Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 23

Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 23
fullkomna, því það þrái ég ekki, en segðu, að ég megi trúa á þig, því það er hið eina sem ég þrái að mega“ (bls. 68). í bréfum Diljár kemur smám saman í ljós, að ást hennar er ekki algjör- lega blind aðdáun, til þess þekkir hún Stein of vel. Hún gerir sér t.d. grein fyrir grimmd hans, sem er ofvaxin hennar skilningi. En um leið sér hún í honum snillinginn, listamanninn, sem er „hafinn yfir alt, sem er nefnt gott og rétt, lögmál þau, sem aðrir láta háttu sína hlíta.“ (79). Diljá er að vísu laus við grillur Steins um skírlífi, en þegar hún les bréf Jófríðar þar sem kemur fram það viðhorf að ástin sé allt annað en hjónaband og ástinni sé allt leyfilegt, þá fannst henni hún vera „slubbug um hendurnar eins og það hefðu brotnað ofan á hana hrá egg“ (bls. 120). Lýsingar Jófríðar eru skelfing hennar saklausu ungmeyjardraumum. Fyrir Diljá er ástin heilög og hrein, en hjá Jófríði sér hún bara ljótleika og fals: „Ástin sem er heilög, óumræði- leg — hvernig ætti hinn sælasti draumur mannshjartans að vera brot gegn ... hinu helg- asta, sem maður veit.“ (bls. 120). í fjórðu bók er einkum áberandi að Diljá hundleiðist, hún er full af lífi og orku, en það gerist ekkert: Ég lifi ekki. Þetta er ekki líf. Þúsund sinnum betra að lenda í óhamíngju. Þúsund sinnum betra að glatast. Ég hata hljóðfærið í stofunni þarna innar af; það er falskt. Ég hata þessar skruddur, sem ég er að lesa; þær eru lognar. Ég þoli þetta ekki leingur. Ég vaki á nætumar. Ég verð vitlaus í þessu dauðans lífleysi. Ég fer... (bls.231) Það sem Diljá þráir er að kynnast lífinu, lifa einhver ævintýri, verða eitthvað og hún þráir ástina. Hún vissi, „að ekkert var lífinu íjær en vær svefn milli hvítra rekkjuvoða“ (bls. 220). Þegar Steinn kemur heim eftir um það bil fimm ára fjarveru er Diljá orðin allt önnur en hún var í fjórðu bók. Kona sem misst hefur tíu mánaða gamalt bam sitt er allt önnur en ung stúlka sem bíður þess að eitthvað fari að gerast í lífi sínu. Það er augljóst, að hún er ekki ham- ingjusöm kona, draumar hennar hafa ekki ræst, þeir hafa sofnað. Hún er lífsreynd og fullorðin fyrir aldur fram. Smám saman verður það líka ljóst, að heimkoina Steins hefur djúp áhrif á hana. Hún hefur lítinn sem engan skilning á kaþólskri trú og þekking hennar á þeim stöðum þar sem Steinn hefur verið, er takmörkuð. Framkoma Steins er í þokkabót hryssingsleg og óþægileg. Hún er því beinlínis hrædd í návist hans og forðast hann til að byrja með. Þrátt fyr- ir þetta er hún reiðubúin innst inni til að setja sig í spor hans og reyna að skilja hann. Hún seg- ir við vinkonu sína, Siggu Pé: „Hann kemur aleinn, umkomulaus eins og pílagrímur utan úr hinu ókunna,. . . einverunni þar sem eingrar mannlegrar huggunar er að Ieita, þar sem ekk- ert hjarta miðlar öðru hlýrri tilfinníng, þar sem einginn vinur tekur framar þátt í raunum ein- stæðíngsins ... “ (bls. 389). Diljá er söm við sig. Hvaða grímu sem Steinn setur upp, reynir hún að skyggnast bak við hana og hún tekur málstað hans nú sem endranær. í þessu samtali verður Siggu vinkonu hennar ljóst hvaða hug Diljá ber til Steins: „Diljá, hvíslaði hún hrærð. Þú elskar hann . . . (bls. 390). Diljá er alltaf að leita að hinu sanna í veru Steins: „Steinn, mér finnst ég ekki enn vera far- in að tala við þig sjálfan . .. Hvers vegna meg- um við ekki sjá þig eins og þú ert?“ (bls. 422). Þegar hún kemur til hans um nótt og hann segir við hana: „Guð vill, að þú lifir í flekkleysi trúrr- ar eiginkonu ... En ég hef verið kallaður til að deya sjálfum mér fyrir nafn Jesú Krists“ (bls. 434) svarar hún einfaldlega: „Taktu af þér grímuna, Steinn“ og sögumaður bætir við: „því hún var ófresk á þessari stund og sá hann nak- inn bak við kenníngar hans“ (bls. 434). Þessa nótt er Diljá eins og móðir jörð holdi tekin. Hún er komin til hans af ást sem er sam- ofin löngun til að verða móðir barnanna hans: „Ó, hversu sæl mundi ég ekki þakka Guði, þeg- ar ég legði hann upp að nöktum barmi mínum og gæfi honum brjóstið. Hans vegna mundi ég möglunarlaust taka á herðar mér hveija þá byrði, er örlögin byndu mér.. . Steinn, öllu býðst ég til að fórna, öllu. Það getur ekki verið synd.“ (bls. 435). Og þegar hann spyr um hvað 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.