Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 24
hún sé að tala, svarar hún: „Endurminnínguna
um þig, Steinn, holdgaða endurminníng guðs-
ins í þér, hins sanna í þér, bláu augnanna þinna
hreinu, lokkanna þinna björtu, munnsins þíns,
Steinn, munnsins þíns . . . Ofurlitla lifandi eft-
irmynd líkama þíns, Steinn: ég ætla að bera
hana í móðurskauti mínu . .(bls. 435). Að
sjálfsögðu verður hún æfareið þegar hann hafn-
ar henni, „andlit hennar afmyndað afbræði. Þú
svívirðir mig. Þetta er að svívirða konu. Farðu
út héðan.“ (bls. 436). Nokkrum dögum seinna
segir hún við hann:
Steinn. Hvað gætirðu haldið um mig. Alt það
versta gætirðu haldið um mig. Guð minn góður,
ef þú skyldir misskilja mig. Guð minn góður, ef
þú skyldir halda, að ég væri lauslát... Lofaðu
mér því, að halda aldrei, aldrei, að ég hafi kom-
ið til þín af Iauslæti. Það veit Guð almáttugur,
að ég hata lauslæti. Steinn, ég hata það. (bls.
440)
Hennar siðfræði er siðfræði hjartans. Hún trúir
á ástina, ekkert er henni eins heilagt og ástin.
Ástin brýtur öll innsigli, réttlætir hvað sem er, í
nafni ástarinnar er allt leyfilegt. Hún kemur
ekki til hans af lauslæti, ekki af vergirni, hún
kemur ekki til að forfæra hann, hún kemur af
því að hún elskar hann. Það eitt skiptir hana
máli.
Ástin er það afl sem stjórnar lífi Diljár. Hún
gleymir sér í ástinni, finnur sjálfa sig hvergi
nema í manninum sem hún elskar, hún þráir að
vera eins og hann, líkjast honum. Hún er reiðu-
búin að fóma öllu fyrir ástina. Að lokum hlýtur
hún að rata í ógæfu og týna sjálfri sér.
IV. Hugmyndaleg átök sögunnar
Skírlífishugsjón Steins mótar að sjálfsögðu af-
stöðu hans til kvenna, eins og áður hefur komið
fram. Víða í bókinni er að finna fullyrðingar
mjög fjandsamlegar konum. Langoftast, ef ekki
alltaf, eru þær lagðar Steini Elliða í munn.
Hann á í skelfilegri baráttu við „holdið“, þráir
að losna við þann hluta af eðli sínu. Konur
höfða til þessa þáttar í eðli hans og eru honum
því sífelldur ásteytingarsteinn.
Heilmikið hefur verið skrifað um kvenhatrið
í Vefaranum. Það er vissulega fyrir hendi, en
nauðsynlegt er að skoða það í réttu samhengi.
Steinn Elliði er eina persónan sem hefur þetta
viðhorf til kvenna. Ekki einu sinni faðir Alban,
hin mikla fyrirmynd Steins, lætur nokkurn
tíma í ljós neikvæða afstöðu til kvenna, ræðir
reyndar aldrei um slíkt við Stein. það er einnig
eftirtektarvert að sögumaður styður ekki þetta
viðhorf Steins með athugasemdum sínum og
lýsingu. Vissulega er lögð geysimikil áhersla á
hið kynferðislega í fari Diljár, en henni er líka
lýst innan frá og reynt að lýsa á trúverðugan
hátt hugsunum hennar og tilfinningum. Hún
hefur greinilega mikið kynferðislegt aðdráttar-
afl og Steinn Elliði bæði laðast að henni og berst
gegn henni. Hins vegar lýsir sögumaður henni
aldrei þannig að hún veki viðbjóð lesanda. Hún
vekur fyrst og síðast samúð.
Með því að athuga þau viðhorf til kvenna,
sem koma fram í bókinni, má sjá ákveðið mis-
ræmi milli aðalpersónu sögunnar og þess sem
segir söguna. En hversu mikið er þetta misræmi
og í hverju er það aðallega fólgið? Eins og áður
hefur verið sagt, er hin neikvæða afstaða Steins
til kvenna bein afleiðing af lífsviðhorfi hans (að
skírlífið sé æðst allra gæða) sem grundvallað er
á tvíhyggju. Úr því að sömu afstöðu er ekki að
finna hjá þeim sem segir söguna, má spyrja
hvort hjá sögumanni sé að finna aðra lífsskoðun
og þá hverja. Sýnt hefur verið fram á, að
Steini er lýst sem mun tvíræðari persónu en
Diljá. Það er eins og afleiðing af lífsskoðun hans
að hann virðist alltaf klofinn, á alltaf í innri bar-
áttu og togstreitu. Diljá er ekki eins flókin per-
sóna, það má ef til vill segja að hún spyrji ekki
jafnmerkilegra spurninga og Steinn, kafi ekki
eins djúpt og hann og stefni ekki eins hátt. Þar á
móti kemur að hún er heilli, hún er sáttari við
sjálfa sig. Augljóst er að Diljá hefur allt annað
lífsviðhorf en Steinn. Hún finnur ekki tvö öfl
togast á í sér, hún stefnir ekki að fullkomnun og
skírlífi er ekki draumur hennar. Er hún þá
kannski persóna, sem staðfestir kenningu
24