Mímir - 01.05.1984, Síða 5

Mímir - 01.05.1984, Síða 5
VIÐTAL VIÐ HÖSKULD ÞRÁINSSON Viðmœlandi Mímis að þessu sinni er Höskuld- ur Þráinsson, prófessor. Meðal almennings er Höskuldur líklega einna þekktastur fyrir að vera einn aðalgagnrýnandi málhreinsunar- stefnunnar eins og hún hefur oft verið rekin hér- lendis um langan aldur. Meðal málfrœðinga er Höskuldur hins vegar líklega þeklítastur fyrir að vera einn helsti boðberi generatífrar mál- frœði. Generatífisminn er stundum sagður ein- kennast af örri þróun vegna þess að innan hans hafa sprottið upp margar nýjar kenningar. Við spurðum Höskuld fyrst að því hvort hann gœti gert einhverja grein fyrirþessu. Nei, það er nú víst ekki. Ætli ég segi ekki eins og þeir málfræðingar og fræðimenn sem eru vandastir að virðingu sinni. Það er ekkert hægt að svara þessu nema að skrifa um það heila bók. En, jú jú, það eru náttúrulega margvjslegar kenningar uppi en ég held nú kannski menn geri oft of mikið úr því. Þetta getur orðið svolít- ið öfgakennt og þá á tvo vegu. Önnur hliðin er sú að lesa ekkert af því sem aðrir hafa skrifað og þá halda að maður hafi fundið allt upp sjálfur sem manni dettur í hug. Það er stundum sagt að Ameríkanar séu alltof kærulausir með þetta. Þeir athugi ekki hvað aðrir hafa gert og hvort ekki geti verið að einhverjum hafi dottið eitt- hvað í hug í Evrópu. Hin hliðin er það sem kalla má evrópsku háskólahefðina eða a.m.k. þá þýsku. Ef menn eru að fást við eitthvert ákveðið efni þá byrji þeir á því að lesa allt sem um það hefur verið skrifað og skrifi síðan tugi síðna um hvað aðrir hafa sagt um málið. Það getur oft endað með því að annað hvort hafa menn engan tíma til þess að segja neitt sjálfír eða þá að hræðslan við að það sem þeir segi rekist á við eitthvað sem einhverjum öðrum hefur dottið í hug veldur því að ekkert verður úr neinu. Ætli þurfi ekki að finna einhvem milliveg þama einhvers staðar. Þessum nýju slefnum fylgja breytt viðhorf einkum hvað varðar hlutverk málfrceðinnar og málfrœðinga; málfrœðin eigi ekki að vera fyrir- segjandi heldur lýsandi. 5

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.