Mímir - 01.05.1984, Page 50

Mímir - 01.05.1984, Page 50
Ef til vill er líf mannsins ekkert annað en haust, bið, endalaus bið eftir næsta sumri. Lífið er sem hin eilífa hringrás árstíðanna, tilgangs- laust vegna þess að manneskjan veit ekki eftir hveiju hún bíður. Sólskinsbletturinn táknar vonina, trúna — hið eina sem gefur lífinu gildi er þessi sólskinsblettur, sem þó er svo langt undan. Athyglisverð er lýsing á hugsunum Urr- iða bls. 97. Hann finnur ákveðna samsvörun með lífi sínu og hringrás lækjarins. ... hvað fyrr í vetur hafði verið líkt komið fyrir honum sjálfum og þessum læk. Honum fannst hann hafa sjálfviljugur hneppt lífið og framtíðina í bönd sem voru undin úr hans eigin kvíða. (97) Lengi mætti áfram telja ef ætti að lýsa áhrif- um hverrar og einnar umhverfis/veðurlýsingar bókarinnar, ég læt mér nægja eina umhverfis- lýsingu, sem jafnframt ertákn: Það var ljós niðri í mýrinni hlaut að vera bær. Hann skimaði eftir fleiri ljósum en það voru ekki fleiri ljós. (84) Ljósið í mýrinni táknar von Urriða, þar býr gamall vinur sem ef til vill skilur og hjálpar. Vonin skapareftirvæntingu: ... og Urriði var rokinn án þess að ansa (93). og hún gleður mannsins hjarta, samlíðunin er svo mikilvæg í lífinu: Hann var enn með brosið á vörunum þegar hann kom inn í stofuna. (94) En vonin dó — og maðurinn dó. Hann varð fyrir vonbrigðum, skilningsleysið mætti honum einnig þarna. Það endurspeglast í orðum Guð- jóns: „Var hann ekki orðinn dáldið tæpur?“ (137) Ein aðalstemning bókarinnar er hin stig- magnandi ógn og váboði, og skipta umhverfis- lýsingamar þar meginmáli. Þögnin var sem Andardráttur einhvers sem er í felum og veit af óvini sínum innan seilingar. Kannski var það lognið sem hræddist storminn. (109) 4 Mörg helstu tákn bókarinnar endurspegla þennan váboða. Kápumyndin sýnir krunkandi hrafn í bláhvítu köldu umhverfi. Sagt er um hrafninn að hann „krunki einhverjum illspá“. í heiðinni trú var hrafninn fugl Óðins. Og ef Óðni mislíkaði eitthvað sendi hann hrafna sína tvo á vettvang, Hugin og Munin. Þá vissu fornir kappar að herra þeirra var misboðið. Kápumyndin er reyndar bein vísun í kaflann þar sem fulltrúinn og Dabbi finna lík Urriða (134—137). Þar og í örlagakaflanum um för Urriða og Sigrúnar (95—104) mynda hrafnamir eins konar umgjörð og tengja kaflana saman. Við lesendur fáum á tilfinninguna að eitthvað miðurgott sé í uppsiglingu: Hann langaði að vita um hvað þeir væru að krunka. Þeim lá mikið á hjarta og var ekki að heyra að þeim væri til efs það væri satt og rétt. ^ Þetta voru gáfaðir fuglar. Hann hafði heyrt þeir vissu örlög manna en það gerði enga stoð úr því enginn skildi þá. Það voru helst heilagir menn í bókum sem höfðu lært fuglamál.... En nú til dags var enginn heilagur og enginn til að ráða lífs- gátuna úr rómi fuglsins. Það var þá helst páfinn sem var heilagur en það var farið að þreyta menn svo þeir vildu skjóta hann. (99) Einn kostur bókarinnar er sá að þrátt fyrir háalvarlega grátlega tilfinningalegt efni jaðrar það aldrei við væmni eða mærð. I klausunni hér að ofan þar sem umræðuefnið er lífsvand- inn sjálfur örlar á bitru háði, íróníu. Þegar Sig- rún og Urriði skilja við lækinn, skiljast fuglamir einnig. Hún sneri við og gekk áleiðis að bænum. Það kom hrafn á móti henni ofan frá fjallinu og flaug hátt. Hún heyrði ekki vængjatakið, bara óþreyju- fullt gargið og henni fannst vera reiði í röddinni. Félagi hans neðan úr mýrinni sást hvergi og ans- i aði ekki hrópunum. (104) För Dabba og fulltrúans út í mýrina byggist einnig upp á tákninu sem felst í hrafninum, hér er hann aðeins einn: 50

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.