgott. Kvæði mitt er lækur í lautu hjá löngu hrundum bæ, grónum tóttum, og geymir enn og gælir við brot af grænni skál í hyl milli steina og silfurbleikan hring (ó unga hönd) sem hvarf á stekktíð fyrir löngu, löngu (20) En meðal þessara kvæða kennir margra fleiri grasa. Það, sem helzt veldur því, að lesandi sting- ur við fómm, eru þokukvæðin tvö, Myrkvi og Þoka. Hið fyrra er þannig. Dimm og köld er þokan Ég veit ekki hvar ég er veit ekki hvert ég fer en þó held ég áfram Ég veit ekki hvort syrtir veit ekki hvort birtir en þó held ég áfraf Dimm og köld er þokan og þó held ég áfram (28) Hvað því veldur, að svo vandlátt skáld og gagnrýnið á eigin verk, sem Snorri er, tekur þetta kvæði með í bók sína, er mér ráðgáta. Hitt kvæð- ið er betra — og örlítið skiljanlegra. Þokan horfir á manninn hvítum, brostnum augum, allt verður að engu fyrir ásýnd hennar. Tveir skuggar leiðumst við um horfinn heim ó hvert? (36) I þessum kvæðum og ýmsum fleiri felst ein- hvers konar örvænting, leit, óánægja, en hún verður varla lesendum nærtæk. Það er löngum veikleiki svo innhverfrar og persónulegrar kvæðasmíðar sem þessarar, að henni hættir til að gerast of myrk annars vegar, hins vegar of persónuleg. Hún höfðar þá ekki til Iesandans, enda þótt hann meti að verðleikum ýmsa kosti kvæðanna; þar brestur á viðkvæmnin ein. Mér þykir Snorra takast bezt, þegar hann heldur sig nær fornum slóðum. Hann á enn þann áslátt, það listfengi máls, sem ekkert annað skáld leikur Þorleifur Hauksson. Guðbergur Bergsson: Tómas Jónsson Metsölubók. Helgafell 1966. Undanfarinn áratug hefur íslenzkur sagnaskáld- skapur einkennzt af doða og sleni. Það blóma- skeið sem upphófst á eftirstríðsárunum fyrri 39

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.