Voröld - 01.11.1948, Síða 10

Voröld - 01.11.1948, Síða 10
 utan úr heimi söm 'gróðurmold fyrir illgresi kammúnismans. Þjóðemis- kennd er að vakna í stórum stíl og oki . Evrópuþjóðanna ih'afur smám saman verið varpað af herðum þessara þjóða. En ifátækt er gífurleg og lífsafkoma almennings lé- leg. Meðan slík upplausn er þarna eystra, róa kommúnist- ar öllum árum, en andstaðan gegn þeim hefur verið sterk, og þeir hafa enn ekki náð telj- andi árangri. Upprefsn Musos Indónesía nefnist lýðveldi það, sem nú nær yfir hinar gömlu hollenzku nýlendur, Jövu og Sumatra. Það hefur útt erfitt uppdráttar og sam- kömulag við Hollendinga, sem enn hafa her i landinu, hefur verið slsemt. En í septemlber- mánuði síðastliðnum birtist skyndiiiega ný hætta og' óvænt við bæjardyr hins unga lýð- veldis. í sumar kom til höfuðborg- arinnar Jogakarta, maður, sem kallaði sig Muso. Hann hafði staðið fyrir uppreisn í landinu 1926, en hún fór út um þúfur, og hann flúði til Moskvu. Þar hefur hann verið síðan, og fengið rækilega ,,skólun“. Nú tók ‘hann við stjórn kommúnistaflokksins, og tókst honum innan skamms að fá jafnaðarmenn og verka- mannaflokkinn til að mynda samfylkingu með kommúnist- um. Þegar þetta hafði tekizt, gerðu kommúnistar byltingu, og náðu á sitt vald horginni Madium á Au.-Jövu, en hún er þriðja stærsta borg lands- ins. Þaðan útvarpaði Muso og skoraði á þjóðina að rísa upp Harry S. Truman. og bera hina nýju sovétstjórn í Madium fram til sigurs. Undirtektir voru litlar með- al almenmngs, en herir Indó- nesa og Hollendinga bjuggust þegar til sóknar gegn upp- reisnarmönnum. Sú sókn gekk greiðlega og innan tveggja vikna var Madium fallin í hendur stjórnarinnar og upp- reisn Musos virtist farin út um þúfur. Nornin frá Buchenwald í fyrrasumar dæmdi her- réttur í Þýzkalandi konu eina að nafni Ilse Koch til ævi- langs fangelsis fyrir stríðs- glæpi. Þegar það var tilkynnt í haust, að dómi hennar hefði verið breytt í fjögurra ára fangelsi, risu upp mótmæla- öldur um allan heim, og vakti málið þegar athygli bæði vestan hafs og austan. Iíse Kodh hefur verið köll- uð „Nornin frá Buchenwald“. Hún var eiginkona yfirfanga- arðarins í frægustu fanga- búðum nazista, Buchenwald, þar sem yifir 50 000 fangar létu lífið á stríðsámnum. Þegar bandamenn komu að fangabúðunum, fannst þar mikið safn af lEmpaskermum, hönzkum og innbundnum bók- um, allt gert úr „tattúeruðu“ mannsskinni. Ilse Kocth var dæmd fyrir að hafa búið til þessa Qnuni, barið fanga til dauða og tekið þátt í grimmdarstjórn fanga- búðanna. Tveim mánuðum eft- ir að húni heyrði dóm sinn, ól hún óskilgetið barn, sem mun hafa til orðið, meðan hún sat í fangelsi, þótt ekki sé getið um faðernið. Máli þessu er ekki endan- lega lokið. Hini rauðhærða, 41 árs garnla „norn frá Buchen- wald“ verður enn að bíða eftir endanlegri vissu um það, hvoít hún verður látin laus árið 1949 — eða aldrei. Sigur Trumans. Það taka margir ofan fyrir Harry Truman þessa dagana, sem ekki hafa gert það áður. Kostnmgasigur hans var án efa óvæntasti stjórnmálaviðburð- ur ársins, og mun fllestum hafa orð.ið við eins og Vishin- siky, er hann sagði aðeins: Furðulegt. ! I Sigur Trumans er sigur Roosevelts og þeirrar stefnu, sem þeir báðir fylgj a. Það er sigur frjálslyntdis, ríkisfram- kvæmda, ahnannatrygginga, verðlagseftirlíts og jafnréttis kynflokkanna. Sigur verkalýðs og ósigur Wall Street. Það er sigur Marslhallhjálþarinnar og ósigur einaingrunarinnar. Frh. á 23. eíðu. voröuð '' -10

x

Voröld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/1956

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.