Jólablað Skátafélagsins Fylkir - 22.12.1945, Page 5
5
Jólablað Skátafélagsins Fylkir.
Ennþá kvað mega líta þar kindabein eigi allfá, sem
minjar einnar mestu harmsögu, sem gerzt hefur á
Islandi: ,,Daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat
hann Bjarni.“
Lítið eitt norðan við Kjalfell mun mega finna
Grettishelli.
Eitt sinn var þar heimkynni atgerfismannsins út-
læga, sem bezt héfur sannast á, að „það er sitthvað
gæfa og gjörfileiki. Hér mundi það verið hafa, sem
Hallmundur dró taumana úr höndum Grettis, eftir
því, er saga hans hermir.
Lengra í norður sér á reyki Hveravalla. Þar sér enn
á rústir Eyvindarkofa og mannvirki umhverfis Ey-
vindarhver .
Þau eru eigi fá svipleiftrin úr sögu þjóðar vorrar,
sem bundin eru þessari öræfaauðn.
Milli þessara jökla var líka eitt sinn fjölfarin leið,
þegar hetjur riðu um héröð. Mundi hér enn að líta
slóð Guðmundar ríka og Einars Þveræings eða þeirra
goða Skagfirðinga eða slóð Gissurar jarls, er hann
hélt á Örlygsstaðafund. En nú gefst ekki tími til
heilabrota og minninga. Við megum ekki missa af
ferð með Grána. Hann er okkur ekki jafn auðsyeipur
og Gráni Sæmundar fróða var honum, og stórum
meinlausari þó. Ekki sjáum við neitt til ferða hinna,
sem á Fannborg gengu og óttumst nú, að þeir hafi
snúið við.
Við leggjum því af stað til baka og sækist nú
ferðin fljótt. En þegar við erum komnir hálfa leið
niður, sjáum við Fannbergsfarana og eru þeir þá að
komast á tindinn. Höfðu þeir verið óheppnir með
leiðina og tafizt. Notum við nú tækifærið, bregðum
okkur í Hveradali og komumst þó nógu snemma að
sæluhúsinu.
Hlöðver Sigurðsson.
ÆSKUGAMAN
Mikil skelfing er að vita til þess hvað æskan er
orðin spillt nú á tímum, segir eldri kynslóðin. Öðru-
vísi var það þegar við voru að alast upp.
Þessi ummæli eða merking þeirra, er líklega eitt
af því elzta, sem fundizt hefur skráð í letur. Ummæli
lík og þessi fundust skráð með rúnaletri á steintöflur
austur í löndum er leitað var þar fornminja. Það er
því engin ný bóla þó að þeim eldri finnist þeir yngri
vera spilltir og á glapstigum.
Og nú er bezt að athuga hvað hæft er í þessum
ummælum, hvort þau hafa við nokkur rök að
styðjast.
Það kannast allir við athafnaþrá æskulífsins,
hvernig hún leitar sí og æ útrásar og kemur fram
í allskonar myndum. Leikir og ærsl barnanna eru
þeirra athafnir, þeirra starf, hvort sem það er nú
metið á verri eða betri veg af þeim eldri. Og börnin
og unglingarnir haga sínum leikjum og athöfnum í
samræmi við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru. Séu
þeim engin góð skilyrði búin til leikjá sinna er tæp-
lega annars að vænta en að leikir þeirra hneigist á
verri hlið.
Þar, sem gatan er aðalleikvangur barnanna, hlýtur
sú kynnng, sem þau fá af götu-lífinu, ófrelsi þess og
hættum, að leiða til þess að klækja- og óknyttahneigð
vaknar hjá börnunum og gerir þau fyrr en varir að
skaðræðis- og skemmdarvörgum. Umhverfið vekur
þessar hneigðir og gefur óteljandi fordæmi og marg-
vísleg. Þessvegna þarf engin ríkjandi kynslóð að
furða sig á spillingu æskulýðsins á meðan honum
eru engin skilyrði sköpuð til vænlegs, þroskandi
uppeldis. Hin ríkjandi kynslóð hefur því í hendi sér
f jöregg framtíðarinnar þar sem er æskan, og á henn-
ar valdi er það hvort hún brýtur þetta fjöregg eða
hvort hún veitir því skilyrði til manndóms og frama.
Framtíð þjóðarinnar veltur á uppeldi æskunnar, og
uppeldi æskunnar veltur á þeim, sem með völdin fara.
Nú er það staðreynd, að fram að þessu hafa æsk-
unni ekki verið búin þau æskilegu skilyrði til vaxtar
og þroska, hún er því að nokkru á þeim glapstigum,
sem hinir eldri tala um. Þessvegna hafa myndast
samtök um það að leysa eithvað af þeim uppeldis-
vandamálum, sem valdhafarnir hafa svikizt um að
leysa. Á meðal þessara samtaka er skátafélagsskap-
urinn. Hann leitast við að leysa það vandamál, sem
af athafnaþrá æskunnar hlýzt í því verkefna- og skil-
yrðaleysi, sem hún á við að búa. Hann leitast við að
finna hæfileg verkefni handa meðlimum sínum og
bendir þeim á hollar leiðir í leikjum og öðrum sínum
athöfnum. Hann vill glæða félagslund og starfsvilja
einstaklinganna, hvetur þá til að hjálpa hverjum öðr-
um og — síðast en ekki sízt, hvetur þá í sameiningu
til að hjálpa þeim, sem hjálpar eru þurfandi.
Skátarnir leita burt úr solli borga og bæja, leita í
hinn frjálsa, friðríka faðm náttúrunnar með leiki sína
og störf. Skátalögin eru ekki yfirgripsmikill laga-
bálkur fullur af tvíræðum orðum og setningum. Þau
eru aðeins tíu greinar, en hver grein segir það sem
segja þarf og það þarf enginn að misskilja. Skátarnir
vita hvað heyrir undir hverja grein, og þeim, sem ber
gæfu til að halda skátalögin sem næst bókstafnum,
þarf ekki að verða hált á svelli lífsins, hvorki ungum
né gömlum.
Hvernig skátunum tekst að leysa vandamál sín
fer að nokkru eftir ytri aðstæðum, en eitt er þó víst
og það er, að æskugaman og skátalíf er tvennt óað-
skiljanlegt. Jafnvel hjá fullorðnum mönnum vekur
skátalífið eld æskunnar í brjóstum þeirra og kemur
þeim til að líta á líf sitt sem æskugaman.
Og þeir hinir eldri þurfa áreiðanlegga ekki að
tala um spillingu æskunnar í þeim hópi sannra skáta,
sem þeir hafa tilheyrt eða haft kynni af.
Eg óska svo öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.
, ' Einar M. Albertsson