Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 12

Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 12
Áður en Hallberg kemur að Vefaranum mikla frá Kasmír, skrifar hann um Rauða kver- ið, Undir Helgahnúk og Heiman ek fór. Hann finnur í öllum þessum æskuverkum Halldórs ákveðið lífsviðhorf sem einnig birtist, kannski einna skýrast, í Vefaranum. Það er afstaða sem kemur vel fram í viðhorfi höfundar til kvenna. Það er klofið víðhorf karlmannsins til konunn- ar, „hann dregst milli andstæðra skauta aðlöð- unar og viðbjóðs."2 Hallberg sýnir, hvemig þessi klofna afstaða kemur fram í persónusköp- un skáldsins. Víða erað finna í verkum hans frá þessum tíma tvær kvengerðir, annars vegar sak- lausa, góða og heilaga konu, hins vegar tælandi, kynæsandi og vafasama konu. (Frú R. og finnska ungfrúin í Rauða kverinu, Áslaug og Anna í Undir Helgahnúk). Hallberg segir ennfremur að þessi tvíræða afstaða til kvenna komi þó hvergi skýrar fram en í Vefaranum, í afstöðu Steins Elliða til Diljár. Sömu afstöðu til kvenna er einnig að finna í bréfum Halldórs frá þessum árum. í dagbók skáldsins kemur fram að andstæðan kynlíf og skírlífi er honum stöðugt vandamál. Hallberg bendir á ýmsa höfunda sem hafa haft áhrif á þessi viðhorf Halldórs: Tolstoj, Strindberg, Shaw og þó ekki síst Weininger. Otto Weininger (1880— 1903) var austurrísk- ur gyðingur og heimspekingur. í verki sínu Geschlecht und Character. Eine prinzipielle Untersuchung 1903 íjallar hann um muninn á karli og konu og um samskipti kynjanna. Hann setur fram fræðilega hugmynd um algera konu, W, og algeran karl, M, sem eigi sér þó ekki stað í raunveruleikanum, þar sem hreinir kyneigin- leikar komi mjög sjaldan fyrir, en þetta séu þeir frumþættir sem ríki í hvoru kyninu um sig. Ein- kenni karlsins séu að hann Ieiti hins eilífa, vits- munalega og göfuga, en kveneðlið sækist eftir því sem er tímanlegt, tilfinningalegt og hold- legt. Karlinn sé ímynd forms, konan ímynd efn- is og efnið bíði þess sífellt að formið móti það. Hin algera kona, W, hafí hvorki sjálfstæðan persónuleika né vilja og geti því ekki átt þátt í 2. sami, bls. 97. ást og kærleika, sem sé andstæða kynferðislífs. Weininger lítur svo á, að kynmök séu ávallt ósiðleg, þess vegna sé hið eina rétta að bæði karlar og konur gangist undir algert meinlæti í kynferðismálum. Það mundi að vísu leiða til al- dauða mannkynsins, en það geri ekkert til, þar sem takmark mannsins sé hvort sem er guð- dómurinn og „eilíft líf hins siðgædda ein- staklíngseðlis."3 Þessa bók Weiningers fékk Halldór að láni 19 ára gamall (á sama aldri og Weininger skrifaði bókina) og las hana af mik- illi hrifningu, eins og sjá má af bréfi hans til Einars Ólafs Sveinssonar. Sönderholm segir þema sögunnar eða megin- andstæður vera sál — líkami eða hið trúar- lega — hið pólitíska. Hann ræðir einkum um Stein Elliða og leit hans að tilgangi lífsins, en minnist einnig á aukapersónumar Diljá og Örnólf. Um Diljá segir hann: Forfatterens opbygning af Dilja-skikkelsen tyder dog mest af alt paa at hun skulle have været den virkelighed der kunne redde, hvis de taabelige mandfolk forstod deres besögelsestid.4 Sönderholm segir að lokum, að í þessu verki geri Laxness „det som han aldrig senere gör: han tvinger sin person til en lösning, der stem- mer med en fast ideologi.“5 Á sama hátt hafði Hallberg tekið undir með Kristjáni Albertssyni um að lok sögunnar væru afar ósannfærandi. Höfundur Vefarans mikla frá Kasmír var ekki nema rúmlega tvítugur þegar hann samdi söguna. Á þessum árum komst hann í kynni við kaþólska kirkju, tók trú og ákvað að ganga í þjónustu kirkjunnar. Þessi ævisögulegu atriði er sjálfsagt að hafa til hliðsjónar. Hins vegar er álitamál hve mikið tillit á að taka til þeirra við túlkun sögunnar. Þegar farið er að rannsaka æviferil Halldórs Laxness kemur fram svo aug- ljós skyldleiki með honum og aðalpersónu Vefarans mikla frá Kasmir, Steini Elliða, að 3. sami.bls. 67. 4. Erik Sönderholm://a//cfór Laxness, en monografi, 1981, bls.126. 5. sami, bls. 128. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.