Mímir - 01.05.1984, Side 27

Mímir - 01.05.1984, Side 27
Því nær fullkomnuninni sem Steinn er, því ómanneskjulegri verður hann. í sjöundu bók er komið eitthvað óhrjálegt og geigvænlegt í far hans. Diljá er alltaf sannfærð um að bak við þessi herklæði leynist mannlegt hjarta. Þetta sést t.d. vel þegar hún heimsækir hann í klaustr- ið: „En hún kom til hans, lagði hendurnar á axlir hans, andlitið að bijósti hans og talaði, eins og hún vildi hvísla að hjarta hans.“ (bls. 497). Aldrei kemur einhyggja sögunnar betur fram en þegar Steinn Elliði snýst á sveif með henni. Það gerist smám saman. Tvennt er það sem Steinn er veikur fyrir: íslenska náttúran og Diljá. Eina glætan sem hann sér í sálarstríði sínu í þriðju bók er að snúa heim í íslenska dal- inn. Þegar hann ákveður að fara aftur heim til íslands eru það bláu fjöllin sem toga hann heim og svo langar hann að hitta æskuvinkonu sína, Diljá. Og augljóst er að hann heillast bæði af ís- lenskri náttúru, þjóðerni og menningu, þegar hann er kominn heim: “Hann talaði um skyr, flatbrauð, söl, fjallagrös, þorskhausa og íslenskt þjóðerni. Hann hafði geingið fjörutíu kílómetra á sex tímum og svar- aði öllu út í hött, sem við hann var sagt. — Þegar ég kom upp í Kjós, þá ránkaði ég við mér. Ég hef geingið í svefni í heilan mannsaldur. Veruleikurinn er í Kjósinni.“ (bls. 392) I kjölfar þessarar vakningar lætur hann undan hinu mannlega í eðli sínu og tekur glaður á móti Diljá um nótt á Þingvöllum. Sögumaður lýsir hugsunum Steins daginn eftir á þennan hátt: Því fór fjarri, að hann fyndi til nokkurs þess, sem nálgaðist samviskubit; þvert á móti var hann hróðugur í hjarta, fullur af öryggi heil- brigðs manns, karlmannlegu stolti. Hann hafði lært að sjá tálsnöruverk Djöfulsins í látbrigðum kvennanna og álíta ástina til skírlífsins dýrsta af öllum ástríðum dauðlegs manns. I dag fanst honum það ekki framar ljótt, sem feður og mæður allra menskra manna höfðu hafst að frá upphafi mannkynsins; þvert á móti miklaði hann manninn fyrir að vera hæfíleik gæddan til að taka raunverulegan þátt í sköpunardýrð hinnar lifandi alnáttúru. Tvær manneskjur mynnast við eilífðardýptir síns eigin dauðleika í hinni hinstu fórn líkama sinna og sálna, — hver hefur skrifað fegurra guðspjall en það? (bls. 449). Þessi einhyggja er sem sagt fólgin í því að mað- urinn á að lifa í samræmi við náttúruna. Við- horf þetta er eiginlega óður til sköpunarverks- ins, ástin er hrein og góð, náttúran fögur og heilnæm. Ef maðurinn lifir sáttur við eðli sitt og náttúrlegan tilgang, færir það honum líf, frjó- semd og blessun. En ef hann afneitar hinu mannlega í sér, reynir að breyta eðli sínu, endar það með bölvun, ógæfu og dauða. Sjöundu bók lýkur með þessum orðum, sem eru kjarninn í einhyggju söguhöfundar: Gerðu sáttmála milli holds þíns og anda, þess- ara vígólmu Einherja, stiltu til friðar milli hjarta þíns og hugar, hvatalífsins og vitsmunalífsins, og gjald hverjum sitt. Ekkert er í heiminum hyggi- legra. Einginn nær dýrlegra takmarki en því að vera menskur maður, eins og Guð hefur skapað hann. Ég kasta ham hins yfimáttúrulega skrímslis og byrja nýtt líf sem menskur maður, sem hver annar þegn í ríki veruleikans... (bls. 451) Það er athyglisvert, að Guð er enn með í mynd- inni. Einhyggja þessi er því ef til vill nær því að vera gyðing-kristin sköpunartrú en heiðin frjósemisdýrkun. Tvisvarertalað um ham í þessari sögu. Þegar Steinn skriftar í klaustrinu, segir sögumaður að þá hafi vefarinn mikli frá Kasmír ekki verið annað framar en brunninn hamur. Líkingin er auðskilin. Hin sterka tilhneiging hans til að vera annað og meira en hann er, hefur þarna orðið að vikja. Þegar hann hefur sofið hjá Diljá, hugsar hann sjálfur: „Ég kasta hami hins yfir- náttúrulega skrímslis“ (bls. 451). Ýmsum fræði- mönnum, bæði Hallberg og Sönderholm, fannst hér vera kominn rökréttur endir sögunnar, hér væri hin eðlilega lausn flækjunnar. Það er vissulega skiljanlegt sjónarmið, því að hér og aðeins hér ríkir sátt og samlyndi milli beggja aðalpersóna sögunnar og þess sem segir söguna. 27

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.