Voröld - 01.11.1948, Blaðsíða 15

Voröld - 01.11.1948, Blaðsíða 15
blöð og útvnrp Meira en ráðherrar, — minna en verkamenn Eiigin stétt á Islandi er eins mikið skömmuð — og skamm- ar aðra 'eins rösklega -— og blaðamenn. Þótt þessi stétt sé fámenn, ber mikið á henni í þjóðfélaginu, eins og von er, og ihefur hún veruleg áhrif á það, hvað landsmenn vita og hugsa, enda er útbreiðsla dag- blaðanna í Reykjavík nú sam- talis um 50.000. Hvers konar menn skipa þenna fámenna en áhrifamikla hóp? Því er erfitt að svara. Þeir eru f lestir ungir menn. Af blaðamönnum dagblaðanna munu aðeins tveir vera yfir fimmtugt, og meira en 'helm- ingur innan við þrítugt. Menntun þeirra er mjög mis- munandi, og 'er minna en helmingur þeirra stúdentar. í skrifstofum blaðanna sitja lög- fræðingar, sagnfræðingar, iðn- aðarmenn, búfræðingur, bóndi, kennarar — og tveir eða þrír, sem bafa stundað blaðamennsku ;sem 'sérgrein við erlenda skóla. Blaðamannafélag Islands Ihélt upp á 50 ára afmælii sátt snemrna á þessu éri. En í 48 ár sást þessu' ágæta félagi ger- S'amlega yfir að 'hreyfa hönd eða fót til þess að bæta kjör meðlima sinna. Blaðamenn börðust fyrir öfllum hugsan- legum málum, sem fram komu með þjóðinni, en gleymdu að sa.meinast til að bæta 'sín eigin kjör. Þegar þetta mál var at- hugað, kom í 'ljós, að hæst launuðu blaðamennimir hafa hærri laun en ráðherrar, og lægst launuðu blaðamennirnir lægri laun en Dagsbrúnar- taxtann. Oft verða blaðamenn VORÖLD að strita 12—15 tíma á sólar- hring, en þeir fá ekki eyri í sftirvinnúkaup. Nú hafa samningar við blaðaaigsndur verið í, gildi í tvö ár, og þykir blaðamönnum það framför, þótt þsir eigi langt í land, þar til óskir þeirra um kjör og vinnuskilyrði verða uppfyllt- ar. Þrátt fyrir stöðugar skamm- ir og langa næturvinnu, sitja blaðamennirnir flestir um Helgi H.iörvar. kyrrt í stöðum sínum. Sumir starfa fyrir hugsjónir eða stjórnmálaskoðanir. Aðrir af því að 'fjölbreytni starfsins heillar þá. Þeir reyna að þóknast lesendunum, sem eru krö'fuharðari um málvöndun en nokkrir aðrir blaðalesend- ur í hekni. Þeir reyna að setja saman fyrihsagnir, þótt ekkert mál sé til þess stirðara en íslenzkan. Og þótt hvert blað fylgi fast fram skoðunum og stefnu hinna pólitísku flokka, sem á bak við það standa, má segja, að þlaða- kostur íslendinga sé eins góð- ur og frjáls, og flestar þjóðir aðrar eiga við að búa. Sjald- an hefur það ko'inið fyrir, að maður, sem eitthvað alvarlegt mál, har fyrir brjcsti, fyndi ekki náð hjá einhverjum rit- stjóranna. Slíkt bláðafrelsi er ekki lítils virði á þessum síð- ustu og verstu tímum hinna stcrvirku áróðurstækja. Þ'ngfrétSir Þótt Helgi Hjörvar sé ekki hár í loftinu. verður það ekki af honum skafið. að hann er einn af brautryðjendum ís- lenzks útvarps. Mörgum kann að finnast. sem hann beris't helzt lil mikið á við braut- ruðningirn, en ekki er það þó ólíklegt, að menn muni verk eins og Bör Börsson löngu eftir að þeir hafa gleymt því, hversu oft þeir urðu að skrúfa fyrir Helga. í hvert sinn, sem þing kemur saman og þingfréttir hefjast í úlvarpinu, vaknar ný mótmælaalda gegn Helga. Margir hlusfendur sjá eftir léttu lögunum, sem voru hressandi á undan dánantil- kynningunum, og auk þess bvkia mönnum bi-ngfréttir Iíelga leiðinlegar. ’Fáumerþó ljó'st. að þetta er ejn af hin- um fáu syndum Helga Hjör- vars gagnvart íslenzkum ú't- varpshlustendum, sem hann á litla eða enga sök á. Útvarpið lætur alþingi í té bingfréttatímann, en forsetar bingsins ráða mann (Helga) til að flytja fréttirnar. Svo mun vera fyrir mælt, að Helgi segi frá þingmálum og hvað er samþykkt og hvað fellt. Þetta gerir hann og annað ekki. 15

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/1956

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.