Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 8

Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 8
ið gert of mikið úr honum í skólunum. Ég held að málvöndun eins og hún hefur verið stunduð hafi haft tilhneigingu til þess að koma inn hjá mönnum röngum hugmyndum um það hvernig menn læri mál og hvers konar fyrirbæri málið sé. Þú nefndir „flámælið“ sem er þetta klassíska dæmi sem alltaf er nefnt til þess að sýna hvað skólarnir geta verið öflugir. En það er ein spurning sem er eiginlega aldrei spurt í því sam- bandi og hún er sú: hvað kostaði þetta? Þá á ég ekki við hvað þetta kostaði í peningum heldur hvað kostaði það í mannlegum þjáningum þeg- ar var verið að berja „flámælið“ úr mönnum austur á landi eða suður um nes? “Flámœliö“ er málbreyting sem kemur upp. En er víst að skólarnir hafi barið það niður. Gceti það ekki hafa verið málbreyting sem dó út svona af sjálfu sérfyrir tilstuðlan málkerfisins? Það gæti náttúrulega vel verið. Og það eru ekki bara skólarnir, heldur líka útvarp og aukin fjölmiðlun og allt það senr alltaf er verið að tala um í sambandi við þá hluti sem stuðla að því að samræma mál meira sjálfkrafa heldur en annars væri. En hvað viltu þá segja um hugmyndir sem eru reyndar gamlar hérlendis, það er að segja hugmyndir um samrœmingu framburðar? Já ég held að þetta sé miklu erfiðara en sumir vilja vera láta. Og ef við værum til dæmis að hugsa um það að kenna öllum í skólum einhvern tiltekinn framburð þá held ég að það geti komið út úr því ýmiss konar óeðlilegur framburður. Og svo held ég líka að það sé engin sérstök ástæða til þess að vera að samræma framburð. Ég veit ekki af hverju við ættum endilega að vera að því vegna þess að hér á landi er það lítill mállýskumunur, að hann veldur engum erfiðleikum yfirleitt. Ég held að það sé reynsla þeirra þjóða sem lagt hafa áherslu á samræmingu framburðar að upp komi ákveðin vandamál, t.d. að öllum mállýsk- um sé ekki gert jafnhátt undir höfði og fleira í þeim dúr. Og ég hef nú aldrei skilið hvernig það getur farið saman að sumir þeirra sem hafa haft áhuga á samræmingu hafi líka látið að því liggja að þeir vildu varðveita mállýskur. Ég hef alltaf ímyndað mér að samræming framburðar hlyti að vera í því fólgin meðal annars að útrýma einhverjum tilteknum mállýskum. Ég held að það væri miklu æskilegra að reyna að halda í þessar mállýskur. Þú minntist hérna að framan á álit fólks á málfrœðingum, sem sagt að þeir cettu að segja fólki til um hvað “œtti“ eða “mcetti“ segja og hvað ekki. Já, þetta kemur m.a. fram í því að menn álíta stundum að það sé ástæðulaust að vera að stuðla að rannsóknum á tungumáli, eða styðja við þær, nema þær séu eitthvað hagnýtar og geti stuðlað að því að bæta málið eða stöðva ein- hverja óheillaþróun. En þetta viðhorf stafarþað ekki að einhverju leyti af því hvernig málfrceðin hefur verið kennd í skólum? Jújú. I framhaldi af því mcetti þá spyrja hvernig á að kenna hana og hvað á að kenna, eða á kannski alls ekki að kenna hana? Jú, það á endilega að kenna hana og miklu meira heldur en er gert og þá kenna svolítið öðruvísi málfræði heldur en lögð hefur verið mest áhersla á. Eins og ég nefndi þarna áðan þá held ég að það eimi allt of mikið eftir af þessu sjónarmiði í skólamálfræði að það sé um það að ræða að kenna mönnum málið eins og það væri erlent mál. Náttúrulega spratt þessi málfræði- kennsla upp úr kennslu í latínu og grísku og kannski eðlilegt að hún hafi verið þessu marki brennd upphaflega en ég held bæði að menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.