Bergmál - 01.08.1955, Side 7
B E R G M Á L
1 9 5 5 ------------------------
fjölskyldunnar með því að vilja
giftast konu, sem var úr hærri
stétt en hann sjálfur.
Samt sem áður giftust þau og
Soffía varð húsmóðir í Rayburn
Keep. Ég held að það hafi verið
eldri systir hennar, sem gaf
henni nafnið „sveitastelpan“ í
óvirðingarskyni, en það nafn
festist við hana og hún losnaði
jafnvel ekki við það aftur, þótt
fjölskylda hennar tæki hana að
nokkru í sátt síðar og þætti
mikið til hennar koma.
En það voru allir hrifnir af
henni, ekki síður úti á búgarðin-
um en inni í borginni, enda var
hún alltaf jafn fögur og geðþekk
alveg til dauðadags og ég minn-
ist þess ekki að hafa séð elsku-
legri konu en hana og var hún
þó orðin nokkuð við aldur, þeg-
ar ég sá hana. Sem ung stúlka
hlýtur hún að hafa verið alveg
ómótstæðileg. Ég held að það
hafi ráðið miklu um, að hún
virtist hafa lifandi áhuga á öllu
og fannst allt skemmtilegt. Það
var sama hvað fyrir Soffíu
frænku kom, hversu óheppilegt
og erfitt sem öðrum sýndist það,
þá sá hún alltaf eitthvað
skemmtilegt við það.
Ég var víst sex ára gamall,
þegar ég kom í heimsókn á bú-
garðinn og sá hana og það sem
ég minnist bezt, var það að hún
leyfði mér þá að kveikja á eld-
spýtum í laumi en þær fékk ég
aldrei að snerta heima hjá mér.
Charles frændi hikaði andar-
tak og hnyklaði brýrnar. Ég veit
það að samkvæmt þessari lýs-
ingu minni virðist hún hafa
verið barnaleg.
En ég skal taka það fram, að
það er alveg fráleitt, til þess
var hún alltof skörp og of fljót
til svars, enda var alltof mikil
keskni í henni til þess að nokkur
gæti litið á hana sem brúðu.
Soffía var sannarlega ekkert
barn, þótt hún gæti að vísu
brugðið því fyrir sig að vera
barnaleg, þá var það gert af
kænsku. Eins og hún átti það til
að vera skeytingarlaus, stríðin
og lúmsk ef henni bauð svo við
að horfa.
Vinnufólkinu á búgarðinum
líkaði vel við hana vegna þess
að hún var ung og fögur og
vegna þess að hún var nógu
skynsöm til að kunna að snúa
þeim um fingur sér. Hún vissi
vel ,að hún var ómótstæðileg og
hún beitti því valdi sem slíkt
veitti henni hvenær sem var án
þess að blygðast sín. Þrátt fyrir
það uppeldi sem hún hafði
fengið, var hún í eðli sínu mjög
alþýðleg og oft gekk hún fram
5