Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 46

Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 46
Urriði reynir að skilgreina vandamál sitt sjálfur: Þó honum fyndist stundum hann vera jafn- hræddur við það sem hann var og það sem hann var ekki fór hann ekki í neinar grafgötur með að það var þriðja persónan í spilinu sem honum var verst við. Og það var hún sem olli þessu öllu. Samt var það ekki persóna heldur persónugerv- ingur einhvers sem var krafist af honum að hann væri. En hvernig sem hann reyndi gat hann ekki samsamað hann því sem hann var. Þó bilið væri ekki alltaf breitt þá var það samt óbrúanlegt. Þessi einhver sem bjó inní höfðinu á honum og var tákn þess sem hann átti ekki að vera var þrátt fyrir allt sterkari en hann sjálfur. (35)2 Urriði uppfyllir ekki kröfurnar, fellur ekki inn í hlutverk það sem samfélagið ætlar hon- um. Sjálfsvitund hans er klofin — hann vill eitt en er annað; í honum býr mótsögn. I augum fólksins er hann misheppnaður, en hann getur ekki fremur en aðrar persónur existentialista af- neitað sínum eigin skoðunum. Hann erofskyn- samur — og þessi sama skynsemi gerir honum lífið óbærilegt. Urriði hefur hafnað þeirri stöðu sem honum var búin í samfélagsmynstrinu og ráðvilltur segir hann: „Ég er búinn að týna til- ganginum með því að lifa“ (46). Eins og síðar verður fjallað um er samtvinn- un efnis og forms í verkinu mjög mikil. Sögu- sviðið, samdrykkja þessa litla hóps er ekki ann- að en smækkuð mynd þjóðfélagsins. Aðal- stemningin í samskiptum persónanna, svo og allri bókinni er angist, óvissa og einsemd. Fólk- ið er ekki „fólkið á bak við fólkið“ enda er það næstum aldrei til. (Hugleiðingar Urriða bls. 63). Sambandsleysið er ítrekað hvað eftir annað t.a.m. í samskiptum fulltrúans og einkaritarans. Gott dæmi um þetta takmarkalausa sam- bands- og þar af leiðandi skilningsleysi persón- anna eru lokaorð sögunnar: Gerið það fyrir mig að slökkva. Þau heyrðu ekki til hennar gegnum vélargnýinn (149). Tilfinningalíf persóna er bælt, allir verða að haga sér eftir settum reglum. Lífið er eins og leiksvið eða kvikmyndatjald. Manneskjurnar eins og leikarar sem nauðbeygðir eru til að leika hlutverk sitt til enda. Það er reyndar algengt einkenni á módemískum bókmenntum, þessi líking lífsins við leikrit eða kvikmyndir. Nægir að minna á Turnleikhús Thors Vilhjálmssonar. Þetta leiðir berlega í ljós þá firringu nútíma- mannsins sem mönnum er svo tíðrætt um. Þeirri fullyrðingu hefur verið varpað fram, hér að framan, að verkið Þetta var nú ífylliríi sé módemískt og heimspeki þess sé tilvistarlegs eðlis. Ef við athugum helstu einkenni módern- ismans og hina almennu skilgreiningu hans,3 kemur í Ijós mikil samsvörun. Þessi einkenni eru: efahyggjan, firringin/angistin, klofningin og túlkunarvandinn. Til grundvallar liggur svokallað rof sem birst getur á sálfræðilegan/tilvistarlegan hátt, félags- legan og/eða trúarlegan. Rofið má skilgreina sem það andartak þegar sjálfsöryggið og sjálfs- myndin gliðnar; sambandið milli viljalífs, til- finninga og líkamlegrar tilvistar rofnar. Rofið leiðir oftast til glötunar en þó stöku sinnum til lífsauka (t.d. Aðventa Gunnars Gunnarssonar). í umræddu verki má segja að sé um að ræða hið dæmigerða tilvistarlega rof, það samsvarar a.m.k. að mestu leyti neðangreindri skýringarmynd: Stirðnaður lífsháttur—» Sjálfvirkt ógagnrýnið rökbundið lif ->venjubundiö borgaralegt lif Samræmi milii umhverfis og einstaklings ROF ->Meðvitaður lifsháttur Meðvitað og gagnrýniö lif ->kaótiskt lif Ósamræmi milli einstaklings og umhverfis Urriði hefur hafnað hinum venjubundna lífs- máta, fastri atvinnu og þess háttar. Hann hefur 2 Hér eftir verða allar tilvitnanir í Þetta var nú ífylliríi ein- ungis auðkenndar með blaðsíðutali. 3. Hugtök og heiti... „Existentialismi". 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.