Islande-France - 01.10.1949, Blaðsíða 16

Islande-France - 01.10.1949, Blaðsíða 16
14 ISLANDE - FRANCE hjarta og hafði þann veikleika að festa ást á ýmsum stöðum. Hvert nýtt ástarævintýri færði honum kveljandi þunglyndi, af því að í þessum ástum voru elskendurn- ir fangar sín eigin sjálfs vegna mis- munandi uppruna, trúar og siða. „Ég er hrædd um, að það sé ekki sami guðinn, sem skapaði okkur bæði,“ stundi Rarahu og grét við þá tilhugsun. Loti, hið viðkvæma skáld, var elsk- aður af konum, allskonar konum, líka af hinum gáfuðustu, eins og t. d. greifafrú de Noailles. Er því vert að athuga þá hlið á Loti. Hann heill- aði ekki aðeins með persónuleika sínum heldur einnig með verkum sínum. Engin hefur verið kvenlegri í sér en greifafrú de Noailles, og er því bezt að gefa henni orðið 1 “Le Livre de ma vie.” Hún er fimmtán ára. „Ölvuö af stíl Lotis (hún var nýbúin að lesa Pécheur d’Islande), sem virðist hvísla, dreyma, vekja, öllu heldur en hirða um að skýra greinilega, naut ég hinna hunangs- sætu löngu lýsingarorða, sem hrífa hjartað, áður en þau leiða það í all- an sannleika......Önnur bók eftir hann, gerði mig altekna af ham- ingju.” Á öðrum stað segir hún, að hún hafi verið sem ringluð, berg- numin. Hún stenzt ekki þá löngun að vera kynnt honum.. „Það varð að samkomulagi við frænku mína (Bi- besco prinsessu), að ég skyldi hitta Loti hjá henni.“ Hún býr sig undir fundinn af hinni mestu tilhaldssemi. „Þegar ég vissi, á hvaða stundu ég mundi standa augliti til auglits við P. Loti, var ég öll með hugann við búning minn.“ Hún varð fyrir vonbrigðum er hún sá Loti. „Ég sá mann, lítinn, áhyggjufullan um útlit sitt, á hæl- um svo háum, að þeir afskræmdu hina litlu fætur hans. Hin hrífandi fegurð augnaráðsins nægöi ekki til þess að vega upp á móti hinu digra, ávala nefi og svarta hökutoppi .... Þegar þjáning min var að hefjast, af því að ég hafði ekki hitt fyrir þann emír, sem ég óskaði að lifa og deyja með, heyrði ég P. Loti segja viö frænku mína skýrri en viðkvæmri röddu: „Það er litla stúlkan, sem var úti í Aurora; ég sá hana gráta fyrir nokkrum árum úti i skipi . .. “ Sama kvöld fékk ég frá P. Loti ljós- mynd, þar sem hann var hálfnakinn, með krosslagða arma og klæði um mjaðmir, í leiðslu eins og fakír. Þó að ég væri undir niðri hneiksluð á hinni beru bringu, var ég ákaflega stolt yfir áletruninni.“ Hvort það var maðurinn eða skáld- ið, sem heillaði hina saklausu ungl- ingsstúlku? Vafalaust báðir, því að hin stolta viðkvæmni mannsins var jafnaðalaðandi sem hin stórkostlega frægð skáldsins. Var það reyndar ekki eitt og hið sama? Allir þeir, sem kynntust honum náið, heilluðust af því, hve hann var í senn hryggur og ungur 1 sér. Hann var í sannleika skáld og varðveitti fram á ellidaga þann hæfileika að hrífast alveg eins og þegar hann var ungur liðsforingi og heillaðist af Tahiti. Hið myndræna verk hans, þrungið þrá eftir fortíð- inni, eldist, en töfrar þess hverfa

x

Islande-France

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.